STYTTRI TROMPLEGA

mánudagur, 28. febrúar 2022

STYTTRI TROMPLEGA

 

Um síðustu helgi var spilað Íslandsmót í parakeppni í tvímenningi (karl og kona spila saman). Þar höfðu efsta sætið María Haraldsdóttir og Stefán Stefánsson sem fengu 56,38% skor. Dagbjört Hannesdóttir og Birkir Jón Jónsson höfnuðu í öðru sætinu með 55,44% skori. Um helgina var einnig haldið ársþing Bridgesambandsins. Þar var kosinn nýr forseti, Brynjar Níelsson sem tekur við af Jafeti Ólafssyni. Fyrir stuttu síðan, tók nýr framkvæmdstjóri til starfa, Matthías Imsland sem tók við af Ólöfu H. Þorsteinsdóttur. Þeim er óskað velfarnaðar í starfi. Vanalega þegar spilaður er trompsamningur, er notuð átta spila samlega eða meiri. Af og til er gott að spila á minni samlegu og 4-3 samlega er stundum góð, sérstaklega ef hún er sterk og og stöðvara í hliðarlit vantar alveg. Mjög gott er ef trompstyttingur er á stuttu höndina. Maríu og Stefáni er þetta fullljóst. Í þessu spili úr keppninni enduðu þau í fjórum spöðum í NS. Suður var gjafari og enginn á hættu:

 

Norður

KD43

103

KD2

10942

 

Vestur

G109

ÁKG4

953

Á53

 

Austur

765

D98762

108

87

 

Suður

Á82

5

ÁG764

KDG6

 

Tromp andstæðinganna „hegðaði“ sér vel og þau fengu 11 slagi í þessum samningi. Gáfu aðeins slagi á laufás og hjarta. Fyrir það þáðu þau 17 stig af 18 mögulegum. Aðeins eitt annað par í parakeppninni náði þessum samningi og fékk einnig 11 slagi. Tvö pör voru í fimm laufum á NS hendurnar og fengu ágætis skor fyrir það, tólf stig af átján mögulegum.

 

Ísak Örn Sigurðsson

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar