Reykjavíkurmót í sveitakeppni
9. - 21. janúar 2007
Reglugerð
1.
Spiluð er raðspilakeppni og eru spilaðir 16 spila
leikir. Dregið er bæði um töflu- og
umferðarröð.
2.
Hverjum leik skal lokið á 120 mínútum. Ef leik er ekki lokið
innan þess tíma eru gefnar 5 mínútur til að ljúka honum. Þegar sá tími er liðinn og enn er leiknum
ekki lokið er(u) viðkomandi sveit(ir) sektuð (sektaðar) samkvæmt eftirfarandi
reglu:
0 – 5 mínútur framyfir: ½ vinningsstig
5- 10 mínútur framyfir: 1 vinningsstig
10 - 15 mínútur framyfir: 2 vinningsstig
15 - 20 mínútur framyfir: 3 vinningsstig
20 - 25 mínútur framyfir: 5 vinningsstig
Tefjist lok leiks í meira en 25 mínútur
má keppnisstjórn beita harðari refsingum.
Haldi spilarar því fram að andstæðingar
þeirra beri ábyrgð á töfum í leiknum vegna hægrar
spilamennsku kalla þeir til keppnisstjóra
sem mun grípa til nauðsynlegra aðgerða til leiðréttingar, þar
með talið að skipa borðvörð það sem eftir
er af leiknum.
Keppnisstjóri reynir að vara spilara við
ef þeir virðast eiga á hættu að fara fram yfir sett tímamörk, en
þótt hann komi því ekki við dregur það
ekki úr ábyrgð spilaranna að gæta að tímatakmörkunum.Hver
leikur má taka 120 mínútur. Keppnisstjóri aðvarar spilara ef spilamennska
gengur of hægt. Ef
spilamennska dregst meira en 5 mínútur
fram yfir tilsettan tíma getur keppnisstjóri stöðvað
spilamennsku og gilda þá til útreiknings
þau spil sem spiluð hafa verið á báðum borðum.
3.
Spilarar eiga að vera sestir við spilaborðin eigi síðar en 5
mínútum áður en umferð hefst. Fyrir hverjar byrjaðar 5 mínútur sem spilari
mætir of seint að spilaborðinu skal
sekta um 1 vinningsstig og síðan 1 vinningsstig fyrir hverjar 5 mínútur þar þar
á eftir þar til 25 mínútur eru liðnar frá byrjunartíma, þá úrskurðast leikurinn
tapaður og sveit brotlega spilarans fær ekkert stig. Hin sveitin fær stig
samkvæmt grein 8.
4.
Allir leikir reiknast með IMP-stigum og vinningsstigum. Verði
sveitir jafnar að vinningsstigum, telst sú sveit hærri, sem flest stig hefur úr
innbyrðis leik/leikjum. Sé enn jafnt ræður heildarhlutfall IMP-stiga en sé þá
enn jafnt ræður hlutkesti.
5.
13 efstu sveitirnar öðlast rétt til þátttöku í undanúrslitum
Íslandsmóts í sveitakeppni 2007, að því tilskyldu að þær séu að spila í
Undankeppni Reykjavíkur til Íslandsmóts 2007.
6.
Spilað er um 16 silfurstig í hverjum leik. Í lok móts er
úthlutað verðlaunastigum samkvæmt eftirfarandi:
1. sæti: 42
silfurstig á spilara
2. sæti: 30
silfurstig á spilara.
3. sæti: 21
silfurstig á spilara.
7.
Keppendum er skylt að leggja fram útfyllt kerfiskort um sagn-
og spilavenjur. Nota skal viðvörunina”ALERT” að fjórða sagnstigi en þó skal
gefa viðvörun á allar gerfisafnir í fyrsta sagnhring, nema 4 grönd. Aldrei skal
gefa viðvörun á sögnina 4 grönd og aldrei skal gefa viðvörun á dobl eða
redobl. Nota skal viðvörunina “STOP”
þegar stokkið er yfir sagnstig.
8.
Sveit sem ekki spilar leik vegna forfalla annarrar sveitar
fær eftirfarandi hagstæðustu skor :
a) 18 stig.
b) meðaltal stiga, sem aðrar sveitir hafa náð gegn sveitinni, sem ekki mætti.
c) meðaltal eigin stiga í spiluðum leikjum.
d) meðaltal stiga sem tvær næstu sveitir fyrir
ofan hana hafa unnið til, gegn þeirri sveit sem ekki mætti. Sé sveitin í 2.
sæti er eingöngu borið saman við þá
efstu. IMP-stig eru gefin sem lágmark þeirra IMP-stiga sem samsvara
vinningsstigunum.
Forfallist sama
sveit í helmingi eða fleiri umferðum undankeppninnar telst hún fallin úr
keppni, fyrri árangur hennar í keppninni strikast út og aðrar sveitir teljast
hafa átt yfirsetu gegn henni og fá 18 stig.
9.
Komi upp ágreiningur við borðið sker keppnisstjóri úr.
Úrskurði keppnisstjóra má skjóta til dómnefndar. Áfrýjunarfé að upphæð 5000 kr.
skal fylgja áfrýjun.Skal það gert innan 30 mínútna frá tilkynningu dóms
keppnisstjóra.
10. Ef í ljós kemur að sveitarfélagar
hafa setið eins í leiknum, í opnum og lokuðum sal, skulu úrslit leiksins verða
12 - 12. Ef það gerist oftar en einu
sinni fær viðkomandi sveit 0 vinningsstig.
Ef sveit verður uppvís af að sitja vísvitandi í sömu sætum fær
viðkomandi sveit 0 vinningsstig úr viðkomandi leik auk þess að stjórn BSÍ
verður tikynnt um málið.
11. Sú sveit sem talin er upp
á undan skal sitja N-S í opnum sal. Sú
sveit sem talin upp er á eftir skal stilla liði sínu upp 5 mín. áður en umferð
hefst.
12. Innan við 10 mín. frá
lokum hverrar umferðar skal hver sveit skila inn staðfestri niðurstöðu ásamt
útfylltu skorblaði.
13. Öll neysla og meðferð
áfengis í spilasal meðan á mótinu stendur er bönnuð. Brot á þessu verður tilkynnt til stjórnar
BSÍ auk þess sem sveit þess/þeirra spilara verður vísað úr mótinu.
14. Að öðru leyti en að ofan
greinir er spilað eftir alþjóðalögum um keppnisbridge.
Keppnisstjóri: Eiríkur Hjaltason
Dómnefnd: Dómnefnd BSR