Halldórsmót B.A.

þriðjudagur, 6. mars 2007
Nýtt mót hafið
Hið árlega Halldórsmót er hafið hjá B.A.  en það er Board-a-Match sveitakeppni sem hjá okkur er nokkurs konar blanda af tvímenningi og sveitakeppi. Hægt er að fá allt að 18 stig fyrir hvorn hluta eða alls 36 í hverjum leik. Fyrsta kvöldið voru spilaðar 3 umferðir og hart var barist en sveit formannsins trónir á toppnum. Með honum leika Hermann Huijbens, Grétar Örlygsson og Haukur Harðarson.
1. Sv. Stefáns Vilhjálmssonar 67
2. Sv. Sparisjóðs Norðlendinga 64
3. Sv. Gylfa Pálssonar 55
Sunnudaginn 4.mars sýndi keppnisstjórinn að honum er fleira til lista lagt en skorinort stjórnun:
1. Víðir Jónsson - Stefán Sveinbjörnsson +16
2. Gunnar Berg - Kolbrún Guðveigsdóttir +12
3. Sigurður Erlingsson - Reynir Helgason +4

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar