Harpa Fold Ingólfsdóttir og María Bender Íslandsmeistarar

mánudagur, 17. október 2022

Þær María Bender og Harpa Fold unnu Íslandsmót kvenna í tvímenning sem var spilað um helgina. Tóku þær forystu strax á laugardagsmorgun og héldu henni til loka. Þær Ingibjörg Guðmundsdóttir og Sólveig Jakobsdóttir urðu í öðru sæti. Í þriðja sæti urðu svo Guðný Guðjónsdóttir og Rosemary Shaw eftir spennandi baráttu.

Mótið heppnaðist mjög vel í alla staði, var vel spilað og skemmtilegt.

Efstu pör urðu eftirfarandi:

  1. Harpa Fold Ingólfsdóttir og María Haraldsdóttir Bender með 59,89% skor
  2. Ingibjörg Guðmundsdóttir og Sólveig Jakobsdóttir með 57,78% skor
  3. Guðný Guðjónsdóttir og Rosemary Shaw með 53,56% skor

Auk þess fengu aukaverðlaun fyrir sigur í einstökum lotum þær

Anna Guðlaug Níelsen og Helga Helena Sturlaugsdóttir

Ingibjörg Halldórsdóttir og Ólöf Thorarensen

Arngunnur Jónsdóttir og Alda Guðnadóttir

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar