Minnum á að skráning í Reykjavíkurmótið í sveitakeppni er hafin á br@bridge.is og bridge@bridge.is. Einnig má hringja í BSÍ s: 587-9360. Reykjavík á 13 sveitir.
Eitt par var að forfallast, eitt sæti laust. Fyrstur kemur fyrstur fær.
Laugardaginn 29. desember héldu Rangæingar sitt árlega jólamót á í golfskálanum á Strönd. Til leiks mættu 18 pör. Þeir Garðar Garðarsson og Gunnar Þórðarson tóku strax forystu og héldu henni allt til loka.
Íslandsbankamót B.A. 2012 var haldið á Hótel KEA þann 29.desember. Mótið var fámennara en venjulega því spilarar úr nágrannabyggðum treystu sér ekki vegna veðurútlits en verulega skemmilegt var það samt.
Jólamót BR - Minningarmót Jóns Ásbjörnssonar Í ár verður mótið minningarmót um látinn félaga, Jón Ásbjörnsson, sem stóð framarlega í bridge á Íslandi í mörg ár.
Laugardaginn 29. desember heldur Bridgefélag Rangæinga sitt árlega jólamót. Mótið hefst kl. 12,00 og spilað verður í golfskálanum á Strönd, mitt á milli Hellu og Hvolsvallar.
Spil og staða
Jóla einmenningnum lauk fimmtudagskvöldið 20. des og sigraði Kristján Már, fékk hann að sigurlaunum veglegt hangilæri frá Krás. Næstur á eftir honum var Guðmundur Þór.
Meðal styrktaraðila Bros ehf Opin kerfi KFC Björgunarsveitin Kyndill Molfellsbæ Muna að skrá sig tímalega
Í kvöld var spilaður bráðskemmtilegur Jólatvímenningur hjá Bridgefélagi Kópavogs og mættu 23 pör til leiks. Mörg bráðskemmtileg spil og skemmtileg tilþrif litu dagsins ljós og endaði ballið með því að Gísli Tryggvason og Leifur Kristjánsson stóðu uppi sem sigurvegar með 62,4% skor og þáðu rauð verðlaun fyrir.
Sigrún Þorvarðardóttir og Svala Pálsdóttir unnu Alheimstvímenninginn á síðasta spilakvöldi Miðvikudagsklúbbsins 2012. Þær enduðu með 62,5%. Í öðru sæti voru Sigurjón Karlsson og Baldur Bjartmarsson með 60,3%.
Þriðjudaginn 18. desember var spilaður jólabarómeter, sk. Landsbankabarómeter en Landsbankinn styrkti mótið. Skemmst er frá að segja að preskakallarnir, þeir Halldór og Kristján, tóku andstæðinga sína til léttra bæna.
Þeir sem náðu besta kvöldskori voru þeir Pétur Guðjónsson og Stefán Ragnarsson með 63,0% og hnepptu því stærsta hangikjötsbitann frá KEA þetta árið.
Valgarð Blöndal kom á klakann og vann fyrsta mótið sem hann mætti á hjá BR ásamt Vali Sigurðssyni.
í kvöld verður spilaður eins kvölds tvímenningur í BR. Flottir aukavinningar dregnir út. Allir sem spila með jólasveinahúfu eiga möguleika á útdráttarverðlaunum.
Allir velkomnir, Jólaöl og pipakökur á boðstólnum Einnig skemmtilegir aukarvinningar, Fyrsta slemman, mest niður fyrsti staðin doblaði stubbur, Nóg af RAUÐVÍNI í verðlaun nema menn óska fríkvöld í staðin.
Nú er verið að spila jólaeinmenning á Selfossi með þáttöku 18 spilara. Efstur eftir fyrra kvöldið er Anton Hartmannsson með nokkuð góða forystu. Mótinu líkur næstkomandi fimmtudag.
Í gærkvöldi var spilaður eins kvölds tvímenningur hjá Bridgefélagi Kópavogs. Spilað var á níu boroðum og sigruðu þeir Jón Steinar Ingólfsson og Guðlaugur Bessason með tæplega 61% skor.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar