12. janúar 2000

miðvikudagur, 12. janúar 2000

Stjórnarfundur BSÍ 12. janúar 2000

Mættir á fundinn: Guðmundur Ágústsson, Þorlákur Jónsson, Ljósbrá Baldursdóttir, Erla Sigurjónsdóttir, Ólafur Steinason, Anton Haraldsson, Sigtryggur Sigurðsson, Ísak Örn Sigurðsson, Sveinbjörn Eyjólfsson og Stefanía Skarphéðinsdóttir.

1. Skýrsla framkvæmdastjóra.

Þórður Sigfússon hefur í nokkur tíma unnið að söfnun bridgesögunnar á Íslandi og eru bækurnar alls orðnar 20. Þrjár síðustu bækur sem Þórður hefur tekið saman skoðaðar og fékk hann mikið hrós fyrir. Útlit er fyrir góða þátttöku frá Íslandi á Evrópumót para á Ítalíu í mars nk. Evrópumót yngri spilara 2000 verður haldið í Tyrklandi 6.-16.júlí nk. Reynt verður að ferðast með t.d. Dönum til að ná kostnaði niður. Á vegum EBL verður haldið kvennamót í Prag í endaðan maí.

2. Bridgehátíð 2000.

Gestir að þessu sinni verða:
Georg Mittelman-John Carruthers/ Kanada
Ralph Katz-Howard Weinstein/ USA
Lars Anderson-Peter Fredin/ Svíþjóð
Tommy Gullberg-Magnus Lindqvist/ Svíþjóð

3. Landsliðsmál.
Opinn flokkur.

Guðmundur gerði grein fyrir viðræðum sem hann og Stefanía hafa átt við Guðmund Pál Arnarson. Lagðar fram tillögur GPA að undirbúningi og kostnaðaráætlun. Samþykkt að ráða GPA landsliðseinvald í opnum flokki fram yfir EM 2001. Framkvæmdanefnd og - stjóra falið að ganga frá samningi við Guðmund Pál. Mikill kostnaður er fyrirsjáanlegur á árinu vegna landsliða (EM yngri spilara, NM, og Ólympíumót). Guðmundur Ág. ræddi hugmyndir að fjáröflun og taldi nauðsynlegt fyrir framtíð bridgehreyfingarinnarað taka þátt í þessum mótum.

Kvennaflokkur. Þorlákur lagði fram tillögur að úrtökumóti fyrir kvennalandsliðið á NM í sumar. Í tillögunni er gert ráð fyrir að spilað verði í sveitum, því reynslan frá landsliðskeppnum 1996 og 1998, þar sem spilað var í pörum, hefði ekki verið nógu góð. Sigtryggur taldi betra að spila í pörum. Tillaga Þorláks samþykkt með viðbótum um lágmarksfjölda spila.

4. Önnur mál.

Lagt fram bréf Þórðar Ingólfssonar dags. 14.12.1999. Kvartað er yfir framkomu eins spilara á spilakvöldi hjá Bf. Barðstrendinga og Kvenna. Bréfinu vísað til félagsins.

Guðmundur gerði grein fyrir stöðunni í húsnæðismálum.



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar