25. nóvember 1998

miðvikudagur, 25. nóvember 1998

Stjórnarfundur BSÍ 25. nóvember 1998

Mættir á fundinn: Þorlákur Jónsson, Sigtryggur Sigurðsson, Ólafur Steinason, Erla Sigurjónsdóttir, Ragnar Magnússon, Þorsteinn Berg, Ljósbrá Baldursdóttir og Kristján Kristjánsson.

1. Tekið fyrir bréf d. 16.11.98 undirritað af 18 konum þar sem þær koma á framfæri megnri óánægju við framkvæmd á vali kvennalandsliðsins.

Kristján fór yfir fundargerðir síðustu funda stjórnar BSÍ og taldi að það sem fram kemur í bréfinu um stjórnarsamþykkt sé ekki rétt. Þá sé það ekki rétt að samþykkt hafi verið á síðasta bridssambandsþingi að spilað skildi um landsliðssæti, þeirri tillögu var vísað til stjórnar. Erla sagði að hún hefði skilið umræður á stjórnarfundi 30. sept. þannig, að meiningin væri að í undirbúningi kvennalandsliðsins yrði valinn hópur til æfinga og litið til lengri tíma með þjálfun, þá sagði hún að á fundinum 4. nóv þegar samþykkt var að ráða Einar Jónsson sem landsliðsþjálfara, með þeim skilyrðum sem Þorlákur lýsti, hafi henni skilist að hópurinn yrði miklu stærri og síðar veldi hann þrjú pör. Kristján bað fundarmenn að greiða atkvæði um þá kröfu sem fram kemur í bréfi kvennana 18 að breytt verði því fyrirkomulagi sem ákveðið var á stjórnarfundi 4. nóv. Ljósbrá óskar þess að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna vegna tengsla við málið. Enginn samþykkti að verða við þessari kröfu, á móti voru Þorlákur, Ólafur, Ragnar, Kristján og Þorsteinn. Sigtryggur sat hjá. Ólafur Steinason lagði fram eftirfarandi tillögu: "Á stjórnarfundi 4. nóv var samþykkt að ráða Einar Jónsson sem landsliðsþjálfara kvenna í framhaldi af hugmyndum hans um að velja þrjú pör til æfinga, sem myndu svo skipa landslið Íslands á EM 1999. Ég lýsi yfir eindregnum stuðningi við þessa samþykkt og sé engar ástæður til að breyta þessari ákvörðun". Kristján bað fundarmenn að greiða atkvæði um þessa tillögu. Ljósbrá óskar þess að sitja hjá. Sigtryggur vék af fundi. Tillagan var samþykkt með atkvæðum Þorláks, Ólafs, Ragnars, Kristjáns og Þorsteins. Sigtryggur kom á fundinn eftir atkvæðagreiðslu og vildi aðspurður ekkert tjá sig um tillöguna. Fundarmenn samþykktu að Kristján svaraði bréfinu.



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar