Beint á leiðarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíðu

Fréttir

19.12.2013

Jólamót um hátíðarnar

Jólamót verða spiluð víðsvegar um landið yfir hátíðarnar
nánari uppl. er sjá í viðburðardagatalinu.
28.des. Rangæingar spila í Golsfkálnum Strönd kl. 11:00
28.des. Íslandsbankamótið Hótel KEA, Akureyri
28.des. Jólamót Hafnarfjarðar, Flatahrauni 3, kl. 13:00
29.des. BSA spilar á Reyðarfirði
30.des. BR spilar í Síðumúlanum

Bridgesambandið sendir öllum spilurum og fjölskyldum þeirra
    bestu óskir um gleðileg jól              

7.12.2013

Ljósbrá og Matthías eru Íslandsmeistarar í Butler tvímenning 2013

 

Ljósbrá Baldursdóttir og Matthías Þorvaldsson unnu Íslandsmótið í Butler tvímenning sem var spilað á laugardaginn 7. desember. Þau skoruðu 68 impa og voru með nokkuð örugga forystu síðasta þriðjung mótsins.  Í 2. sæti voru Sigurður Vilhjálmsson og Júlíus Sigurjónsson með 46 impa og í 3ja sæti voru Gunnar Björn Helgason og Magnús Eiður Magnússon með 44 impa.

Heimasíða með úrslitum og öll spil

7.12.2013

Íslandsmót í sagnkeppni 2013: Jón og Sigurbjörn unnu!

Jón Baldursson og Sigurbjörn Haraldsson unnu Íslandsmótið í sagnkeppni 2013. Þeir fengu 2440 stig af 3000 mögulegum sem jafngilti 81,5%.  Í 2. sæti aðeins 10 stigum á eftir voru Helgi Sigurðsson og Haukur Ingason. Jafnir í 3ja sæti með 2170 stig voru Stefán Jónsson-Hermann Friðriksson og Ragnar Magnússon-Ómar Olgeirsson.

Alls tóku 14 pör þátt og er Antoni Haraldssyni þakkað fyrir umsjón og skipulagningu keppninnar.

29.11.2013

Sagnkeppni og Bötlertvímenningur

Íslandsmót í BötlertvímenningSkráning er hafin í Íslandsmótið í Butlertvímenning sem fer fram laugardaginn 7.desember
spilamennska hefst kl. 11:00 og verður spilað í Síðumúla 37
Skráningu lýkur kl. 14:00 6.des. 

Keppnisgjald er 4000 kr. á parið

Skráning hér
Núverandi Íslandsmeistarar eru þeir Kristján Blöndal og Páll Valdimarsson

Skráningarlisti

Heimasíða Butler 2013

Íslandsmót í sagnkeppni

Íslandsmótið í sagnkeppni fer fram föstudaginn 6.desember kl. 19:00
Mótið hefst um 19:15 og lýkur um 22:30
Melduð verða 30 spil 
Skráning á staðnum 

28.11.2013

Bridge í FSU á Selfossi

Nemendur í bridds áföngunum 172 og 272 fengu góða gesti til sín og slegið var upp móti
í Fjölbrautarskólanum í tilefni annarloka hjá þeim. Flottir nemendur og vonandi eiga þeir
eftir að sigra bridge-heiminn. Helgi Hermannsson hefur séð um kennslu í Bridge í FSU
um nokkurra ára skeið og á hann miklar þakkir skilið 

Bridge nemendur FSU Guðmunda B. Óladóttir, Jóhann S. Sverrisson
Sigurður Snær, Bergur Sigfússon, Róbert Bergmann, Hjalti Sigurðsson
og Aldís Baldursdóttir en hana vantar á myndina.
Hægt á sjá fleiri myndir á Facebook

19.11.2013

Íslandsmót eldri spilara

Aðalsteinn Jörgensen og Sverrir G. Ármannsson eru
Íslandsmeistarar eldri spilara 2013, með afgerandi skor eða 63,0%
 
Fyrir miðju eru Aðalsteinn og Sverrir ásamt Sverri Þórissyni, Sigurði Skagfjörð,
Hallgrími Hallgrímssyno og Sigmundi Stefánssyni
Heimasíða mótsins

18.11.2013

Sveit PwC Íslandsmeistarar

Sveit PwC eru Íslandsmeistarar í parasveitakeppni 2013
annað árið í röð með 135,96

Í sveitinni spiluðu Ljósbrá Baldursdóttir, Mathías Þorvaldsson
Anna Ívarsdóttir og Þorlákur Jónsson
2.sæti var Veika sveitin með 131,72
3.sæti voru Þrír frakkar með 126,90
Heimasíða mótsins

12.11.2013

Íslandsmótið í Parasveitakeppni í nóv. 2013

Íslandsmótið í parasveitakeppni verður haldið helgina 16-17.nóv.
12 sveitir eru skráðar til leiks
Keppnisgjald er 16 þús. á sveit
Íslandsmeistarar fyrra árs er sveit PwC
Mótið byrjar kl. 11.00 á laugardag
Heiímasíða mótsins

1.11.2013

Bridge-Madeira

Um 40 íslenskir spilarar eru að spila á alþjóðlegu
móti á Madeira frá 4-10.nóvember 2013
Heimasíða mótsins

30.10.2013

Landsliðsmál - undirbúningur í opna flokknum

 Í júní 2014 fer fram Evrópumótið í Bridge i Króatíu. Til undirbúnings Evrópumótinu verða haldnar landsliðsæfingar fyrir opna flokkinn og hefjast þær föstudaginn 8. nóvember kl. 18.00 í húsnæði sambandsins. Áformað er að vera með allt að átta pör á landsliðsæfingum og er hér með auglýst eftir pörum til þátttöku. Verði þátttaka meiri en átta pör mun landsliðsnefnd velja pör til æfinga. Á fyrsta fundi verður gerð nánari grein fyrir undirbúningi. Guðmundur Páll mun stýra landsliðsæfingum og munu fleiri koma að þjálfun liðsins. Áhugasöm bridgpör endilega hafið samband við skrifstofu sambandsins.

27.10.2013

Deildameistarar 2013

Sveit Lögfræðistofu Íslands eru Deildameistarar 1.deildar 2013
með 249 stig

Í sveitinni spiluðu Bjarni Einarsson, Aðalsteinn Jörgensen
Jón Baldursson, Sigurbjörn Haraldsson og Sverrir Ármannsson,
Steinar Jónsson og Þorlákur Jónsson 

í 2 sæti var sveit Grant Thornton með 233 stig
og í 3.sæti var sveit J.E.Skjanna ehf  með 229 stig

Deildameistar 2.deildar er sveit Rúnars með 255 stig
 
og í 2.sæti voru sveit Frímanns Stefánssonar frá Akureyri með 249 stig
og í 3.sæti var sveit Tryggingamiðstöðvarinnar með 243 stig


Heimasíða mótsins

19.10.2013

Kjartan Jóhannsson Íslandsmeistari í einmenning 2013

Kjartan Jóhannsson úr Bf. Rangæinga,Suðurlandi kom sá og sigraði
Íslandsmótið í einmenninng sem lauk fyrir stundu með 86,6 % skor
í 2.sæti var Hermann Friðriksson með 86,5 %
í 3.sæti var Sigrún Þorvarðardóttir með 85,4%
Við óskum þessum vinningshöfum til hamingju og öllum keppendum
þökkum við fyrir þátttökuna í mótinu, en 56 einstaklingar tóku þátt
 
Kjartan með farandbikarinn fína, til hamingju Kjartan þú stóðst þig best

Heimasíða Íslandsmótsins í einmenning

18.10.2013

Ennþá pláss fyrir 4 í Einmenning í kvöld

Ennþá er pláss fyrir 4 manns í Íslandsmótið í einmenning
sem hefst kl. 19:00 í kvöld
skráning s. 5879360 eða á bridge@bridge.is

13.10.2013

Esther og Ljósbrá Íslandsmeistarar

Esther Jakobsdóttir og Ljósbrá Baldursdóttir eru Íslandsmeistar kvenna
í tvímenning 2013 með 59,6 % skor
Í 2 sæti urðu Ingibjörg Guðmundsdóttir og Sólveig Jakobsdóttir með 55.7 %  skor 
og í 3.sæti urðu mæðgurnar Dröfn Guðmundsdóttir og Hrund Einarsdóttir með 55,4 % skor
kv. tvim 2013
Alls tóku 16 pör þátt að þessu sinni og BSÍ þakkar
öllum fyrir þátttökuna
Heimasíða mótsins
Myndir á Fecebbok

29.9.2013

Hjördís Eyþórsdóttir heimsmeistari

Já Hjördís Eyþórsdóttir var að landa heimsmeistaratiitlinum í Venic Cup
nú fyrir stundu ásamt liði sínu USA2
Við óskum henni og þeim innilega til hamingju og erum stollt að
eiga Íslending í liðinu frétt á mbl.is

23.9.2013

Azor eyjar 24-29.september 2013

Mót á Azor eyjum er haldið dagana 24-29.september fyrir
30 ára og yngri. 4 ungir piltar fara frá Íslandi það eru þeir:
Benedikt Bjarnason og Tómas Þorsteinsson úr Kópavogi
og Borgfirðingarnir Heiðar Baldursson og Logi Sigurðsson
Vonandi verður hægt að fylgjast með þessum efnilegu piltum
hér á http://www.fpbridge.com/noticias2013.htm
Við óskum þeim góðrar ferðar og góðs gengis

15.9.2013

Lögfræðistofa Íslands Bikarmeistarar 2013

Lögfræðistofa Íslands vann sveit J.E.Skjanna í úrslitaleik Bikarkeppninar í dag
með 207-156 Impum
Þeir sem spiluðu fyrir Lögfræðistofuna eru: Bjarni Einarsson, Aðalsteinn Jörgensen
Jón Baldursson, Þorlákur Jónsson, Sverrir Ármannsson og Steinar Jónsson

Á myndina vantar Sverrir Ármannsson og Steinar Jónsson
Jafet Ólafsson, forseti BSÍ,  afhenti verðulaun í mótslok
BSÍ þakkar keppendum í sumar fyrir þátttökuna
og óskum meisturunum til hamingju.
Heimasíða Bikarkeppninnar

14.9.2013

Lögfræðistofa Íslands og J.E. Skjanni spila til úrslita í Bikarkeppninni

Lögfræðistofa Íslands vann nokkuð öruggan sigur á Sölufélagi Garðyrkjumanna og J.E. Skjanni vann sigur á Stillingu í jöfnum leik.

Úrslitaleikurinn byrjar kl. 10:00 og verður sýndur á BBO.

Áhorfendur eru velkomnir í húsnæði BSÍ að Síðumúla

13.9.2013

Kristján og Birkir Jón

Kristján Snorrason og Birkir Jón Jónsson sigruðu lokamót
sumarbridge með 60,8% skor


2.sæti Halldór Þorvaldsson og Magnús Sverrisson   60,3 %
3.sæti Bergur Reynisson og Stefán Stefánsson       58,6 %

Alls tóku 36 pör þátt og voru spiluð 40 spil 4 á milli
Heimasíða sumarbridge

28.8.2013

Lokamót Sumarbridge 13.sept - Silfurstig

Lokamót Sumarbridge fer fram föstudaginn 13.sept og hefst kl. 18:00
40 spil verða spiluð, 4 spil verða á milli para og verða veitt silfurstig.
Keppnisgjald er 1500 kr á spilara og verða verðlaun fyrir 5 efstu sætin.
Jafnframt verða veitt verðlaun fyrir bronsstigahæstu kven-og karl
spilara sumarsins.
 
 • 1. verðlaun:   Keppnisgjald fyrir 1 par í tvím. Bridgehátíð 2014
 • 2. verðlaun:   Keppnisgjald fyrir 1 par á Íslandsmótið í Butler tvímenning 2013
 • 3-5. verðlaun: Keppnisgjald fyrir 2 spilara á Íslandsmótið í einmenning 2013
  Einnig verða 2 heppnir dregnir út og fá þeir
  frítt í tvímenning Bridgehátíðar
  Skráning á staðnum
  Heimasíða Sumarbridge
 • 26.8.2013

  Góð stemmning á Menningarnótt

  Góð stemmning myndaðist í Iðnó á Menningarnótt
  Spilað var á 4 borðum frá kl. 16:30-21:00 með góðu fólki
  Var hægt að grípa í nokkur spil ef vildi og var almenn ánægja með það.


  Fleiri myndir á Facebook

  12.8.2013

  Bikarkeppni BSÍ 2013: 8-liða úrslit

  Rétt í þessu var verið að draga í 8-liða úrslit í Bikarkeppni BSÍ 2013.  Allar upplýsingar er a finna á:

  Heimasíða Bikarkeppni 2013

  1.7.2013

  Bikarkeppni 2013 - Búið að draga í 2. umferð

  Búið er að draga í 2. umferð í Bikarkeppni BSÍ 2013.

  Heimasíða Bikarkeppni BSÍ

  30.6.2013

  Bikerkeppni BSÍ 2013

  19.6.2013

  Alheimstvímenningur 24.júní - silfurstig

  Mánudaginn 24.júní verður spilaður Alheimstvímenningur
  í Síðumúlanum og á Akureyri 25.júní
  Spilað verður um silfurstig og er spilagjaldið 1200 kr

  Heimasíða sumarbridge

  13.6.2013

  17.júní spilamennska

  Spilað verður á 17.júní í sumarbridge eins og venjulega kl. 19:00
  Mánudaginn 24.júní verður spilaður Alheimstvímenningur og
  verður spilað um silfurstig og hefst að venju kl. 19:00

     

  Heimasíða sumarbridge

  26.5.2013

  Ísland er Norðurlandameistarar í opnum flokki 2013!

  Íslenska landsliðið í opnum flokki tryggði sér Norðurlandatitilinn þrátt fyrir jafntefli í síðasta leik gegn Finnlandi. Forskotið sem liðið var búið að búa til með góðri spilamennsku fyrr í mótinu gerði það að verkum að jafntefli tryggði sigurinn. Danmörk varð í 2. sæti og 3. sæti varð hlutskipti Finnlands.

  Íslenska kvennalandsliðið tapaði 64 spila leik um 3ja sætið við Svíþjóð í spennandi leik. Íslensku konurnar enduðu í 4. sæti. Danir unnu kvennaflokkinn og Noregur varð í 2. sæti.

  www.bridge.is/nm2013

  24.5.2013

  NM 2013: Íslendingar efstir í opna flokki eftir 8 umferðir af 10

  Íslenska liðið er efst í opnum flokki með með tæplega 8 stiga forystu á Danmörk.  Á morgun spilar Ísland gegn Svíum og Finnum.

  Kvennaliðið er 30 impum undir gegn Svíum í leik um 3ja sætið.  Þær hafa spilað tvær 16 spila lotur af 4. 

  Spilamennska byrjar kl. 10:00 og mótinu lýkur kl. 15:00

  http://www.bridge.is/nm2013

  23.5.2013

  Norðurlandamótið 2013

  Norðurlandamótið hefst á morgun föstudag kl. 10:00
  Hægt verður að fylgjast með lifandi úrslitum á heimasíðu BSÍ og á BBO
  Hvetjum alla til að koma suður eftir og hvetja okkar spilara
  HEIMASÍÐA MÓTSINS

    

  17.5.2013

  Sumarbridge 2013

  Við ætlum að byrja sumarbridge mánudaginn 20.maí ( 2 í hvítasunnu )
  Spilað verður á mánudögum og miðvikudögum í sumar og hefst
  spilamennska báða dagana kl. 19:00 og verður spilaður Barómeter tvímenningur
  Sveinn Eiríksson ætlar að sjá um sumarbrige þetta sumarið eins og
  svo oft áður.
  úrslitin verða uppfærð á heimasíðu BSÍ www.bridge.is/sumar
  Allir velkomnir

  13.5.2013

  Bikarkeppni BSÍ 2013 - Búið er að draga í 1. umferð

  Búið er að draga í 1. umferð.

  Hver umferð kostar kr. 5.000 og þarf að greiðast áður en leikur hefst
  Vinsamlega látið fylgja símanúmer
  hjá fyrirliðum sveita með skráningunni
  Sjá skráningarlista                Fyrirliðar sveita

  Heimasíða Bikarkeppni 2013

  13.5.2013

  Lið Reykjavíkur Kjördæmameistarar

  Lið Reykjavíkur eru Kjördæmameistarar 2013 með 620 stig
  eftir vel heppnað mót á Akureyri, gestir mótsins komu með sól og
  sumar með sér í bæinn og þökkuðu Norðlendingar vel fyrir sig
  með frábæru mótshaldi.

  Lið Reykjavíkur
  2.sæti Lið Suðurlands     með 580
  3.sæti Lið N-eystra         með 570

  Heimasíða mótsins

  28.4.2013

  VÍS Íslandsmeistarar í sveitakeppni 2013

  Meðlimir sveitarinnar VÍS hampa Íslandsmeistaratitli í sveitakeppni 2013

  Hlynur Angantýsson, Jón Ingþórsson, Júlíus Sigurjónsson
  Sigurður Vilhjálmsson, Hlynur Garðarsson og Hrannar Erlingsson
  Lokastaðan á Íslandsmótinu er þessi
     1    257       VÍS                            
     2    256       Lögfræðistofa Íslands        
     3    230       Sparisjóður Siglufjarðar       
     4    217       Garðs Apótek
  Heimasíða mótsins        

  27.4.2013

  Íslandsmótið í sveitakepni

  Þær 4 sveitir sem spila til úrslita í Perlunni sunnudaginn 28.apríl eru

  VÍS..............................................219
  Lögfræðistofa Íslands....................201
  Sparisjóður Siglufjarðar.................182
  Garðs apótek.................................178.

  Hægt verður að fylgjast með running scori hér
  Nánari upplýsingar um mótið er hægt að sjá hér 
  Byrjað verður að spila kl. 10:00 

  27.4.2013

  Íslandsmótið í Perlunni

  Hvaða  4 sveitir spila til úrslita á morgun, er ekki gott að segja

  Hægt er að fylgjast með running scori hér
  Nánari upplýsingar um mótið er hægt að sjá hér
  Spilað er í Perlunni og hefst mótið kl. 10:00 

  23.4.2013

  Nordic Bridge Championship in May 2013

                        Nordic Bridge Championship 2013

  23.4.2013

  Kerfiskort fyrir Íslandsmót í Sveitakeppni

  Skilið inn kerfiskortum!

  Að gefnu tilefni vill Mótanefnd BSÍ eindregið hvetja þær sveitir sem eiga eftir að skila inn kerfiskortum fyrir einhver pör í sveit sinni í komandi úrslitum Íslandsmóts í sveitakeppni til að gera það eigi síðar en strax. Það er óásættanlegt þegar sumar sveitir leyfa sér að trassa þetta, því þá sitja þeir spilarar, sem skila inn kortum eins og þeir eiga að gera, ekki við sama borð og trassarnir.

   

  16.4.2013

  Íslandsmeistarar 2013

  Íslandsmeistarar í tvímenning 2013 eru þeir Aðalsteinn Jörgensen og Bjarni H. Einarsson
  og voru þeir með 60,0 % skor fast á hæla þeim voru Jón Baldursson
  og Þorlákur Jónsson með 58,4 og í þriðja sæti voru
  Ómar Olgeirsson og Ragnar Magnússon með 56,3%

  Aðalsteinn og Bjarni, með þeim á myndinni er Jafet Ólafsson
  sem afhenti verðlaun í mótslok
  Hægt að sjá skor allra para hér

  1.4.2013

  Íslandsmót í tvímenning 2013

  Íslandsmótið í tvímenning er haldið í Síðumúla 37.  13 og 14 apríl 2013
  Tímatafla 
       
  Raunstaða á netinu

  Heimasíða mótsins

  26.3.2013

  Silfurstigamót um páskahelgina

  Bf. Hafnarfjarðar verður með silfurstigamót á föstudaginn langa
  kl. 17:00 sjá hér 

  Ólöf Þorsteinsdóttir og Kristján Már Gunnarsson unnu Páskatvímennining BSÍ mánudaginn 1. apríl.

  Þau voru efst með rúmlega 60% og í 2. sæti voru Daníel Már Sigurðsson og Hermann Friðriksson.  Ómar Olgeirsson og Páll Þórsson enduðu í 3. sæti , 1 stigi á undan bræðrunum Antoni og Sigurbirni.

  Öll úrslit og spil

  12.3.2013

  Landsliðskeppni 2013

  Landsliðskeppni í opnum og kvenna flokki fer fram helgina 15-17. mars.  8 pör spila í hvorum flokki.

  Heimasíða mótsins

  12.3.2013

  Spjallið á bridge.is

    Á stjórnarfundi Bridgesambandsins 7. mars s.l. var rætt um þau leiðindi sem skapast hafa einstöku sinnum á spjallinu vegna ummæla ákveðinna aðila. Samþykkt var að framvegis hefði framkvæmdastjóri og stjórn ein heimild til að opna eða loka á spjallverja. Auðvitað er vonast til þess að ekki komi til þess að útiloka þurfi nokkurn mann frá spjallinu. Stjórnin beinir þeim tilmælum til allra sem taka þátt í umræðu á spjallinu að vanda orðaval, vera kurteisir og málefnalegir og forðast allar persónulegar ávirðingar og framvegis verða spjallverjar að koma fram undir fullu nafni. Stórnin telur að spjallið gegni veigamiklu hlutverki til að skapa skemmtilegar og fræðandi umræður um bridge. Menn þurfa ekki að vera sammála en fyrir alla muni ekki gera lítið úr skoðunum annarra. Við ætlum að lyfta umræðunni á hærra plan.

  Jafet S. Ólafsson, forseti BSÍ

  10.3.2013

  Undanúrslitum í sveitakeppni lokið

  Undanúrslitum fyrir Íslandsmótið í sveitakeppni er lokið.
  Þær 12 sveitir sem fara áfram í úrslit sem spiluð verða 25-28.apríl n.k.

  Úr A-riðli eru
      Garð apótek..................................182 - Reykjanes
      VÍS..............................................172 - Reykjavík
      Sparisjóður Siglufjarðar.................167 - Norðurl.-vestra  
  Úr B-riðli eru
      Grant Thornton..............................169 - Reykjavík
      Sigtryggur vann.............................168 - Reykjanes
      www,myvatnhotel.is.......................154 - Norðurl.-eystra    
  Úr C-riðli eru
      Karl Sigurhjartarson.......................192 - Reykjavík
      Chile.............................................181 - Reykjavík
      Vestri............................................171 - Vestfirðir 
  Úr D-riðli eru
      Lögfræðistofa Íslands......................170 - Reykjavík
      Hreint ehf.......................................162 - Norðurl.-eystra
      Lífís/VÍS.........................................155 - Reykjavík 

  Heimasíða undanúrslitana
   

  2.3.2013

  Sveit Önnu Ívarsdóttur Íslandsmeistari kvenna

  Sveitin Anna Ívarsdóttir er Íslandsmeistari í sveitakeppni kvenna 2013
  með 242 stig 4 árið í röð

  Öll úrslit, butler, spilagjöf og sveitaskipan

  2.3.2013

  Íslandsmót kvenna í sveitakeppni

  Íslandsmót kvenna stendur yfir hægt að fylgjast
  með mótinu á heimasíðu mótsins
  Mótslok á morgun sunnudag um kl. 17:30

  27.2.2013

  Íslandsmót kvenna í sveitakeppni

  Íslandsmót kvenna í sveitakeppni verður haldin helgina 2-3.mars n.k.
  Hægt er að skrá sig hér eða í s. 5879360
  Byrjað verður að spila kl. 10:00 báða dagana
  Spilaðir verða 10 spila leikir alls 11 umferðir     Tímatafla
  Íslandsmeistarar frá fyrra ári er sveit Actavis
  Skráningarlisti

  Heimasíða mótsins

  25.2.2013

  Undanúrslit Íslandsmótsins

  Dregið verður í riðla í undanúrslit Íslandsmótsins á morgun Þriðjudag
  26.feb. kl. 18:15
  Viðmiðunarstig r og hægt að sjá styrkleikröðun sveit hér

  Búið að draga og sést á heimasíðu mótsins

  24.2.2013

  Landsliðskeppnin verður 15.-17. mars

  Landsliðskeppni fyrir komandi Norðurlandamót verður spiluð í  Síðumúlanum helgina 15.-17. mars. Þátttaka er miðuð við 8 pör í hvorum flokki (opnum flokki og kvennaflokki), en tilkynnt verður um nánari tilhögun og tímasetningu síðar.

  Norðurlandamótið fer fram í Keflavík dagana 24.-26. maí.

  21.2.2013

  Boðsmót Danska Bridgesambandsins

  Danska Bridgesambandið hefur boðið nokkrum af bestu spilurum heims á
  þetta skemmtilega helgarmót sem hefst í kvöld 19:00 á PRO/AM
  Hægt er að sjá það hér hverjir eru búnir að kaupa hvern og á hvað
  Á morgun 22.feb. hefst síðan aðalkeppnin kl. 11:00 sem hægt verður að fylgjast með hér 
  einnig verður sýnt frá leikjum á  www.bridgebase.com

  Boðsgestir frá Íslandi eru
     Aðalsteinn Jörgensen
     Bjarni H. Einarsson
     Jón Baldursson
     Þorlákur Jónsson

  19.2.2013

  Undanúrslit Íslandsmótsins

  Kvóti undanúrslita Íslandsmótsins og tímtöflu má sjá hér
  Spilað verður á Reykjavík Natura

  17.2.2013

  Íslandsmeistarar í paratvímenning

  Suðurnesja - parið Svala K. Pálsdóttir o Karl G. Karlsson eru
  nýkrýndir Íslandsmeistar í paratvímenning
  Ísl.meistar í paratv. 2013

  í 2 sæti voru Erla Sigurjónsdóttir og Þórður Sigurðsson
  3.sætiið hlutu Arngunnur Jónsdóttir og Steinberg Ríkarðsson
  Sjá nánar um úrslit mótsins

  15.2.2013

  Íslandsmót í paratvímenning

  Íslandsmóti í paratvímenning 2013 er haldið 16-17 febrúar 2013 kl. 11:00 báða dagana
  22 pör eru skráð til leiks og verða spiluð 5 spil á milli-allir við alla
  Sjá heimasíðu mótsins hér

  Hér má sjá Lifandi úrslit

  14.2.2013

  Íslandsmót í Paratvímenning

  Íslandsmót í paratvímenning fer fram dagana 16-17.febrúar
  Mótið hefst kl. 11:00 báða dagana
  Spilað verður í húsnæði BSÍ Síðumúla
  Skráningu lýkur kl. 12:00 föstudaginn 15.febrúar
  Tímatafla kemur þegar skráningu lýkur
  Keppnisgjald er 8.000 á parið
  Hægt er að skrá sig hér og í síma 587 9360     Skráningarlisti

  8.2.2013

  Bridge í Ráðhúsinu laugardaginn 9.feb.

  Í tengslum við Vetrarhátíðina í Reykjavík verður BSÍ
  með spilaborð og kynningu á Bridge frá kl. 13-17. á morgun


  Allir velkomnir að taka þátt

  28.1.2013

  Bridgehátíð lokið

  Vel heppnuð Briddgehátíð með met fjölda gesta lauk með sigri
  sveitarinnar TEAM 1702 í sveitnni spiluðu David Kendrick og Victor Milman frá Englandi 
  og Nedju Buchlev og Reim Sebastian frá Þýskalandi


  Hægt er að sjá allt um mótið hér 

  26.1.2013

  Bridgehátíð-sveitaskeppni

  Staðan eftir 6.umferðir af 10 í sveitakeppni Bridgehátíðar 

  1.France.........................128
  2.Team 1702...................123
  3.Sinclair........................119
  4.Erla Sigurjóns...............114
  5.The Grazies..................112
  6.1z2..............................110
    Akureyri vikublað...........110
  8.Málning.......................108
  9.Vestri..........................109

  Sveitakeppni Bridgehátíðr hefst kl.11:00 í dag
  Norsku sveitirnar Helness og Svendsen verða á BBO
  í fyrsta leik.

  Hægt að fylgjast með stöðunni á heimasíðu mótsins hér

  25.1.2013

  Tvímenningsmeistarar Bridgehátíðar 2013

  Tvímenningi Bridgehátíðar lauk fyrir stundu og eru það

  Joerg Fritsche - Roland Rohowsky frá Þýskalandi 
  sem eru Tvímenningsmeistarar í ár með 59 % skor 

  2. sæti Bjarni H. Einarsson og Aðalsteinn Jörgensen með 58,1 %
  3. sæti Karl Sigurhjartrson og Sævar Þorbjörnsson með 57,6

  Hægt er að sjá öll úrslit úr tvímenningnum hér

  24.1.2013

  Bridgehátíð-tvímenningur

  Allir velkomnir að koma á Hotel Reykjavík Natura og fylgjast með tvímenning
  bridgehátíðar sem hófst kl. 19:00 í kvöld

  Bein útsending á BBO

  Heimasíða mótsins

  22.1.2013

  Bridgehátíð-Star Wars

  Þeir sem taka þátt í Star Wars kepninni miðvikudaginn mæti kl. 18:00 í Víkingasal á Reykjavík Natura
  þá verður dregið í sveitir og spilamennska hefst stundvíslega kl. 19:00 í Ráðstefnusölum Hótelsins

  Ennfremur verður Miðvikudagsklúbburinn með sitt spilakvöld á Hótel Reykjavík Natura og hefst kl. 19:00 að venju
  1. verðlaun þar verður frítt í tvímenning Bridgehátíðar

  10.1.2013

  TGR s í London helgina 12-13.jan  Þrjú pör íslensk pör hafa skráð sig til leiks í London um helgina
  Aðalsteinn Jörgensen og Bjarni H. Einarsson
  Björn Eysteinsson og Guðmundur Sv. Hermannsson
  Sveinn R. Eiríksson og Þröstur Ingimarsson
  Aðalsteinn og Bjarni hafa unnið þetta mót 2 síðustu ár
  Hvað gera þeir í ár, verður spennandi að fylgjast með okkar
  pörum
  Heimasíða mótsins


  Viðburðadagatal

  Engin skráður viðburður framundan.

  Hverjir spila í dag


  Bf. Hafnarfjarðar, Flatahrauni 3, hefst kl. 19:00
   

  Skoða alla daga


  Olís

  Slóð:

  Forsíða » Fréttir

  Myndir


  Auglýsing