Úrslit í Kópavogi

föstudagur, 26. febrúar 2010

Fimmtudaginn 25. febrúar var spilaður eins kvölda tvímenningur hjá bridgefélagi Kópavogs.

Fjórtán pör mættu til leiks og fóru leikar þannig.

 

1.       Sigurður Sigurjónsson-Ragnar Björnsson                            192 stig

2.       Loftur Pétursson-Jón St Ingólfsson                                        191 stig

3.       Guðlaugur Bessason-Sverrir Þórisson                                   191 stig

4.       Heimir Þór Tryggvason-Árni Már Björnsson                       182 stig

5.       Baldur Bjartmarsson-Sigurjón Karlsson                                182 stig

 

Fimmtudaginn 4. mars hefst fjögurra kvölda hraðsveitarkeppni. Við hvetjum alla áhugasama spilara til að mæta.

Stökum pörum verður hjálpað til að mynda sveitir svo það er ekkert því til fyrirstöðu að mæta næstkomandi fimmtudag.

Spilamennska hefst klukkan 19.00 og er spilað í félagsheimilinu Gjábakka í Kópavogi.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar