Sumarbridge: 30 pör mættu til leiks 4. júní!!

fimmtudagur, 5. júní 2008

Það var mikið fjör í Sumarbridge miðvikudaginn 4. júní. Þegar skráningu lauk, höfðu 30 pör skráð sig og var mikið af nýjum spilurum sem var sérstakt gleðiefni fyrir Íslensku bridge-hreyfinguna!

Það hefur sjaldan verið jafn gaman að detta inn í eitt kvöld í Sumarbridge því allir voru brosandi og ánægðir hvort sem að spilmennskan gekk upp eða ekki!

Bestum árangri náðu Inda Hrönn Björnsdóttir og Grímur Kristinsson með 62,1% skor. Hjámar Pálsson og Jörundur Þórðarson voru í 2. sæti með 61,7%

Önnur úrslit má sjá á heimasíðu Sumarbridge 2008 sem og bronsstiga stöðuna eftir 4. júní.

Heimasíða Sumarbridge 2008

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar