Jens og Jón Steinar sigruðu síðustu keppni BK

fimmtudagur, 5. maí 2011

Síðasta keppni vetrarins hjá Bridgefélagi Kópavogs var tveggja kvölda Monrad-tvímenningur sem lauk í gærkvöldi. Þórður Jörundsson og Jörundur Þórðarson náðu besta skori kvöldsins, 59,4% en sigurvegarar samanlagt urðu Jón Steinar Ingólfsson og Jens Jensson með 117,2 stig sem er samanlögð prósentuskor kvöldanna tveggja. Öll úrslit á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs. 

Þetta var síðasta spilakvöld vetrarins en aðalfundur+létt spilamennska verður auglýst fljótlega.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar