Páskamót BH 2013: Bjarni og Aðalsteinn sigurvegarar!

föstudagur, 29. mars 2013

Bjarni Einarsson og Aðalsteinn Jörgensen skutust á toppinn á réttu augnabliki og tryggðu sér sigur í árlegu Páskamóti BH 2013,

Þeir enduðu með 57,6%. Í 2. sæti voru Magnús Eiður Magnússon og Sigurjón Helgi Björnsson með 56,5%. Þeir fóru í fyrsta skipti á toppinn í næst-síðustu umferð og virtust vera með hárrétta tímasetningu en réðu svo ekki við Aðalstein og Bjarna.

Það var mikil barátta um 3. sætið og munaði eingöngu 3 stigum á 3. og 6. sætinu.  Jón Ingþórsson og Hlynur Angantýsson enduðu í 3ja sæti.

Öll úrslit og spil

Næsta keppni BH er 2ja kvölda Hraðsveitakeppni sem byrjar mánudaginn 8. apríl .  Allir spilarar eru velkomnir og vert er að taka fram að reiknaður verður út Butler. 

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar