14. febrúar 1996
miðvikudagur, 14. febrúar 1996
Stjórnarfundur BSÍ 14. febrúar 1996
Mættir á fundinn: Kristján Kristjánsson forseti,
Guðmundur Sv. Hermannsson, Guðmundur Páll Arnarson, Ragnar
Magnússon, Stefanía Skarphéðinsdóttir, Þorsteinn Berg og Sólveig
Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri.
1. Landsliðskeppni í
kvennaflokki.
Samþykkt var að efna til landsliðskeppni í kvennaflokki vegna
Norðurlandamóts í vor.
Spilað verður tvær helgar í apríl:
13.-14. apríl: 16 para butler-tvímenningur.
20.-21. apríl: Einvígi tveggja sveita.
Fyrri helgina verður spilaður 16 para butler-tvímenningur. Tvö
efstu pörin úr þeirri keppni öðlast rétt til að velja annað par úr
mótinu sem sveitarfélaga, en síðan munu þessar tvær sveitir heyja
einvígi síðari helgina um réttinn til að spila fyrir Íslands hönd á
NL.
Nánari útfærsla landsliðskeppninnar er í höndum Guðm. Sv.
Hermannssonar.
Landsliðssjóður BSÍ.
Kristján Kristjánsson lagði fram tillögu um stofnun sérstaks
landsliðssjóðs BSÍ og var hún samþykkt. Aðalsteinn Jónsson frá
Eskifirði hefur gefið vilyrði fyrir 100 þús. kr.
stofnframlagi.
Hugmynd Kristjáns er að leita til hins almenna félaga BSÍ og fara
fram á 250 kr. framlag af greiðslukorti í 22 mánuði, eða út árið
1997.
|
2. 2. Göngugata í Mjódd.
Lagt fram bréf frá "Svæðisfélagi við göngugötu í Mjódd", dagsett
15. janúar sl.
Björgvin Þorsteinsson hrl. fer með málið fyrir hönd BSÍ og var
ákveðið að biðja hann um greinargerð um stöðu málsins fyrir næsta
stjórnarfund.
|
3. Bridgehátíð.
Samkvæmt kostnaðaráætlun má gera ráð fyrir nokkrum tekjum af
Bridgehátíð í þetta sinn.
|
4. Fræðslumál.
Gengið hefur verið frá fjármögnun unglinganámskeiðs, en nákvæm
tímaáætlun verður ákveðin síðar.
|
5. Önnur mál.
Styrkur frá Bridgefélagi Reykjavíkur.
Í bréfi frá stjórn BR, dagsettu 25. janúar, kemur eftirfarandi
fram:
*BR lánar BSÍ kr. 500 þúsund í einn mánuð. Ef Reykjavíkurborg
veitir BR styrk sem nemur þeirri upphæð, mun BR líta á þessar 500
þúsund kr. sem greiðslu árlegs styrks BR til BSÍ og ekki fara fram
á endurgreiðslu.
* BR veitir landsliðunum í unglingaflokki, kvennaflokki og opnum
flokki styrk að upphæð 100 þúsund fyrir hvern flokk, samtals kr.
300 þúsund.
* BR leggur fram kr. 50 þúsund til unglingafræðslu, sem er
sameiginlegt verkefni BR, BSÍ, Bridsskólans og
Samvinnuferða/Landsýnar.
Boð frá Finnlandi.
Finnska bridssambandið býður fulltrúa BSÍ (með maka) og einu
íslensku pari að taka þátt í hátíðahöldum vegna 60 ára afmælis
sambandsins helgina 25.-26. maí.
HM í einmenningi.
Jóni Baldurssyni hefur verið boðið að verja HM-titil sinn í
einmenningi, en næsta mót fer fram í París dagana 1.-4. maí.
Heimssambandið borgar uppihald, en stjórn BSÍ samþykkti að veita
Jóni fararstyrk.
Nöfn sveitarforingja.
Vegna aukins áhuga fyrirtækja að kosta bridssveitir til keppni,
taldi Stefanía Skarphéðinsdóttir illmögulegt að átta sig á
fréttaflutningi af mótum. Hún taldi nauðsynlegt að nöfn
sveitaforingja kæmu fram innan sviga á eftir nafni viðkomandi
fyrirtækis.
|