Bikarkeppni Bridgesambandsins fer að venju fram í sumar og búið er að draga í fyrstu umferð. Alls skráðu 31 sveit sig til leiks. Keppnisgjald er 4.000 krónur á umferð.
Sveit Eyktar situr yfir í fyrstu umferð, en sveitarmeðlimir Eyktar skipa opna landsliðið á NM í Lillehammer nú í júní. Drátturinn í 2.umferð lítur þannig út- sveitin sem talin er upp á undan á heimaleik
Frestur til að ljúka umferðum er þannig:
1. umferð 21. júlí
2. umferð 18. ágúst
3. umferð 16. september
Undanúrslit og úrslit 22.-23. september
Sveit Eyktar vann glæsilegan sigur 180 - 100 á sveit Grant Thornton í 64 spila bikarúrslitaleik sem háður var 23. september. Sveit Eyktar vann sigur í öllum fjórum lotunum, 42-35 í fyrstu lotunni, 42-17 í annarri, 59-27 í þeirri þriðju og 37-21 í þeirri fjórðu. Spilarar í sveit Eyktar voru Aðalsteinn Jörgensen, Bjarni H. Einarsson, Jón Baldursson, Sigurbjörn Haraldsson, Sverrir Ármannsson og Þorlákur Jónsson
Aðalsteinn Jörgensen, Bjarni Einarsson, Þorlákur Jónsson, Jón Baldursson,
Sigurbjörn Haraldsson og Sverrir Ármannsson
Undanúrslitaleikjum Bikarkeppni BSÍ lauk um klukkan 18:15 þann 22. september. Úrslitin urðu þannig:
EYKT - BREKI JARÐVERK 85 - 17 Breki gaf leikinn e. 2 lotur af 4
SP.SIGLUFJARÐAR - GRANT THORNTON 97 - 109
Til úrslita um bikarmeistaratitilinn spila sveitir Eyktar og Grant Thornton. Leikurinn verður sýndur á Bridgebase og hefst klukkan 11:00 þann 23. sept og lýkur um 20:30
Miðvikudagsklúbburinn
Síðumúla 37 - kl: 19:00
Einskvölds tvímenningar - ALLIR velkomnir