10. janúar 1996
Stjórnarfundur BSÍ 10. janúar 1996
Mættir á fundinn: Kristján Kristjánsson forseti,
Guðmundur Páll Arnarson, Ólafur Steinason, Ragnar Magnússon, Sigrún
Pétursdóttir, Stefanía Skarphéðinsdóttir, Þorsteinn Berg, Sólveig
Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri og Elín Bjarnadóttir fráfarandi
framkvæmdastjóri.
| 1. Fræðslumál. Guðmundur Páll greindi frá því að fyrirhugað væri að halda
ókeypis námskeið fyrir 12-16 ára unglinga í febrúar nk. Leitað
verður til eftirfarandi aðila um stuðning: Samvinnuferða/Landsýnar,
Bridgefélags Reykjavíkur, BSÍ og Bridsskólans. |
| 2. Landsliðsmál. Guðmundur Sveinn var fjarverandi, en frá honum lá tillaga þar
sem hann mælti með því að kvennalandslið yrði sent á Norðurlandamót
í vor, en ákvörðun um þátttöku á ÓL nk. haust verði frestað um
sinn. Var það samþykkt. |
| 3. Bridgehátíð. Tvímenningur Bridgehátíðar verður með Barometer/Monrad-sniði og
hámarksþátttaka er 120 pör. Keppnisgjald verður óbreytt frá fyrra
ári, eða 10 þúsund á par. |
| 4. Bridgesagan. Þórði Sigfússyni miðar vel að safna bridsefni úr gömlum
dagblöðum. Hann reiknar með að ljúka söfnun fram til 1960 í fyrsta
áfanga (fjórir mánuðir). |
| 5. Útbreiðslumál. * Kristján Kristjánsson greindi frá fundi þriggja stjórnarmanna
(KK, GPA og ÞB) með stjórn Bridgefélags Reykjavíkur þriðjudaginn 9.
janúar. Fundurinn var gagnlegur og þar komu fram hugmyndir um
samvinnu á ýmsum sviðum. BR lýsti yfir áhuga á að fjölga síðum í
textavarpi, svo nýta nætti textavarpið til að greina frá úrslitum í
mótum BR. Var samþykkt að fela Önnu Ívarsdóttur og Elínu
Bjarnadóttur að kanna málið með það að markmiði að auka rými
bridshreyfingarinnar á textavarpinu. |
