Stjórnarfundur 12.sept. 2018

mánudagur, 17. september 2018

Fundargerð stjórnarfundar Bridgesambands Íslands 12. september , 2018

Mætt: Jafet, Ólöf, Ingimundur, Ingibjörg og Anna Guðlaug,. Guðný, Birkir Jón og Árni Már og boðuðu forföll.

•1.      Fundargerð síðasta fundar, samþykkt

•2.      Starfsemi í vetur - auglýsingar í fjölmiðlum , Jafet kynnti málið, starfsemi með hefbundnum hætti, allar upplýsingar á bridge.is. Samþykkt að birta tvær hálfsíðu auglýsingar í Mbl og Fréttablaðinu í kringum 25. September.

•3.      Landsliðsmál - kvennalið, senioraflokkurinn opni flokkurinn, Jafet hefur rætt við alla þjálfara liðanna- eftir Evrópumótið í Ostende og hvaða lærdóm má draga af því. Anton er tilbúinn að halda áfram með opna flokkinn og var samþykkt að gera samning við hann sem væri fram yfir Evrópumót 2020. Fyrsta mál er að mynda landsliðshóp æfingar verða fyrst í stað mest á netinu. Jafet mun ræða við Guðmund Pál að taka að sér þjálfun kvennaliðsins.

•4.      Endurbætur á húsnæði og innanstokksmunum í Síðumúlanum. Búið er að pússa og lakka helming af bridgeborðum, samþykkt að kaupa 12 nýborð fellanleg með skrínum. Samþykkt að endurnýja gluggakistur fara yfir klósett og ef nauðsyn krefur að endurnýja karlaklósettið alveg. Beðið eftir tillögu um endurnýjun á eldhúsi

•5.      EBL skýrsla forseta, Jafet greindi frá aðalfundi EBL í júní mikil endurnýjun í stjórn, nýr forseti, Jafet var endurkjörinn í stjórn. Gripið hefur verið til sparnaðar ráðstafana hjá EBL útgjöld lækkuð um 150.000 . Jafet dreifði bréfi nýs forseta um framkvæmd mála

•6.      Reykjavík bridgefestival,  Hátíðin verður í Hörpu um mánaðarmótinu janúar/febrúar, undirbúningur hafinn, stefnt að því að ná í 90 sveitir. Samþykkt að leita til menntamálaráðherra að setja mótið og fá RÚV til að vera með beina útsendingu frá setningu mótsins.

•7.      EBL Parakeppni í Lissabon, Sambandinu býst að senda 2-3 pör bæði í tvímenning og sveitakeppni á fyrsta paramótið á vegum EBL sem haldið verður í Lissabon dagana  22-28. Febrúar. Samþykkt að auglýsa eftir áhugasömum pörum, sambandið greiðir keppnisgjöld og minnst 200.000 í ferða og hótelkostnað. Tilkynning verður sett inn á heimasíðuna, umsóknar frestur verður til 10. Nóvember.

•8.      Keppnisstjóra námskeið, EBL mun standa fyrir  keppnisstjóra námskeiði í nóvember, samþykkt að senda tvo á námskeiðið, Jafet og Ólöf munu leita eftir áhugasömum.

•9.      Ársþing, ársþing Bridgesambandsins verður haldið í Síðumúlanum 21. Október, Ólöf mun sjá um að kára ársreikning og Jafet mun taka saman skýrslu stjórnar og senda stjórnarmönnum til yfirlestrar.  Jafet mun einnig sjá um tillögu að nýrri stjórn, hann tilkynnti að hann myndi bjóða sig fram til áframhaldandi setu í stól forseta.

•10.   Önnur mál;   Minnt var á Norðurljósamótið á Siglufirði stefnir í góða þátttöku. Ingimundi voru þökkuð góð jarðarber og úrvals marenskaka. Rætt um dagsetningu stjórnarfunda en sumir eiga erfitt að koma á miðvikudögum, þriðjudagar koma einna helst til greina og þá kl. 17.30. Fleira ekki gert fundi slitið kl. 18.10.

Næsti stjórnarfundur væntanlega þriðjudaginn 16. október kl. 17.30

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar