Fréttir
28.2.2017
Slava Cup mótið í Moskvuborg
Jón Baldursson og Sigurbjörn Haraldsson, enduðu í 2 sæti í Slava Cup mótinu
sem haldið var í Moskvu um síðustu helgi
Sveinn Eiríksson og Þröstur Ingimarsson enduðu 7-8 sæti
og Júlíus Sigurjónsson sem spilaði við Michael Capaletti enduðu í 18. sæti
Sjá niðurstöðu mótsins hér
28.2.2017
Landsliðskeppnin
Um næstu helgi eða 4-5.mars verður framhaldið með landsliðskeppnina´
frá því í byrjun janúar og verður byrjað að spila kl. 10:00 á laugardeginum.
sjá fyrri helgina
17.2.2017
Íslandsmót í tvímenning -
Íslandsmótið í tvímenning kláraðist í dag eftir 2ja tíma seinkun í morgun vegna
ófærðar - en mótið frestaðist il kl. 12:00
Íslandsmeistarar í tvímenning 2017 eru þeir
Skúli Skúlason og Stefán G. Stefánsson með 57,8%
Í öðru sæti voru Ómar Olgeirsson og Ragnar Magnússon með 57,1%
3ja sætið fengu þeir Kristján M. Gunnarsson og Gunnlaugur Sævarsson með 54,9%
hægt er sjá nánari úrslit hér
Bridgesambandið þakkar spilurum fyrir þátttökuna
15.2.2017
Meistarastig
Tölvan sem færir meistarastigin hrundi - engin stig koma til með að tapast
það er verið að finna lausn þessum vanda - ekki verða því færð inn nein
stig á næstunni - ef einhverjar spurningar koma upp í sambandi
við stigin endilega hringið þá í s. 898 7162 -
Kveðja Ólöf
9.2.2017
Íslandsmót kvenna í sveitakeppni -
með 128,57 stig
í sveitinni spiluðu Ljósbrá Baldursdóttir, Hjördís Sigurjónsdóttir,
Anna G. Ívarsdóttir og Guðrún Óskarsdóttir
2.sætið Vorboðar með 117,21
3.sæti Elding með 106,94
Heimasíða mótsins með úrslitum, butler og raunstöðu
8.2.2017
Helgi Jóhannsson
lést s.l. mánudag - Helgi var meðal þeirra fremstu í bridge og
var sæmdur gullmerki Bridgesambandsins í hófi sem haldið
var honum og heimsmeisturunum til heiðurs á 25 ára afmæli
heimsmeistaratitilsins