Landsleikur við Dani

sunnudagur, 1. júní 2008

Sjötta lotan í landskeppni Íslands og Danmerkur var Íslendingum í hag. Þeir unnu 19-11 og stórsigur 25-3. Lokastaðan í viðureigninni fór því 191-165 Íslendingum í hag.

       Ísland - Danmörk     Ísland - Danmörk
1.           19-11                      20-10
2.             5-25                       3 -25
3.            21-9                       10-20
4.            19-11                     19-11
5.            21-9                       10-20
6.            19-11                     25-3
Lokastaða: 191-165 fyrir Ísland. Góður dagur í bridge og handbolta :-)

Ísland-Danmörk


Íslenska landsliðið í Opnum flokki í bridge mun spila æfingaleik við frændþjóð sína Dani um næstu helgi.   Æfingaleikur þessi er lokaáfangi beggja þjóða í undirbúningi landsliða sinna fyrir Evrópumótið í  Opnum flokki í bridge, 2008, sem fram fer í Pau, Frakklandi dagana 14. – 29. júní.

Æfingaleikur Íslands og Danmerkur mun verða spilaður á Grand Hótel laugard. 31. maí og sunnud. 1. júní og eru áhugasamir hvattir til  að koma og fylgjast með.   Spilaðar verða 6 lotur, 3 á laugardag og 3 á sunnudag. Spilamennskan mun standa yfir frá kl. 11:00 til kl. 21:00 á laugardag og 10:30-20:30 á sunnudag. Sýnt verður frá viðureigninni á Bridgebase

Íslenska liðið stóð sig mjög vel á síðasta Evrópumóti og endaði í 7. sæti af 37 þátttökuþjóðum.   Danir hafa staðið mjög framarlega í bridge í áraraðir á alþjóðlegan mælikvarða.    Ljóst má vera að báðar þjóðir munu leggja sig fram um að enda í einu af 6 efstu sætunum á Evrópumótinu í Frakklandi, því 6 efstu þjóðirnar vinna sér rétt til þess að spila á Heimsmeistaramótinu í Bridge í Brasilíu á næsta ári.    Það má búast við spennandi leik á milli þessarra þjóða um helgina.

Íslenska liðið er skipað eftirtöldum spilurum:
Þorlákur Jónsson
Steinar Jónsson
Bjarni Einarsson
Aðalsteinn Jörgensen
Jón Baldursson
Sverrir Ármannsson
Björn Eysteinsson, er fyrirliði

Danska liðið er skipað eftirtöldum spilurum:
Gregers Bjarnarson
Jens Auken
Sören Christiansen
Michael Askgaard
Niels Kröjgaard
Sören A Christansen

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar