12. júní 2001

þriðjudagur, 12. júní 2001

Stjórnarfundur BSÍ 12. júní 2001

Mættir á fundinn: Guðmundur Ágústsson, Ísak Örn Sigurðsson, Ljósbrá Baldursdóttir, Sigtryggur Sigurðsson, Erla Sigurjónsdóttir og Stefanía Skarphéðinsdóttir

1. Skýrsla framkvæmdastjóra

Flutningar úr Þönglabakkanum gengu vel. Húsgögn og aðrir munir eru í geymslu
á 2 stöðum, í bílskúr í Hafnarfirði og í kjallageymslu í Mjóddinni.
Verið er að ganga frá samningum um Bridgehátíð 2002, á svipuðum nótum og
undanfarin ár.
Í undirbúningi er að stofna Norrænt Bridgeforlag. BSÍ, Færeyjum og Finnlandi
verður boðið að gerast hluthafi þegar Danmörk, Noregur og Svíþjóð hafa samið
sín á milli. Beðið er eftir nánari upplýsingum.


2. Húsnæðismál.

Guðmundur sagði frá 3 húseignum sem eru til skoðunar; í Tranavogi, við
Stórhöfða og Síðumúla 37. Stjórnarmenn skoða hið síðastnefnda eftir fundinn. Á
2 fyrstnefndu húseignunum hvílir vsk-kvöð en ekki á Síðumúlanum.


3. Sumarbridge

Lagt fram bréf frá Matthíasi Þorvaldssyni, þar sem hann kvartar yfir að ekkert
útboð á sumarbridge hefði farið fram, en þess í stað gengið til samninga við Svein
Rúnar.
Á síðasta stjórnarfundi var ákveðið að vegna óvissu í húsnæðismálum væri ekki
hægt að hafa útboð eins og venjulega og framkvæmdastjóra falið að finna
rekstraraðila. Guðmundur og Stefanía svara bréfinu.


4. Íslandsmót til Siglufjarðar.

Bf. Siglufjarðar óskar eftir að halda Íslandsmót á næsta keppnistímabili.
Mótanefnd falið að afgreiða málið. Stjórnin er jákvæð og finnst
paratvímenningurinn hentugastur.

Fundi slitið kl. 18.45



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar