Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Fréttir

31.3.2010

Landsliđ

Búið er að velja fimm para landslið í opnum flokki fyrir  komandi verkefni. Þetta eru Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson, Ragnar Magnússon og Páll Valdimarsson, Þröstur Ingimarsson og Júlíus Sigurjónsson, Sveinn R. Eiríksson og Ómar Olgeirsson og Magnús Magnússon og Sigurbjörn Haraldsson.  Framundan eru boðsmót í Bonn, Evrópumót í Belgíu, briddsvika í Svíþjóð og síðan NM á næsta ári.

Á EM fara Jón og Þorlákur, Magnús og Sigurbjörn og Þröstur og Júlíus. Svo framarlega sem engar breytingar verða á pörum og menn haldi áfram að sinna vinnu og æfingum í spilinu fara Ómar og Sveinn og Ragnar og Páll á NM 2011.

Vonandi halda pörin í B-hópnum áfram að bæta sig og þrýsta hressilega á þennan fimm para hóp sem er valin fram yfir NM 2011 að óbreyttu.
Einnig er stefnt að áframhaldandi landsliðsstarfi strax í haust og er það von lansliðsnefndar að enn fleiri pör bætist þá í hópinn og starfið haldi áfram að styrkjast.
Stefnt er að því að senda kvennalið á briddsviku í Svíþjóð og svo landslið á NM 2011.
Fyrirliðamál í opnum flokki er ekki komin á hreint.

25.3.2010

Alţjóđlegt kvennamót á netinu 12-18.apríl

22.3.2010

Iceland Express Íslandsmótiđ í sveitakeppni

Ţær 12 sveitir sem komust áfram í úrslitin

    A-riðill

1. Júlíus Sigurjónsson.................... 179    Reykjanes
2. SFG........................................ 150    Reykjavík
3. KB ráðgjöf............................... 145    Reykjavík
    B-riðill
1. H.F. Verðbréf........................... 188    Reykjavík
2. Tryggingamiðstöðin Selfossi........ 175    Suðurland 
3. Sparisjóðurinn í Keflavík.............. 154    Reykjanes  
    C-riðill
1. VÍS........................................ 177    Reykjavík
2. Sigurður Vilhjálmsson................ 171    Suðurland
3. Haustak.................................. 151    Austurland
    D-riðill
1. Grant Thornton....................... 185    Reykjavík
2. Fisk Seafood............................ 171    N-vestra
3. Málning hf..............................  160     Reykjavík
Úrslit Íslandsmótsins í sveitakeppni verða spiluð á Hótel Loftleiðum dagana 22. - 25. apríl.
Núverandi Íslandsmeistarar er sveit Grant Thornton

17.3.2010

Iceland Express sveitakeppnin-undanúrslit

Spilamennska í undanúrslitum Iceland Epress sveitakeppninnar stendur yfir helgina 19-21.mars.
3 efstu sveitirnar í hverjum riðli spila til úrslita 22-25.apríl n.k.

Fylgist með því staðan verður uppfærð eftir hverja umferð sjá  hér

Sjá tímatöflu hér

15.3.2010

Jón Baldursson og Ţorlákur Jónsson

Bridsspilararnir Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson enduðu í 2. sæti á sterku tvímenningsmóti, sem haldið var um helgina á vorhátíð bandaríska bridssambandsins í Reno í Nevada.
http://www.acbl.org/nabc/index.php?a=2010&b=Spring&c=daily_bulletins

8.3.2010

Undanúrslitin í sveitakeppni - riđlar

Búið er að draga í riðla fyrir Iceland Express undanúrslitin í sveitakeppni
Sjá hér

6.3.2010

Jón Ţorvarđar og Haukur Ingason

Nýkrýndir Íslandsmeistarar í tvímenning eru þeir félagar
Jón Þorvarðarson og Haukur Ingason
Í öðru sæti urðu þeir Ásmundur Pálsson og Guðmundur Páll Anrnarson
og í 3ja sæti voru Páll Valdimarsson og Kristján Blöndal

Jón Þorvarðar og Haukur Ingason

Við óskum vinningshöfum til hamingju og þökkum keppendum fyrir þátttökuna
Hægt er að sjá úrslit  mótsins hér


Viđburđadagatal


Hverjir spila í dag

Bridgedeild Breiðfirðinga ,Spilað er öll sunnudagskvöld og hefst spilamennska kl. 18:30.
Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14.

Skoða alla daga


Olís

Slóđ:

Forsíđa » Fréttir

Myndir


Auglýsing