Rangæingar -- Björninn!!

miðvikudagur, 25. mars 2015

Sl. þriðjudagskvöld komu Rangæingar enn saman að Heimalandi og léku 3. umferð í Samverkstvímenningnum.   Til leiks mættu 14 pör og léku að vanda 28 spil með Monrad-fyrirkomulagi.

Björninn var þó ekki unninn þetta kvöld, því Björninn vann en naumlega þó.   Mjólkurbílstjórarnir enduðu með 58,3% skor.  Næstir inn urðu svo hetjurnar úr sveitakeppninni, Diddarnir Torfi og Diddi, með 57,7% skor og þriðja í mark kom svo hún Silla okkar með Eirík sinn bónda með sér, þau voru með 57,1% skor.

Skáldið hefur legið sárþjáð í flensu lungann úr árinu og því er ekki visa frá honum í þetta sinn.  Andinn hefur bara ekki komist að honum fyrir ólofti af hósta og iðrablæstri.   Skáldið kveðst þó á batavegi og lofar vísu í næstu viku.

Úrslitin og spilin má sjá hér og stöðuna í Samverkstvímenningnum að loknum þremur kvöldum af fimm hér

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar