8. maí 1996
miðvikudagur, 8. maí 1996
Stjórnarfundur BSÍ 08. maí 1996
Mættir á fundinn: Kristján Kristjánsson, Guðmundur
Sv. Hermannsson, Guðmundur Páll Arnarson, Ólafur Steinason, Ragnar
Magnússon, Sigrún Pétursdóttir, Stefanía Skarphéðinsdóttir,
Þorsteinn Berg og Sólveig Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri.
1. Landsliðsmál.
* Lið hafa verið valin til að keppa fyrir Íslands hönd á NL í
Faaborg í Danmörku dagana 24. - 28. júní næstkomandi:
Opinn flokkur: Jón Baldursson, Sævar Þorbjörnsson,
Guðmundur Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson. Fyrirliði er Björn
Eysteinsson.
Kvennaflokkur: Hjördís Sigurjónsdóttir, Ragnheiður
Nielsen, Stefanía Skarphéðinsdóttir og Gunnlaug Einarsdóttir.
Fyrirliði er Guðmundur Sveinn Hermannsson.
* Samkvæmt tillögu Ragnars Magnússonar, Björns Eysteinssonar og
Helga Jóhannssonar, samþykkti stjórnin að koma á fór B-landsliði,
sem fengi það fyrsta verkefni að spila á Schiphol-mótinu í Hollandi
helgina 22.-23. júní næstkomandi. Liðið verður valið með keppni við
A-landsliðið, sem fer fram tvær helgar í maí og júní. BSÍ greiðir
flugfar og keppnisgjöld.
|
2. Sumarbrids.
Þrjú tilboð bárust í sumarspilamennsku BSÍ. Hæsta tilboðið
hljóðaði upp á 1.809.900 kr. og var frá Matthíasi Þorvaldssyni. Var
samþykkt að fela framkvæmdastjóra að ganga til samninga við
Matthías.
|
3. Húsnæðismál.
Kristján Kristjánsson, Guðmundur Sv. Hermannsson, Sólveig
Kristjánsdóttir og Björgvin Þorsteinsson, lögfræðingur BSÍ, áttu
fund með öðrum eigendum Þönglabakka 1 þriðjudaginn 7. maí. Tvennt
var þar á dagskrá: Viðhald á húsi (gluggar, þak, rennur, málning
o.fl.) og krafa svokallaðs Svæðafélags í Mjódd á hendur BSÍ vegna
yfirbyggingar göngugötu. Stjórn BSÍ hefur frá upphafi neitað að
taka þátt í kostnaði vegna yfirbyggingarinnar, enda kemur yfirbyggð
göngugata sambandinu að engum notum, né heldur eykur göngugatan
verðgildi eignarhluta BSÍ. Björgvin Þorsteinsson, sem fer með málið
fyrir hönd BSÍ, telur sambandið í fullum rétti og er það mál í
biðstöðu.
|
4. Önnur mál.
* Borðfáni, hálstau og höfuðprýði.
Samþykkt var tillaga forseta þess efnis að BSÍ léti gera
borðfána, bindi og slæður með merki sambandsins.
* Íslensk bridssaga.
Þórður Sigfússon, sérstakur fræðaþulur BSÍ, hefur skilað af sér
fjórum innbundnum bókum með úrklippum um bridsumfjöllum á Íslandi:
(1) Lesbók Morgunblaðsins 1926-1946,
(2) Bridsfréttir úr dagblöðum 1938-1948, (3) Þættir Kristínar
Norðmann úr Sunnudagsblaði Vísis 1940-1943 og (4) Bridsþættir Árna
M. Jónssonar úr Samtíðinni 1949-1959.
* Ekki lengur frítt spil.
Guðm. Sv. Hermannsson bar fram tillögu um að afnema þá hefð að
Íslandsmeistarar spili án endurgjalds í næsta Íslandsmóti. Var
tillagan samþykkt.
* Íslandsmótið í tvímenningi.
Rætt var um fyrirkomulag Íslandsmótsins í tvímenningi. Margir hafa
lýst óánægju með þá tilhögun að spila mótið í beit á fjórum dögum,
bæði undankeppni og úrslit. Slíkt mismunar keppendum óneitanlega,
þar eð svæðameistarar og Íslandsmeistarar ganga óþreyttir beint inn
í úrslitin. Ennfremur er vaxandi óánægja með tímasetninguna, einkum
hjá námsmönnum. Var samþykkt að fela mótanefnd að kanna möguleika á
breyttu fyrirkomulagi, með fjóra þætti sérstaklega í huga: (1) að
flytja mótið fram á haustvertíð, (2) tvískipta mótinu, (3) fjölga í
úrslitum, (4) afnefma sjálfkrafa rétt svæðameistara í úrslit.
|