Íslandsmót kvenna í sveitakeppni - keppni hálfnuð

laugardagur, 9. apríl 2022

5 umferðum af 10 er lokið í Íslandsmóti kvenna í sveitakeppni. Staðan er eftirfarandi: 

1. Sveit Ljósbrár með 78,71 stig

2. Kaktus með 68,58 stig

3. Adessa 55,29 stig

4. Pálmatré ehf. 48,41 stig

Hefur sveit Ljósbrár haft talsverða yfirburði og skorað 15,74 stig að meðaltali í leik, en eina helst sveit Kaktus hefur staðið í þeim. Í fyrsta leik á morgun klukkan 10:00 spilar sveit Ljósbrár við Pálmatré ehf. en fyrirfram var búist við að sú sveit yrði í baráttu um efsta sætið. Verður spennandi að sjá hvort sigurganga Ljósbrár heldur áfram eða hvort Pálmatré koma sér í gang. 

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar