Rangæingar -- "Eins og góð dísilvél" - Jólamótið

laugardagur, 29. desember 2018

Úrslit í jólamóti Bridgefélags Rangæinga voru talsvert betri að en úrslitin hjá Arsenal í dag, að mati færustu sérfræðinga.

"Engar áhyggjur fóstri, ég er eins og góð dísilvél, kannski smá stund að hitna en svo er ég öflugur" sagði Þórður Sigurðsson við skrásetjara, þegar 3 umferðir voru búnar af 11 og við neðstir, eða næstneðstir.  "Svo er ég vanur að spila við skipstjóra, þarf að fara rétt að þeim.  Geta verið uppstökkir". 

Og mikið rétt, gamla dísilvélin reyndist öflug á lokasprettinum.    Annars var mótið óvenju jafnt og spennandi allan tímann en mótið vannst á lágu skori.    Efstir urðu skipstjórinn og rútubílstórinn knái með 56,1% skor.   Næstir í mark, með stigi minna og 55,9% skor, Bjorn og Pétur.  Þriðju inn komu svo Billi og Helgi með 55,9% skor.

Úrslit og spil má sjá hér 

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar