LÍTILL MUNUR

laugardagur, 23. apríl 2022

Riðlakeppni Íslandsmótsins í bridge endaði með mjög litlum mun efstu sveita. Keppt var um fjögur efstu sætin og sveitirnar spila útsláttarkeppni á morgun til að úrskurða Íslandsmeistara.

Fjórar efstu sveitirnar voru Hótel Norðurljós (141,00), Grant Thornton (138,17), Málning (137,83) og núverandi Íslandsmeistarar J.E.Skjanni (137,66). Sveit InfoCapital þurfti að sætta sig við fimmta sætið með 137,13 stig.

Minni gat munurinn varla orðið. Sveit Birkis J. Jónssonar endaði í sjötta sæti með 129,31 stig. Tólf sveitir spiluðu í riðlakeppninni, sem spiluð var 21.-23. apríl í Versölum í Þorlákshöfn.

Spilarar í sveit Hótel Norðurljósa eru Hermann Friðriksson, Gunnlaugur Sævarsson, Karl. G. Karlsson, Kristján M. Gunnarsson og Hlynur Angantýsson.

Leikir í undanúrslitum og úrslitum verða sýndir beint á BBO-netinu (Bridgebase Online) sunnudaginn 24. apríl.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar