8. nóvember 1995

miðvikudagur, 8. nóvember 1995

Stjórnarfundur BSÍ 08. nóvember 1995

Mættir á fundinn: Kristján Kristjánsson forseti, Ásgrímur Sigurbjörnsson, Einar Guðmundsson, Guðmundur Páll Arnarson, Guðmundur Sveinn Hermannsson, Ólafur Steinason, Ragnar Magnússon, Sigrún Pétursdóttir, Stefanía Skarphéðinsdóttir, Þorsteinn Berg og Elín Bjarnadóttir framkvæmdastjóri.

1. Verkaskipting stjórnar og kosning fastanefnda.

Kristján Kristjánsson bauð menn velkomna til starfa, nýja menn sérstaklega, Ásgrím, Ragnar og Sigrúnu. Stjórnin skipti síðan með sér verkum: Guðm. Sv. Hermannsson verður varaforseti, Einar Guðmundsson gjaldkeri og Guðm. P. Arnarson ritari.

Ákveðið var að halda stjórnarfund annan miðvikudag í hverjum mánuði yfir vetrartímann.

Þá var skipað sérstakt þriggja manna framkvæmdaráð, sem taka skyldi á málum á milli stjórnarfunda. Í því sitja Kristján Kristjánssn, Guðm. Sv. Hermannsson og Guðm. P. Arnarson.

Síðan var skipað í fastanefndir: dómnefnd, mótanefnd og meistarastiganefnd:

Dómnefnd: Jón Steinar Gunnlaugsson formaður, Guðmundur Sv. Hermannsson og Örn Arnþórsson: Til vara: Pétur Guðjónsson, Björgvin Þorsteinsson og Gylfi Baldursson.

Mótanefnd: Ragnar Magnússon formaður, Jón Baldursson og Valgerður Kristjónsdóttir.

Meistarastiganefnd: Einar Guðmundsson formaður, Ísak Örn Sigurðsson og Þorsteinn Berg.

2. Bridgehátíð 1996.
Fyrirkomulag:

Samþykkt var að hafa tvímenning Bridgehátíðar opinn og spila Monrad- barómeter, þrjú spil á milli para í þremur 30 spila lotum. Nánari útfærsla verður í samráði við keppnisstjóra. Sveitak. verður með óbreyttu sniði, þ.e. opinn Monrad með tíu stuttum leikum.

Erlendir gestir: Elín greindi frá því að búið væri að bjóða ítalska landsliðinu (Lauria, Vercase, Buratti og Lanzarotti), Zia við fjórða mann, og verið væri að vinna í því að fá Omar Sharif á hátíðina á móti Ritu Shugart.

Verðlaun: Ákveðið var að hækka heildarverðlaun úr 15.000 $ í 18.000 $.


3. Philip Morris - landstvímenningur.

Ákveðið var að hækka keppnisgjaldið úr 1.500 kr. á par í 2.000 kr., en skilagjald til BSÍ verði óbreytt 1.500 kr.


4. Landsliðsmál.

Framkvæmdaráði var falið að ganga til samninga við Björn Eysteinsson um taka að sér hlutverk landsliðsfyrirliða opna flokksins fyrir tímabilið 1. jan 1996 fram yfir EM 1997 og hugsanlega HM sama ár.

5. Ráðning framkvæmdastjóra.

Þrettán umsóknir bárust um stöðu framkvæmdastjóra BSÍ.

Voru umsóknirnar kynntar og ræddar, en framkvæmdaráði síðan falið að ráða framkvæmdastjóra fyrir næsta stjórnarfund, þann 13. desember.

6. Fræðslumál.

Einar Guðmundsson ræddi þá hugmynd að koma á unglingaskóla á vegum BSÍ og reyna að fá til þess styrk frá Reykjavíkurborg og hugsanlega fleiri sveitarfélögum.

Var ákveðið að hrinda af stað slíku námskeiði eftir áramót í tilraunaskyni.

7. Önnur mál.

Samþykkt var tillaga Stefaníu Skarphéðinsdóttur þess efnis að BSÍ stæði straum af kostnaði v/húslaleigu í Ölfusborgum í tengslum við helgarnámskeið kvenna.



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar