Fréttir
23.9.2007
ÚRSLITALEIKUR BIKARKEPPNI BSÍ
Sveit Eyktar vann glæsilegan sigur 180 - 100 á sveit Grant Thornton í 64 spila bikarúrslitaleik sem háður var 23. september. Sveit Eyktar vann sigur í öllum fjórum lotunum, 42-35 í fyrstu lotunni, 42-17 í annarri, 59-27 í þeirri þriðju og 37-21 í þeirri fjórðu. Spilarar í sveit Eyktar voru Aðalsteinn Jörgensen, Bjarni H. Einarsson, Jón Baldursson, Sigurbjörn Haraldsson, Sverrir Ármannsson og Þorlákur Jónsson
Aðalsteinn Jörgensen, Bjarni Einarsson, Þorlákur Jónsson, Jón Baldursson,
Sigurbjörn Haraldsson og Sverrir Ármannsson
22.9.2007
UNDANÚRSLIT BIKARKEPPNI BSÍ
Undanúrslitaleikjum Bikarkeppni BSÍ lauk um klukkan 18:15 þann 22. september. Úrslitin urðu þannig:
EYKT - BREKI JARÐVERK 85 - 17 Breki gaf leikinn e. 2 lotur af 4
SP.SIGLUFJARÐAR - GRANT THORNTON 97 - 109
Til úrslita um bikarmeistaratitilinn spila sveitir Eyktar og Grant Thornton. Leikurinn verður sýndur á Bridgebase og hefst klukkan 11:00 þann 23. sept og lýkur um 20:30
12.9.2007
LOKAMÓT SUMARBRIDGE
Sverrir Ármannsson og Aðalsteinn Jörgensen unnu Lokamót Sumarbridge. Þeir voru með +57 og í öðru sæti voru Ómar Olgeirsson og Kristján Blöndal með +50. 3ja sætið fengu Halldór Þorvaldsson og Magnús Sverrisson með +40
2.sæti: Ómar Olgeirsson - Kristján Blöndal, 1.sæti:Sverrir Ármannsson - Aðalsteinn Jörgensen,
3.sæti Magnús Sverrisson - Halldór Þorvaldsson
Bronsstigakóngur sumarbridge Halldór Þorvaldsson, prinsessan Inda Hrönn Björnsdóttir, drottningin Guðrún Jóhannesdóttir
6.9.2007
FRAMKVÆMDASTJÓRI BRIDGESAMBANDSINS
NÚ FER HVER AÐ VERÐA SÍÐASTUR AÐ SÆKJA UM!!!
Bridgesamband Íslands leitar eftir öflugum starfsmanni til að gegna stöðu framkvæmdastjóra.
Starfið felur í sér umsjón með daglegum rekstri sambandsins, fjáröflun, fræðslustarfi, samskiptum við fjölmiðla, félagsmenn og erlenda aðila.
Viðkomandi sinnir mótahaldi á vegum sambandsins, sér um stigaskráningu og félagaskrá.
Þekking á rekstri er æskileg en frumkvæði, drifkraftur og metnaður er skilyrði.
Allar ábendingar um nýjan framkvæmdastjóra eru vel þegnar.
Viðtakandi umsókna er forseti Bridgesambands Íslands, Guðmundur Baldursson, Ólafsgeisla 89, 113 Reykjavík. - E-mail gudmundur@logoflex.is
Viðburðadagatal
Flýtileiðir
Hverjir spila í dag
Bridgedeild Breiðfirðinga ,Spilað er öll sunnudagskvöld og hefst spilamennska kl. 18:30.
Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14.