62 pör spiluðu í jólamóti BR. Ragnar Magnússon og Steinar Jónsson tóku um miðbik mótsins og létu hana aldrei af hendi og unnu með glæsilegu skori eða 67,8%.
Jólamót Bridgefélags Hafnarfjarðar fór fram í dag að Hraunseli 3. Eftir að Björk Jónsdóttir og Jón Sigurbjörnsson höfðu leitt mótið frá upphafi þá tókst Hermanni Friðrikssyni og Daníel Má Sigurðsyni að hrifsa af þeim efsta sætið í lokaumferðinni.
Kvöldið fyrir Þorláksmessu lukum við Rangæingar við 5 kvölda Butler haustins, með því að leika síðustu umferðina og sameinuðum hana árlegum jólabarómeter okkar, með verðlaunum sem sérstaklega var ætlað að passa vel með Þorláksmessu skötunni.
Jólamót félagsins fer fram þann 27.12.2015 og hefst klukkan 13. Spilað verður í Hraunseli. Sjá auglýsingu hér.
Síðara kvöldið í Jólatvímenning Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld. Júlíus Snorrason og Eiður Mar Júlíusson sigruðu örugglega með níu prósenta mun þegar prósentuskor beggja kvölda var lagt saman.
Brynjólfur Gestsson er einmenningsmeistari þetta árið, að vísu fékk hann smá aðstoð hjá reikninmeistaranum seinna kvöldið. Þetta var síðasta mót félagsins á þessu ári, hefst nýtt spilaár með HSK móti í tvímenningi sem spilaður verður fimmtudaginn 7.janúar.
Enn áttum við Rangæingar erindi á Heimaland til að setjast að spilum. Í þetta sinn til að leika 4. umferð af 5 í Butlertvímenningi félagsins.
Þovaldur Pálmason og Jóhann Stefánsson sigruðu í jólasveinatvímenningi BR eftir harða baráttu við Guðjón Sigurjónsson og Berg Reynisson. Rúnar Einarsson og Skúli Skúlason urðu í 3ja sæti.
Aðalsveitakeppni félagsins heldur áfram í kvöld. Þetta er síðasta spilakvöldið fyrir hátíðarnar. Sjáumst vonandi sem flest á Jólamóti félagsins þann 27 desember.
Fyrra kvöldið af tveimur í JÓLATVÍMENNINGI Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld. Benedikt Bjarnason og Tómas Þorsteinsson urðu efstir með 59,8% skor.
Eftir eitt kvöld af tveimur er Gunnar efstur í jólaeinmenning félagsins. Mótinu líkur næsta fimmtudag sem er jafnframt síðasta spilakvöld félagsins á þessu ári.
Sl. þriðjudagskvöld komum við Rangæingar saman að vanda, nú til að leika 3. umferð í BUTLer-tvímenningi félagsins. Spilakvöldið byrjaði að vísu á klukkustundarlangri kvöldvöku að gömlu Eyfellskum sið, þar sem fók sat við kertaljós í eldhúsi félagsheimilsins og sagði hvort öðru sögur.
Sigur Guðjóns Sigurjónssonar og Stefán G. Stefánsonar var aldrei í hættu en Jón Baldursson og Sigurbjörn Haraldsson voru þó ekki svo langt undan. Í þriðja sæti urðu Aðalsteinn Jörgensen og Birkir Jónsson.
Ingi S. Ingason og aðstoðarmenn hans stóðu uppi sem sigurvegarar í aðaltvímenningi félagsins. Taldi hann sigurinn það öruggann fyrir síðasta kvöldið að hann lét aðstoðarmönnunum eftir að spila síðasta kvöldið, en þeir eru Helgi Hermannsson og Brynjólfur Gestsson.
Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs lauk í gærkvöldi en þá var spiluð ellefta og síðasta umferðin. Sveit Péturs Gíslasonar hafði þegar tryggt sér sigurinn en Bingi og feðgarnir náðu þriðja sætinu af Bergsteini með sigri í síðustu umferðinni á meðan Bergsteinn tapaði stórt fyrir Pétri.
Reykjavíkurmótið í sveitakeppni 2016. Ákveðið hefur verið að breyta fyrirkomulagi Reykjavíkurmótsins í sveitakeppni á næsta ári. Stjórn BR gerð óformlega skoðanakönnun á spilakvöldi fyrir nokkru síðan og niðurstöðurnar voru afgerandi.
Ekki er spilað í kvöld, 3.des í bridgefélagi nýliða, en lokakvöldið verður 10. des.
Sl. þriðjudag lékum við Rangæingar 2. umferð í 5 kvölda BUTLER-tvímenningi félagsins. Þrátt fyrir storm, snóbyl og eflaust stórsjó, mættu 13 pör til leiks.
Spilaður er næstu fjögur kvöld butler tvímenningur.
Um árabil höfum við Rangæingar att kappi við Hrunamenn einu sinni á ári. Framan af skiptust liðin á að fagna sigri en frá árinu 2008 hafa Hrunamenn mátt lúta í gras og bikarinn átt sinn fasta samastað á Heimalandi, heimavelli okkar Rangæinga.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar