Fréttir
19.12.2013
Jólamót um hátíđarnar
nánari uppl. er sjá í viðburðardagatalinu.
28.des. Rangæingar spila í Golsfkálnum Strönd kl. 11:00
28.des. Íslandsbankamótið Hótel KEA, Akureyri
28.des. Jólamót Hafnarfjarðar, Flatahrauni 3, kl. 13:00
29.des. BSA spilar á Reyðarfirði
30.des. BR spilar í Síðumúlanum
Bridgesambandið sendir öllum spilurum og fjölskyldum þeirra
bestu óskir um gleðileg jól

7.12.2013
Ljósbrá og Matthías eru Íslandsmeistarar í Butler tvímenning 2013
Ljósbrá Baldursdóttir og Matthías Þorvaldsson unnu Íslandsmótið í Butler tvímenning sem var spilað á laugardaginn 7. desember. Þau skoruðu 68 impa og voru með nokkuð örugga forystu síðasta þriðjung mótsins. Í 2. sæti voru Sigurður Vilhjálmsson og Júlíus Sigurjónsson með 46 impa og í 3ja sæti voru Gunnar Björn Helgason og Magnús Eiður Magnússon með 44 impa.
7.12.2013
Íslandsmót í sagnkeppni 2013: Jón og Sigurbjörn unnu!
Jón Baldursson og Sigurbjörn Haraldsson unnu Íslandsmótið í sagnkeppni 2013. Þeir fengu 2440 stig af 3000 mögulegum sem jafngilti 81,5%. Í 2. sæti aðeins 10 stigum á eftir voru Helgi Sigurðsson og Haukur Ingason. Jafnir í 3ja sæti með 2170 stig voru Stefán Jónsson-Hermann Friðriksson og Ragnar Magnússon-Ómar Olgeirsson.
Alls tóku 14 pör þátt og er Antoni Haraldssyni þakkað fyrir umsjón og skipulagningu keppninnar.