14. mars 2001

miðvikudagur, 14. mars 2001

Stjórnarfundur BSÍ 14. mars 2001

Mættir á fundinn: Guðmundur, Stefanía, Sigtryggur, Anton, Erla, Ljósbrá og Elín.

1. Skýrsla framkvæmdastjóra.

a. Tap á Bridshátið ca 1. milljón. orsakir: fleiri gestir en vanalega og mikil hækkun dollara (verðlaun) og auglýsingatekjur hafa minnkað mjög mikið. Athuga á næsta fundi hækkun gjaldskrár og athuga þá hækkun gjalda á Bridshátíð líka (20%?)
b. MasterCard ætlar áfram að vera styrktaraðili Íslandsmótins í sveitakeppni - MasterCard-mótið.
c. Meistaranefnd þarf að fara að hittast og fara yfir stigagjöf. T.d. er stigagjöf vegna tvímennings á Bridshátið sú sama með 130 pörum og þegar voru 32.
d. Í okt. nk. eru 10 ár síðan Íslendingar urðu heimsmeistarar. Forseta og framkvæmdastj. falið að skipa 3ja manna undirbúningsnefnd sem skipuleggi mót í tilefni afmælisins.
e. Landsliðinu er boðið á Bonn-cup 23.-24. maí.
f. Evrópska bridssambandið hefur gert samning við e-bridge sem verða aðalstyrktaraðilar að Evrópumótum á árinu.

2. Húsnæðismál.

Forseti skýrði frá stöðu í húsnæðismálum og fékk leyfi til að gefa Frelsinu takmarkaðan tímafrest til að standa við kauptilboð. Tveir aðrir aðilar hafa áhuga og mun forseti gefa Eignarmiðlun söluumboð í 1 viku til að kanna áhuga annars aðilans.

3. Landsliðsmál.

Guðmundur Páll er búinn að velja 3 pör í landsliðið. Þau eru: Þorlákur Jónsson - Matthías Þorvaldsson, Magnús Eiður Magnússon - Þröstur Ingimarsson og Jón Baldursson - Karl Sigurhjartarson sem koma inn í staðinn fyrir Aðalstein og Sverri, en Aðalsteinn baðst undan vegna persónulegra aðstæðna.
Kvennanefndin er búin að skrifa yfir 50 konum bréf og boða þær á kynningafund 26. mars n.k.
Anton tilkynnti að landslið unglinga væri í góðum gír.
Ljósbrá tók til máls undir þessum lið og vildi breyta áherslum og forgangsröðun á verkefnum BSÍ og ráða fræðslu og kynningafulltrúa sem fyrst. Ákveðið var að taka þetta fyrir á næsta fundi.

4. Mótanefnd - undanþágur.

Mótanefnd lagði fram tillögur að breytingu dagsetningar á Íslandsmóti í tvímenning og verður það lagt fyrir til samþykktar á næsta fundi. Kynntar nýjar vinnureglur sem nefndin samþykkti nýlega og afgreiðslur undanþágubeiðna skv. nýju reglunum.

5. Önnur mál.

Engin



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar