KEA-Hótel mótið

laugardagur, 3. janúar 2009

Bridgefélag Akureyrar hefur staðið fyrir opnu tvímenningsmóti milli jóla og nýjárs um langt árabil þar sem spilarar af Norðurlandi hafa reynt að vinna sér inn flugelda. Í þetta sinn mættu 30 pör til leiks og gaman er að sjá hvað þetta mót er vinsælt á þessu svæði. Sjaldan eða aldrei hefur baráttan á toppnum verið eins jöfn en mótið vannst með einu stigi og aðeins voru 8 stig í 3.sætið. Það voru 5 efstu pörin sem fengu flugeldavinninga ásamt aukaverðlaunum.

1. Páll Þórsson - Pétur Gíslason 58,8%

2. Pétur Guðjónsson - Jónas Róbertsson 58,7%

3. Reynir Helgason - Frímann Stefánsson 58,2%

4. Þórólfur Jónasson - Stefán Jónsson 56,0%

5. Gylfi Pálsson - Helgi Steinsson 55,8%

Öll spil og heildarstaðan hér

Starfið eftir áramót hefst á eins kvölds Nýjárstvímenningi og svo hefst Akureyrarmótið í sveitakeppni 13.janúar. Ennfremur styttis í Svæðamót N-E í sveitakeppni sem er 17.-18.janúar.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar