15. janúar 2003

miðvikudagur, 15. janúar 2003

Stjórnarfundur 15. janúar 2003

Mættir á fundinn: Jón Sigurbjörnsson, Anton Haraldsson, Birkir Jónsson, Ísak Örn Sigurðsson, Matthías Þorvaldsson, Kristján Már Gunnarsson, Elín Jóhannsdóttir og Stefanía Skarphéðinsdóttir.

1. Skýrsla forseta

Forseti lagði fram stefnumótun fyrir árið 2002-2003 þar sem höfuðáherlsa er lögð á fræðsumál. Einnig talaði hann um að ljúka við rekstraráætum fyrir næsta ár strax í vor svo haustið nýttist betur.

2. Skýrsla framkvæmdastjóra

a) Á Bridgehátíð eru væntanlegar fjórar sterkar sveitir:
Boðssveitir:
1) Zia Mahmood, Fallenius, Brogeland, Welland.
2) Fredin, Lindquist, Nyström, Bertheau.
Á eigin vegum:
3) Jason Hackett, Justin Hackett, Helgemo, De Botton.
4) Lars Blakset, Knut Blakset, Sören Christensen, Peter Hecht Johansen.

Rætt var um töflusýningar á Bridgehátíð og voru allir sammála um að Bridgehátið mundi setja heilmikið niður ef þeim yrði sleppt. Stefnt er að því að hafa svæðið fyrir framan spilasalina reyklausa.
b) Unnið er í því að fá öll tilskilin leyfi fyrir húsnæði Bridgesambandsins og starfsemi þess, en þetta tekur allt sinn tíma.
c) Bikarkeppni Norðurlandanna verður í Rottneros, Noregi 9.-11. maí nk.
d) Landsliðum er boðið að taka þátt í 1st SWAN National Team Tournament 9.feb. sem spiluð er á netinu. Guðmundur Páll kannar áhugann.

3. Styrkveitingar

Tillaga lögð fram um reglur til greiðslu keppnisgjalda á EM í Menton 2003. Hámarksupphæð kr. 300.000, árangurstengt (sjá nánar) .
Tillagan var samþykkt. Um styrki á önnur mót þarf að sækja um sérstaklega.

4. Siðareglur.

Kynntar voru nýjar siða- og hegðunarreglur B.R. og fengu þær fjörlegar umræður.
Vísað til laga- og keppnisreglunefndar. Fundarmenn voru almennt hlynntir því að hægt væri að hafa þær til viðmiðunar, en annars ættu reglur Bridgesambandsins að gilda..

5. Fræðslumál.

Ljósbrá Baldursdóttir skipuleggur fræðsluátak á vorönninni. Haldin verða tvö bridgenámskeið annað fyrir 13-15 ára og hitt fyrir framhaldsskólanemendur. Fengnir verða nokkrir grunnskólar til samstarfs í kennslu minibridge og haldin námskeið fyrir kennara til að fjölga leiðbeinendum í minibridge.

6. Önnur mál

a) Rætt var um nauðsyn þess að selja auglýsingar á spil og að fá "sponsor" fyrir Íslandsmótið í sveitakeppni.
b) Rætt um hvort ekki mætti setja kennsluefni á netið.
c) Félagakerfið var gagnrýnt vegna þess að inn í það vantaði Monrad og var ákveðið að kanna hvort hægt væri að bæta því við..
d) Umsókn frá Bridsfélagi SÁÁ um aðild að BSÍ á ný, samþykkt samhljóða.
e) Nauðsyn þess að ná eldri borgurum inn í BSÍ var líka til umfjöllunar og að mögulegt væri að hafa lægri félagsgjöld til bridgefélaga eldri borgara. Jón kannar málið.

Næsti fundur ákveðinn 05.02.2003 kl. 17,15

Feira ekki rættt. Fundi slitið kl. 19,10.



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar