5. desember 2001

miðvikudagur, 5. desember 2001

Stjórnarfundur 05. desember 2001

Mættir á fundinn: Guðmundur Ágústsson, Birkir Jónsson, Anton Haraldsson, Sigtryggur Sigurðsson, Ólafur Steinason, Kristján Örn Kristjánsson, Elín Jóhannsdóttir og Stefanía Skarphéðinsdóttir.

1. Síðumúli 37.

a) 5 verktakafyrirtæki voru valin og boðið að taka þátt í lokuðu útboði vegna framkvæmdanna. Aðeins tvö fyrirtæki skiluðu inn tilboðum:
1) Bjargtak kr. 10.547.113,00 m/vsk
2) Baldur Jónsson kr. 7.024.589,00 m/vsk
- - frávikstilboð kr. 6.797.735,00 m/vsk

Kostnaðaráætlun útboðs kr. 7.800.000,00 m/vsk
Heildarkostnaðaráætlun vegna breytinganna kr. 13.500.000,00 m/vsk

Samþykkt að ganga að frávikstilboði Baldurs Jónssonar.

b) Raflagnir og önnur verk sem ekki voru í útboðinu.
Bygginganefnd veitt heimild til að ganga frá samningum.

c) Vinna arkitekts skv. vinnuskýrslum varð 78,4 tímar umfram áætlun. Farið er fram á greiðslu á 60 tímum, þar sem um viðbótarverkefni var að ræða.
Anton var mjög ósáttur við þessa hækkun og taldi sig hafa verið að samþykkja tilboð frá arkitektum í september en ekki kostnaðaráætlun. Brýnt var fyrir
byggingarnefnd að láta stjórnina vita ef meiriháttar kostnaðarbreytingar verða við framkvæmdir.

2. Landsliðsmál.

Guðmundur skýrði frá fundi með landsliðsþjálfurum.
Guðmundur Páll Arnarson verður einvaldur og þjálfari opna flokksins.
Haukur Ingason hefur tekið að sér að þjálfa kvennalandsliðið og vera þar
einvaldur og Anton Haraldsson verður áfram með yngri flokkinn.
Fyrirliggjandi samningsdrög vegna opna flokksins samþykkt.

3. Íslandsmót.

Anton lagði til að öll mót á vegum BSÍ sem komast fyrir í Síðumúlanum yrðu haldin þar. Sagði hann að tillögur myndu koma fram um breytingar á
undanúrslitum í Íslandsmótinu í tvímenningi.
Fjörlegar umræðu voru um hvort ekki væri hægt að fá inni í t.d. menntaskólum fyrir stóru mótin.
Stjórnin samþykkir tillöguna.

4. Önnur mál.

a) Tölvupóstur frá Sveinbirni Eyjólfssyni um stefnumótun o.fl. í sambandi við fræðslumál, ræddur.
b) Samþykkt að Guðmundur Páll Arnarson verði með 3 fræðslukvöld fyrir konur.
Kvennalandsliðsnefndinni, sem starfað hefur undanfarið ár, þökkuð vel unnin störf. Stjórnin vonast til að njóta krafta þeirra áfram.
c) Ferðakostnaður stjórnarmanna á fundi.
Guðmundi falið að útbúa reglur þarum.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 19.00



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar