Stjórnarfundur 11.mars

mánudagur, 23. mars 2020
Fundargerð stjórnarfundar Bridgesambands Íslands                             

Mætt eru Jafet,  Gunnar Björn, Ingimundur, Sigurður Páll og Pétur

  • 1. Fundargerð síðasta fundar. Jafet setti fundinn.Fundargerð síðasta fundar var send út og er á vefnum.

  • 2. Corona. Farið yfir stöðuna, sprittið, handþvottinn og annað. Ákveðið að fresta mótum næstu 2 helgar. Ákvörðun um önnur mót í apríl og maí tekin í lok mars mánaðar. Húsnæði Bridgesambandsins lokað fyrir spilamennsku, en skrifstofan opin eftir þörfum

  • 3. Evrópumótið. Mikil umræða hefur átt sér stað um Evrópumótið og þá hvort það verður haldið á réttum tíma eður ei. Búið að aflýsa stjórnarfundi í Evrópska Bridgesambandinu og verður SKYPE fundur í staðinn fyrstu vikuna í apríl. Ákvörðun um mótið verður tekin fyrir 15. Apríl. Áformað að tilkynna val á landliðinu í Opna flokknum 20. Mars og yrir kvennalandsliðið fyrir 10. Apríl.

  • 4. Fundur 17.mars. Ákveðið að fresta honum ekki að svo komnu máli, staðan tekin þegar nær dregur.

  • 5. Fundi slitið kl. 18.20

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar