Fréttir
30.12.2005
Minningarmót Harðar Þórðarsonar 2005
Selfyssingarnir Kristján Már Gunnarsson og Helgi Grétar Helgason unnu sigur á Minningarmóti Harðar en Helgi Jónsson og Helgi Sigurðsson höfnuðu í öðru sæti.
29.12.2005
Jólamót Bridgefélags Hafnarfjarðar
Þátttaka á jólamóti Bridgefélags Hafnarfjarðar og Sparisjóðs Hafnarfjarðar var með besta móti. Alls mættu 71 par, sem er fjölgun um 5 pör frá fyrra ári.
22.12.2005
Íslandsbankamót í tvímenningi
Hið árlega Íslandsbankamót í tvímenningi á vegum Bridgefélags Akureyrar verður haldið á Hótel KEA föstudaginn 30.desember kl. 17:30.
22.12.2005
KEA hangikjöt í húsi
Jólatvennu B.A. lauk þriðjudaginn 20.desember en þar var spilað um hangikjöt og magál frá Norðlenska.
20.12.2005
Jólamót Sparisjóðs Hafnarfjarðar og B. Hafnarfjarðar
Jólamót Sparisjóðs Hafnarfjarðar og Bridgefélags Hafnarfjarðar verður haldið í tuttugsta skiptið, miðvikudaginn 28. desember að Flatahrauni 3.
20.12.2005
Minningarmót Harðar Þórðarsonar
Minningarmót Harðar Þórðarsonar verður spilað í húsnæði Bridgesambands Íslands föstudaginn 30. desember. Keppnisgjald er 5.000 á parið.