Það var dregið í 8.liða úrslit í bikarnum þegar spilað var í sumarbridge nú í kvöld. Það verður risa leikur þar sem Grant Thornton og InfoCapital spila.
Síðasti leikurinn í bikarnum kláraðist í kvöld þegar Formaðurinn úr Hafnarfirði var síðasta lið inn í 8.úrslitin. Liðin sem verða í pottinum eru: Skákfjélagið SFG Breytt og Brallað Bridgefélag Breiðholts InfoCapital Grant Thornton J.
Leikur J.E.Skjanna og Frímanns Stefánssonar var æsispennandi. Eftir 30 spil áttu norðanmenn 18 impa - fjórða lotan var fjörug og mikið skorað. Eftir 40 spil var staðan hnífjöfn og þurfti að framlengja um 4 spil.
Leikur Hótel Norðurljósa og Grant Thornton í 16.liða úrslitum í bikar verður sýndur beint á BBO klukkan 18.00 í dag. Lýsendur verða Stefán Jónsson og Ísak Örn Jónsson.
Í gær fóru fram tveir leikir í 16.liða úrslitum í bikarnum. Bridgefélag Breiðholts vann Athenu 120-76 og Skákfjelagið vann Doktorinn 74-65. Bridgefélag Breiðholts og Skákfjélagið eru því komin áfram í 8.liða úrslit ásamt InfoCapital og SFG.
Leikur Hótel Norðurljósa sem eru ríkjandi Íslandsmeistarar og Grant Thornton sem er ein sigursælasta sveitin í Bridge undanfarin ár munu mætast 18.00 á fimmtudag.
SFG vann Quatro Logos 115-50 í leik sem fór fram á föstudagskvöld. SFG átti 12 impa í hálfleik en gáfu verulega í seinni hálfleik. Áður hafði InfoCapital unnið París 158-47 í fyrsta leik 16.liða úrslita.
Dregið var í 2.umferð á Álfacafe á Borgarfiði Eystri þar sem aðstandendur minningar/afmælismóts Skúla Sveinssonar hjálpuðu til við að draga. En það verður einmitt spilað á Álfacafe 27.ágúst.
Borgarfjörður Eystri og Hallveig Karlsdóttir voru heimsótt í dag og í gær. Hallveig ætlar að hjálpa að draga í bikarnum og sýna aðstæður en hún er að halda minningar/afmælismót Skúla Sveinssonar þann 27.ágúst.
Í gær unnu Breytt og brallað sigur á Bridgesveit Kópavogs 153-55 og eru því aðeins 3 leikir eftir. Þær sveitir sem eru komnar áfram eru. Frímann Stefánsson J.
Í gær var spilaður leikur J.E.Skjanna og Ríkisféhirðis frá Hvanneyri. Stóðu Borgfirðingar vel í J.E.Skjanna og voru aðeins 4 impum undir eftir 20 spil og töpuðu svo með 13 impa mun 78-65. Vel gert hjá Eyfa Kidda og félögum enda voru þeir að spila við eina af sigurstranglegustu sveitunum í bikarnum.
Gengið á EM í ár fer í reynslubankann. Í opna flokknum spiluðum við I dag gegn Írum sem við fengum 4,81 á móti, Póllandi sem við fengum 3,74 á móti og svo 3,42 á móti Dönum.
Það var þungt hjá íslensku liðunum í fyrsta leik dagsins. Í Opna flokknum spilaði Ísland gegn Litháum sem endaði með sigri Litháa 34-22 í impum og 6,72 vinningsstigum til Íslands.
Ísland vann Holland í senior flokknum í öðrum leik dagsins. Fór leikurinn 30-19 fyrir Íslandi í impum og fékk Ísland 13,04 vinningsstig. Er Ísland í 11.sæti.
Það var misjafnt gengi hjá íslensku liðunum í 1. leik dagsins. Í opna flokknum gerði Ísland jafntefli við Króatíu og fékk 10,31 vinningsstig. Er liðið í 23. sæti.
Eftir erfiðan fyrri leik hjá öllum íslensku liðunum í dag gekk mun betur í seinni leiknum. Íslensku stelpurnar unnu magnaðan 76-17 impa sigur á Ítalíu og fengu 19,93 vinningsstig.
Ísland fékk útreið í þriðja leik dagsins á öllum vigstöðvum. Í opna flokknum töpuðum við fyrir heimamönnum í Portúgal og fengum 4,08 vinningsstig. Erum við í 23.sæti.
Í öðrum leik dagsins á EM í Portugal stóðu stelpurnar sig vel þegar þær unnu Frakkland með 11,48 vinningsstigum og eru í 14. sæti. Ísland í opna flokknum tapaði fyrir Serbíu og fékk 3,74 vinningsstig.
Í fyrsta leik dagsins vann Ísland Noreg stórt í kvennaflokk 16,09-3,91 og er í 15. sæti. Í opna flokknum tapaði Island fyrir Wales 5,2-14,8 og er í 22. sæti.
Í seinasta leik dagsins tapaði Ísland fyrir Bulgaríu í opna flokknum 5,82-14,18 og er í 20.sæti. Konurnar töpuðu fyrir Þýskalandi 3,58-16,42 og eru í 18.sæti.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar