Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Bridgeskólinn

Stundaskrá vetrarins (smellið á hlekkinn)

 

Vorönn 2019

STIG 1     Hefst  21. janúar  átta mánudagskvöld milli 20-23. 

STIG 3     Hefst  23. janúar  átta miðvikudagskvöld milli 20-23.  

STIG 1     BYRJENDUR 

Allir geta lært að spila bridge, en það tekur svolítinn tíma í upphafi að átta sig á leikreglunum. Byrjað er alveg frá grunni og farið vel yfir undirstöður Standard-sagnkerfisins. Það er fólk á öllum aldri sem sækir skólann og ekkert má að mæta stakur/stök.   VERÐ 25.000 *

STIG 3     ÚRSPILIÐ

Á þessu námskeiði er spilamennska sagnhafa í forgrunni – hvernig sagnhafi leggur á ráðin og beitir tækni og hyggjuviti til að standa við gerðan samning. Nýtt stef á hverju kvöldi. Námskeiði hentar breiðum hópi spilara og ekkert mála að mæta stakur/stök.   VERР25.000 * 

 

 * 10% afsláttur fyrir hjón, eldri borgara og öryrkja. Kennslugögn innifalin. Fjölmörg stéttarfélög taka þátt í kostnaði.  

 

Staður   Námskeiðin eru haldin í húsnæði BSÍ, Síðumúla 37.

Innritun  Í síma 898-5427 eða í tölvupósti gpa@simnet.is

BRIDGEskólinn  stendur fyrir námskeiðum tvisvar á vetri, á haustönn og vorönn. Námskeið fyrir BYRJENDUR (stig 1) er alltaf í boði, en önnur námskeið eru breytileg milli ára. Í vetur verður hið vinsæla námskeið um KERFIÐ (stig 2) á haustönn og  námskeið um ÚRSPILIÐ (stig 3) á vorönn.


Viđburđadagatal


Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Miðvikudagsklúbburinn
Síðumúla 37 - kl: 19:00
Einskvölds tvímenningar - ALLIR velkomnir


Olís

Slóđ:

Frćđsla » Bridgeskólinn

Myndir


Auglýsing