Brids á íslensku

föstudagur, 26. maí 2023

Bridgesambandið fékk veglega gjöf á dögunum frá Jóni Hjaltasyni, Guðmundi P. Arnarssyni,  Málningu ehf og Háspennu ehf.

Búið er að íslenska öll helstu hugtök í brids og búið að gera mjög aðgengilegt. Búið er að hengja upp mynd í húsnæði Bridgesambandsins og einstök félög munu fá eintök send með spilagjöfinni eftir sumarfrí. 

Í dag fékk Lilja Alfreðsdóttir ráðherra eintak til varðveislu en hún spilar sjálf brids. Stendur til að fleiri ráðherrar fái eintak á næstunni. 

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar