Beint á leiðarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíðu

Fréttir

8.4.2020

Evrópumót 2020

Búið er að fresta Evrópumótinu sem halda átti í júní n.k. á Madeira 
Ekki hefur verið tekin ákvörðun hvort mögulega mótið
verði haldið í nóvember í ár
Kemur nánar um það þegar ákvörðun hefur verið tekin

6.4.2020

Kjördæmamótið 2020

Kjördæmamótið var eina mótið sem var ekki búið að blása af vegna samkomubannsins
en ekki verður spilað á Akureyri helgina 16-17.maí eins og gert var ráð fyrir
Þau mót sem hafa verið blásin af í mars, apríl og maí eru
Íslandsmót í tvímenning
Íslandsmót kvenna í tvímenning
Undanúrslit Íslandsmótsins
Úrslit Íslandsmótsins
Kjördæmamótið

Ekki hefur verið ákveðið neitt ákveðið meira með mótin í bili

2.4.2020

Bridge á netinu

- Nú þegar engin spilamennska er hjá félögum og klúbbum þá er upplagt að skoða netið,
Bf. Hafnarfjarðar og Bf. Reykjavíkur hefur haldið mót á www.bridgebase.com  og einnig er hægt að spila á  www.funbridge.com,  Hvetjum alla til að skoða þessa möguleika til að spila2.4.2020

Kvennalandslið valið

Landsliðsnefnd hefur valið eftirtalin pör í kvennalandliðið til að keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu á Madeira um miðjan júni, allar líkur eru þó á að mótinu verði frestað til haustsins.
Ákvörðun um það liggur fyrir um miðjan apríl, þessar skipa liðið:
María Haraldsdóttir, Harpa Ingólfsdóttir, Anna G. Nielsen, Helga H. Sturlaugsdóttir,
Svala Pálsdóttir og Inda Hrönn Björnsdóttir

24.3.2020

Bridgemótum frestað

Öllum mótum er frestað fram yfir 10.maí n.k. Ákvörðun um hvort þeim
mótum sem hefur verið frestað verði spiluð í lok maí eða síðar verður tekin fyrstu vikuna í maí.
Sama á við um Kjördæmamótið sem er á dagskrá um miðjan maí en vonast
er til að hægt verði að halda það, en það er svo sem óvíst

19.3.2020

Val á landsliði í opnum flokki liggur fyrir

Landsliðið í opna flokknum
Anton Haraldsson landsliðs þjálfari hefur valið eftirtalda til að spila fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu á Madeira í júní: Aðalsteinn Jörgensen, Bjarni Einarsson, Sigurbjörn Haraldsson, Magnús Magnússon, Ómar Olgeirsson og Stefán Jóhansson, óvissa ríkir um hvort mótið fari fram, ákvörðun um það verður tekin 15. apríl.

16.3.2020

Engin spilamennska í Síðumúlanum

Engin spilamennsku verður í Síðumúlanum á meðan samkomubann
stendur yfir - þetta á við um öll félög sem hafa spilað hjá okkur
Sjá nánar landlæknisembættið

 Bridgebækur

 Margir nota nú tímann til að taka til hjá sér og þá verður örugglega kíkt í bókaskápinn og hann grisjaður.
 Bridgessambandið vill gjarna fá allar bridgebækur til sín.
 Það er komið upp smá vísir af bókasafni í Síðumúlanum, sem gott er fyrir nýliða og aðra að glugga í.


11.3.2020

COVID-19 veiran

Stjórn Bridgesambandsins hefur tekið þá ákvörðun að fresta þeim
tveim mótum sem voru á dagskránni í mars vegna COVID -19 veirunnar
þ.e. Íslandsmótið í tvímenning og Íslandsmót kvenna í sveitakeppni
Ákvörðun verður tekin síðar um mót sem fyrihuguð eru í apríl og maí
 

8.3.2020

Íslandsmót í tvímenning 2020

14-15. mars verður Íslandsmótið í tvímenning
Spilað verður í Síðumúlanum og hefst kl. 10:00
Hægt er að skrá sig í s. 587 9360 og á bridge@bridge.is
og er skráning til hádegis 12.mars
Keppnisgjaldið er 10.000 á parið
Íslandsmeistarar fyrra árs eru
Guðjón Sigurjónsson og Stefán G Stefánsson

7.3.2020

Íslandsmót kvenna í sveitakeppni

Íslandsmót kvenna í sveitakeppni fer fram helgina 21-22 2020
Skráning er í síma 587 9360 og á bridge@bridge.is
Endilega skrá svetirnar tímalega
Tímatafla kemur þegar skráningu lýkur
en henni lýkur fimmudaginn 19.mars á miðnætti

Viðburðadagatal


Hverjir spila í dag

Bf. Kópavogs Spilamennska hefst kl. 19:00 ,Spilað er í Gjabakka, Fannborg 8. 1.hæð
Bf. Selfoss kl. 19:30 - Selið, Íþróttavallarsvæði
Bf. Akraness  kl. 19:30 - Kirkjubraut 40

Skoða alla daga


Olís

Slóð:

Forsíða » Fréttir

Myndir


Auglýsing