Reykjanesmót í sveitakeppni 23-24 febrúar 2019

Reglugerð

1.     Spiluð er raðkeppni, allir við alla, 10 spila leikir og dregið um töfluröð í tölvunni.

2.     Gefnar eru 75 mínútur á hvern leik. Ef leik er ekki lokið á þeim tíma eru gefnar 5 mínútur til ljúka honum. Ef leik er þá enn ekki lokið eru viðkomandi sveit(ir) sektaðar samkvæmt eftirafarndi:

·        0-5 mínútur framyfir: ½ vinningsstig.

·        5-10 mínútur framyfir 1 vinningsstig.

·        10-15 mínútur framyfir 2 vinningsstig.

Tefjist leikur lengur en 15 mínútur getur keppnisstjóri beitt harðari refsingum. Telji spilarar andstæðingar þeirra noti óheyrilega langan tíma skulu þeir gera keppnisstjóra viðvart svo hann geti fylgst með og gripið til viðeigandi ráðstafana, þar með talið ógilda spil sem eftir er spila.

3.     Spilarar skulu temja sér stundvísi við upphaf hverrar umferðar. Mæti spilari 5 mínútum of seint skal sekta um 0,5 vinningsstig og 0,5 fyrir hverjar 5 mínútur eftir það. Leikur telst tapaður ef sveit mætir 25 mínútum og seint.

4.     Allir leikir reiknast í IMP-stigum og vinningsstigum. Verði sveitir jafnar í sætum gildir Keppnisreglugerð Bridgesambands Íslands liður 6, sem hljóðar svo:

1.     Innbyrðis viðureign(ir)

2.     IMP-skor innbyrðis viðureigna.

3.     Vinningsstig gegn 5 efstu sveitum þeim sjálfum frátöldum.

4.     Nettó IMP-stig.

5.     Fjöldi unninna leikja.

6.     Hlutkesti (hærra spil dregið)

5.     Átta efstu sveitir öðlast keppnisrétt í undanúrslitum Íslandsmóts í sveitakeppni 2019 því tilskildu þær séu löglega skipaðar og spili ekki sem gestasveitir.

6.     Sveit sem ekki spilar leik vegan forfalla annarrar sveitar fær eftirfarandi hagstæðustu skor:

A.    12 stig

B.     Meðaltal stiga sem aðrar sveitir hafa náð gegn sveitinni sem ekki mætir.

C.     Meðaltal eigin stiga í spiluðum leikjum.

D.    Meðaltal stiga sem tvær næstu sveitir fyrir ofan hana hafa unnið til gegn sveitinni sem ekki mætti. sveitin í 2 sæti er eingöngu borið saman við sveitina í fyrsta sæti. IMP-stig eru gefin sem lágmark þeirra IMP-stiga sem samsvara vinningsstigunum.

Forfallist sama sveit í helmingi eða fleiri umferða telst hún fallin úr keppni og fyrri árangur hennar strikast út og aðrar sveitir teljast hafa átt yfirsetu gegn henni og hljóta 12 stig.

7.     Komi upp ágreiningur við spilaborðið sker keppnisstjóri úr en aðilar máls geta skotið niðurstöðu hans til dómnefndar. Skal það gert áður en næsta umferð hefst eða innan 10 mínútna frá lokum umferðar um síðustu umferð dagsins ræða.

8.     Ef í ljós kemur sveitarfélagar hafa setið eins í báðum sölum skulu úrslit leiksins verða 8-8. Ef það gerist oftar en einu sinni fær sveit 0 stig úr þeim leik.

9.     sveit sem talin er upp á undan skal sitja í N-S í opnum sal og sem talin er á eftir skal setjast á undan.

10.                         Strax eftir hverja umferð skal sveitarforingi eða fulltrúi hans bera úrslit leiksins saman við andstæðinginn sem og niðurstöðu tölvuútreiknings hjá keppnisstjóra.

11.                         Öll neysla og meðferð áfengis í spilasal á meðan á mótinu stendur er bönnuð.

12.     öðru leyti er spilað eftir alþjóðalögum í keppnisbridge.

13.    Til geta orðið Reykjanesmeistari þarf sveit vera skipuð 3/5 spilurum sem skráðir eru í bridgefélög á Reykjanessvæðinu.