29. október 2001

mánudagur, 29. október 2001

Stjórnarfundur 29. október 2001

Mættir á fundinn: : Guðmundur Ágústsson, Ólafur Steinason, Anton Haraldsson, Sigtryggur Sigurðsson, Birkir Jónsson, Kristján Örn Kristjánsson, Elín Jóhannsdóttir, Erla Sigurjónsdóttir, Matthías Þorvaldsson, Ísak Örn Sigurðsson og Stefanía Skarphéðinsdóttir.

1. Skýrsla framkvæmdastjóra.

Vegna anna er fjárhagsáætlun ekki tilbúin og verður að bíða næsta fundar.

Landstvímenningurinn 16.nóvember verður haldinn í samstarfi við Breska Bridgesambandið.

Vinnu við heimasíðuna er að ljúka, á eftir að tengja spjallþráðinn. Gott væri að fá fleiri pistlahöfunda.

Samþykkt að spila úrslit í tvímenningnum í sal TR í Faxafeni, en ef hægt verður að útvega styrktaraðila flyst mótið á Loftleiðir.

Ákveðið að halda stjórnarfundi héreftir annan miðvikudag í hverjum mánuði kl. 17.30.

2. Verkaskipting stjórnar.

Varaforseti Ólafur Steinason
Ritari Ísak Örn Sigurðsson
Gjaldkeri Erla Sigurjónsdóttir
Framkvæmdanefnd:
Guðmundur Ágústsson
Ólafur Steinason
Anton Haraldsson

3. Skipun fastanefnda.

Mótanefnd:
Ólafur Steinason, formaður
Ísak Örn Sigurðsson
Runólfur Jónsson
Til vara:
Anton Haraldsson
Ljósbrá Baldursdóttir
Brynjólfur Gestsson

Meistarastiganefnd:
Erla Sigurjónsdóttir, formaður
Birkir Jónsson
Sverrir Ármannsson

Laga- og keppnisreglunefnd:
Anton Haraldsson, formaður
Sveinn Rúnar Eiríksson
Jón Sigurbjörnsson
Pétur Guðjónsson
Kristján Kristjánsson

Minningarsjóður Alfreðs Alfreðssonar:
Einar Jónsson, formaður
Guðmundur Ágústsson
Stefanía Skarphéðinsdóttir

4. Síðumúli 37.

Bygginganefnd (Stefanía og Sigtryggur) gaf skýrslu um störf nefndarinnar.
Umræða og skiptar skoðanir um hvort leyfa eigi reykingar í húsinu eða ekki. Samþykkt að ræða stækkun fyrirhugaðs reykingaklefa við arkitektinn, einnig að athuga hvort hægt sé að stækka pall á neyðarútgangi.
Einnig rætt um tilhögun veitingasölu, hvort sjálfsalar verði teknir inn eða hvort hægt verði að reka veitingagsölu með svipuðu sniði og hingað til. Engin ákvörðun tekin.

Fundi slitið kl. 18:45



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar