Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Fréttir

16.11.2020

Opiđ Evrópumót í febrúar 2021

Evrópusambandið hefur í huga að halda opið evrópumót í sveitakeppni og tvímenning
dagana 8-13.febrúar 2021 í borginni Sofiu í Bulgaríu
Ţegar nær dregur verða upplýsingar settar hér inn ef af verður
Sjá nánar hér

12.11.2020

Ţú veist betur

Á RUV rás 2 var þann 11. Nóv kl. 18.30 þáttur „Þú veist betur" þar fjallaði Atli Már Steinarsson
í hálf tíma og spjallaði við Jafet um Bridge og ég reyndi að útskýra þetta vinsæla spil
og hvernig það gengi fyrir sig, upphaf þess, hvernig spilið hefur þróast
og af hverju er Bridge vinsælasta spil heimsins!


 Má hlusta hér á þáttinn

9.11.2020

Madeira 2020

Ţrátt fyrir Covid var Madeira mótið haldið  dagana 29.otk - 8.nóv.
og lauk því  sem sagt í gær
Sveinn Rúnar, Maggi Magg og Júlli fóru þetta árið og urðu þeir
í 2 sæti í sveitakeppninni ásamt  Heike Koistinen og Sanna Clementsson
24 sveitir tóku þátt í ár og 50 pör spiluðu tvímenning
Hægt að sjá allt um mótið hér

30.10.2020

COVID-19 - nýtt

Vegna hertrar aðgerða ríkisstjórnarinnar sem gilda til 17.nóvember
verður engin starfssemi í húsnæði Bridgesambands Íslands.
Sjá nýjustu sóttvarnarreglurnar frá 30.okt.
Stöndum okkur vel og grímum okkur upp og sprittum svo þessum
faraldri fari nú að ljúka

7.10.2020

Vegna Covid 19

Eins og allir vita hefur spilamennska verið lögð niður í bili í húsnæið Bridgesambandsins
ţar til 19.október
Ţar af leiðndi fellur Íslandsmót kvenna niður sem vera átti 16 og 17.okt.
Eins er það með Ársþing BSÍ sem var sett 18.október - fyrihuguð dagsening fyrir þingið
er að öllu óbreyttu 15.nóvember n.k.
Nánari upplýsingar síðar

4.10.2020

Vegna Covid 19

Spilamennska á vegum Bridgesambandsins fellur niður  frá og með 5.október að minnsta kosti til 18 október vegna hertra reglna út af Covid19”
Nánar síðar

4.10.2020

Hrossagaukar Íslandsmeistarar

Sveit Hrossagauksins eru Íslandsmeistarar í sveitakeppni 60 ára +
10 sveitir tóku þátt og voru spilaðir 7 spila leikir allir við alla
Hrossagaukarnir fengu 118,27 stig
Silfurrefirnir komu fast á hæla gaukana með 114,72
og í 3 sætið hlau sveit Kidda með 113,99
4.sæti hlut sveit Lauru með 110,09
Bridgesambandið þakkar spilurum fyrir
ţátttökuna í mótinu

Heimasíða mótsins

29.9.2020

Íslandsmót eldri spilara í sveitakeppni ( 60 ára ) sjá skráningu

Búið er að ákveða að breyta eldri spilaramótinu í einsdagsmót
ţað verður því spilað laugardaginn 3.október og verður byrjað
að spila kl. 10:00 -  Skráninu lýkur á miðnætti 1.október
Spilarinn þarf að vera fæddur  árið 1960 eða fyrr til að vera gjaldgengur
skráning er á bridge@bridge.is
Keppnisgjaldið er 10 þús á sveit
Spilastaður er Síðumúli 37 og keppnistsjóri verður Sveinn Rúnar

Heimasíða mótsins

16.9.2020

Ársţing BSÍ 18.okt 2020 kl. 15:00

Ársþing BSÍ verður haldið í húsnæði Bridgesambands Íslands sunnudaginn 18.okt og hefst klukkan 15:00.
Félög innan hreyfingarinnar hafa setu- og atkvæðarétt á þinginu samkvæmt kvótaútreikningi skilagreina en áheyrnarfulltrúar eru velkomnir að sitja þingið.
Formenn eru beðnir um að senda útfyllt kjörbréf  eða tölvupóst  nöfn á þeim  fulltrúum sem sitja eiga þingið á bridge@bridge.is
Ef einhver hefur hug á að sitja þingið án þess að vera fulltrúi félags, sendi viðkomandi inn umsókn með tölvupósti á póstfangið bridge@bridge.is 
     Kjörbréf er hægt að nálgast hér
               Fulltrúar samkvæmt skilagreinum 
                            Útreikningur kvóta

Viđburđadagatal


Hverjir spila í dag

Bf. Kópavogs Spilamennska hefst kl. 19:00 ,Spilað er í Gjabakka, Fannborg 8. 1.hæð
Bf. Selfoss kl. 19:30 - Selið, Íþróttavallarsvæði
 

Skoða alla daga


Olís

Slóđ:

Forsíđa » Fréttir

Myndir


Auglýsing