Ársþing

þriðjudagur, 1. febrúar 2022

Boðað er til ársþings Bridgesamband Íslands 20.febrúar klukkan 15.00 í húsnæði sambandsins Síðumúla 37. 

Á sambandsþingi skulu eftirtalin mál tekin fyrir:

  1. Þingsetning.
  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara, svo og 3ja manna kjörbréfanefndar.
  3. Kjörbréf þingfulltrúa athuguð og úrskurðuð.
  4. Kosning 3ja manna uppstillinganefndar og annarra nefnda ef þurfa þykir.
  5. Stjórn gefur skýrslu um starfsemi sambandsins frá síðasta þingi.
  6. Formenn fastanefnda gefa skýrslu um starfsemi nefndanna.
  7. Reikningar sambandsins lagðir fram með athugasemdum endurskoðenda til úrskurðar.
  8. Lagabreytingar.
  9. Kosning aðalstjórnar og varastjórnar samkvæmt 5. grein.
  10. Kosning löggilts endurskoðanda.
  11. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga sambandsins og tveggja til vara, sbr.
  12. Ákvörðun árgjalds.
  13. Önnur mál, sem löglega eru fram borin.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar