Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Fréttir

22.10.2015

Deildakeppni BSÍ

Deildakeppni 1.deildar  er spiluð um helgina og er hægt
að fylgjast með úrslitum leikja hér á Heimasíða mótsins  

21.10.2015

Undibúningur fyrir landsliđsflokk kvenna

Nokkur pör hafa sýnt áhuga á að taka þátt í undirbúningi á vali landsliðshóps kvenna í Bridge. Guðmundur Páll mun hafa tvo vinnudaga fyrir hópinn.
Vinnudagar verða sunnudagana 15. nóvember og 13.desember og hefjast kl. 11.00 báða dagana og lokið um kl. 18:00       Skyldumæting                              
Áætlað að það  verði tvær spilahelgar fyrri  (  8 )/9 -10 janúar og síðari  (4 )5-6. mars 2016,
Taka þarf þátt í báðum spilahelgunum 
Ţau pör sem verða í tveimur efstu sætunum eftir báðar spilahelgarnar fara sjálfkrafa í landsliðið, landsliðsnefnd velur síðan eitt par. Stefnt er að því að val á landsliðinu liggi fyrir 23. mars 2016 og þá verður líka gefin út æfingaráætlun fyrir landsðshópinn.
Ţau pör sem áhuga hafa þurfa að skrá sig á bridge@bridge.is
eða í síma 587 9360 fyrir 19.október n.k.
Skráningarlisti

20.10.2015

Sverrir Ţórisson - Íslandsmeistari í einmenning 2015

Nýkrýndur Íslandsmeistari í einmenning 2015 er Sverrir Þórisson og endaði hann
með 838 stig næstur á eftir honum var Dalvíkingurinn Kristján Þorsteinsson með 829 stig
í 3ja sæti voru jafnir Halldór Þorvaldsson og Óli Björn Gunnarsson með 828
Við óskum sigurvegurum til hamingju og öllum spilurum er þökkuð þátttakanNánar um mótið hér

20.10.2015

Deildakeppni

Fyrri helgi deildakeppninnar verður spiluð um næstu helgi og hefst kl. 10:00 laugardaginn 24.okt.
Einungis er um 1.deild að ræða - seinni helgin verður spiluð 21-22.nóv. n.k. bæði í 1 og 2 deild
Ferðastyrkur kr. 16.000 er veittur til þeirra sem búa á norðanverðu Snæfellsnesi, norðan Holtavörðuheiðar
og fyrir austan Mýrdalssand 4 eða fleiri í sveitinni þurfa að vera styrkhæfir til að fá fullann styrk

Sjá nánar hér

19.10.2015

Ársţing BSÍ haldiđ 18.okt.

67.ársþing Bridgesambands Íslands var haldið 18.okt s.l. Þingfulltrúar frá
9 félögum mættu á þingið ásamt 3 áheyrnafulltrúum eða alls 30 manns
2 nýjir aðilar komu inn í stjórnina þeir Júlíus Sigurjónsson og Anna Guðlaug Nielsen
út fóru Garðar Garðarsson og Helga Bergmann
Skýrsla þingsins kemur síðar

14.10.2015

Íslandsmót í einmenning

Íslandsmótið í einmenning verður haldið föstudaginn 16.okt og laugardaginn 17.okt. n.k.
Skráningu lýkur kl. 12:00 á hádegi 16.okt. Mikið af gullstigum í boði í þessu móti
Spilagjaldið er 3.500

STAÐAN í RAUNTÍMA

Skráningarlisti
                             
Kerfiskort

Tímatafla 

14.10.2015

Ársţing Bridgesambands Íslands-18.október

 Ársþing BSÍ verður haldið í húsnæði Bridgesambands Íslands sunnudaginn 18.okt. og hefst klukkan 13:00.
Félög innan hreyfingarinnar hafa setu- og atkvæðisrétt á þinginu samkvæmt kvótaútreikningi skilagreina en áheyrnarfulltrúar eru velkomnir að sitja þingið.
Formenn eru beðnir um að senda útfyllt kjörbréf  eða tölvupósti  nöfn á þeim  fulltrúum sem sitja eiga þingið á bridge@bridge.is
Ef einhver hefur hug á að sitja þingið án þess að vera fulltrúi félags, sendi viðkomandi inn umsókn með tölvupósti á póstfangið bridge@bridge.is 
     
Kjörbréf er hægt að nálgast hér    

                     Fulltrúar samkvæmt skilagreinum     
                   Kvóti á Íslandsmót í sveitakeppni 2016 

10.10.2015

Landsliđskeppni - Fyrstu helginni lokiđ.

Kristján Már Gunnarsson og Gunnlaugur Sævarsson eru efstir eftir fyrstu helgina af þremur í landsliðskeppninni með 125 impa en Jón Baldursson og Sigurbjörn Harldsson koma næstir með 120 impa.
Mikil stemming var fyrir mótinu og margir gestir lögðu leið sína í Síðumúlann
til að fylgjast með. Næsta helgi verður spiluð 8-10 janúar.
Spilað er um 1 sæti í landsliði Íslands sem fer á Evrópumót í Búdapest um miðjan júní 2016

Sjá öll úrslit.

9.10.2015

Landsliđskeppni

Landsliðskeppnin hófst núna kl. 17:00 og lýkur um miðnætti í kvöld
byrjum aftur kl. 11:00 í fyrramálið og einnig á sunnudaginn
Áhorfendur eru hjartanlega velkomnir að kíkja í Síðumúlann
alla helgina.

Heimasíða mótsins

7.10.2015

Landsliđsmál í opnum flokki-kerfiskort para

  Undirbúningur fyrir Evrópumótið í Bridge sem haldið verður í Budapest í lok júní 2016 hefst í haust. Ragnar Hermannsson verður aðalþjálfari  og mun hann stýra  undirbúningi í samvinnu við Landsliðsnefnd og stjórn Bridgesambandsins. Fleiri aðilar munu koma að þjálfun liðsins. Áður var búið að senda út tilkynningu varðandi spilahelgar, vegna ábendinga þarf að gera smá breytingar á fyrirkomulaginu.  Stefnt er að því að velja 2 pör, en keppt yrði um eitt par til viðbótar. Val á landsliðinu verður líklega gert í byrjun apríl 2016.                                 
Ţrjár spilahelgar hafa verið ákveðnar 9-11 október, 8-10 janúar og 18-20. mars.
Taka þarf þátt í öllum þessum spilahelgum. Það par sem er efst eftir allar þessar spilahelgar verður eitt af landsliðpörunum. 
Ţað par sem er í einu af efstu sætunum en nær ekki landsliðssæti mun taka þátt í Sænsku Bridgehátíðinni í ágúst.
Ráðgert er að landsliðshópurinn taki þátt í 2-3 mótum erlendis í vetur.
Einnig er fyrirhugað að hafa boðsmót með erlendum spilurum í maí 2016 í Reykjavík.   
Fleiri æfingar verða boðaðar síðar. Þau pör sem áhuga hafa á þátttöku vinsamlega
tilkynnið það til: bridge@bridge.is  fyrir  10. september n.k.

1.10.2015

Íslandsmót í tvímenning kvenna

Íslandsmóti kvenna í tvímenning lauk fyrir stundu með sigri
ţeirra Önnu Þóru og Ljósbrár, þær enduðu með 58,1 % skor
1. sæti Ljósbrá Baldursdóttir og Anna Þóra Jónsdóttir 58,1 %
2. sæti Hjördís Sigurjónsdóttir og Ólöf Þorsteinsdóttir með 54,7 %
3. sæti Hulda Hjálmarsdóttir og Hrafnhildur Skúladóttir með 53,8 %


Sjá nánar 
LOKASTAÐA  

 Fyrsta lota   Önnur lota


Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag


Bf. Hafnarfjarðar, Flatahrauni 3, hefst kl. 19:00
 

Skoða alla daga


Olís

Slóđ:

Forsíđa » Fréttir

Myndir


Auglýsing