9. apríl 1997
Stjórnarfundur BSÍ 09. apríl 1997
Mættir á fundinn: Guðmundur Páll Arnarsson,
Kristján Kristjánsson, Þorsteinn Berg, Ragnar Magnússon, Ólafur
Steinarsson, Sveinn Rúnar Eiríksson og Jakob Kristinsson.
1. Frágangur húsnæðis og
uppgjör Endanlegt uppgjör liggur ekki fyrir en ljóst að vinna við
rafmagn og málningu verður meiri en áætlað var. |
2. Bridgehátið uppgjör Hagnaður af bridgehátið var um 1 milljón krónur. |
3. Kjördæmamót Rammareglugerð vegna mótsins er tilbúin og fer í póst 10. apríl.
Dregið verður um töfluröð helgina 12. - 13. apríl. |
4. EM 1997 / S veitakeppni báðir flokkar Ferðatilhögun liggur fyrir. Lagt
verður af stað 13. júní og komið heim 30. júní. Sex spila í hvorri
sveit, alls 14 manns með fyrirliðum. |
5. Sumarbridge 1997 Jakob lagði fram drög að útboðsgögnum, stjórnin ræddi málið og
lagði til að auglýst yrði eftir tilboðum. |
6. Bóksala Jakob upplýsti að mistök hefðu orðið í samskiptum við erlendu
útgáfuna. Nú væri búið að greiða hluta af bókarpöntun og hún því
væntanleg. |
7. Úrvinnsla gamalla gagna og
mynda Ákveðið að Þórður Sigfússon ynni áfram að verkinu. |
8. Alheimstvímenningur í júní
1997 Rætt hvort spila ætti bæði á föstudagskvöldi og laugardegi,
ákveðið að gera það. |
9. Bikarkeppni 1997 Ákveðið að auglýsa bikarkeppnina og draga um sveitir helgina sem
kjördæmakeppni fer fram. |
10. Fjáröflunarmót Talið er heppilegt að halda það helgina 3. - 4. maí. Jakobi
falið að gera tillögur um framkvæmd. Önnur mál Bréf frá sveit
Landsbréfa, sigurvegara í bikarkeppninni 1996 um styrk vegna
þáttöku í bikarkeppni norðurlanda í Rottneros. Samþykkt að styrkja
sveitina um sömu upphæð og síðast þegar sveit var styrkt á
Rottneros |