Bridgefélag Rangæinga (23)

fimmtudagur, 4. nóvember 2010

Fyrsta alvöru mót vetrar átti sér stað síðasta þriðjudagskvöld.  Barómeter með verðlaunum sem hægt er að drekka, fyrir þá sem aldur hafa til.  Þegar búið var að spila öll spil nema tvö síðustu höfðu Torfi og Siggi örugga forustu en á lokasprettinum sagði reynslan til sín og tóku Ólafur og Svavar til sinna ráða og lönduðu glæsilegum sigri þar sem meistarar fyrri ára gát ekki rönd við reyst og voru sem sitjandi endur (e. "sitting dugs").  Svo skemmtilega vildi til að nýliðarnir okkar unnu til verðlauna en þar sem þeir eru undir vissum aldri fengu þeir glæsileg peningaverðlaun í stað mjaðar. Nánari úrslit hér.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar