Svæðamót í svk 2006

Málefni : Svæðismót Norðurlands vestra í Sveitakeppni í Bridge 2006


Svæðismót Norðurlands vestra í  sveitakeppni fer fram á Sauðárkróki helgina 4 og 5 febrúar  2006. Fyrirhugað er að mótið hefjist laugardaginn 4. febrúar  kl. 11 stundvíslega og reiknað er með að spilað verði amk 120 spil, en það fer eftir þátttöku hvernig þetta raðast niður. Mótshaldari er Bridgefélag Sauðárkróks og spilastaður er Bóknámshús Fjölbrautarskóla Nl-vestra á Sauðárkróki. Keppnisgjaldið er kr. 15.000. - pr sveit og greiðist  við upphaf keppni á spilastað. Við viljum biðja ykkur að kynna þetta í ykkar félögum, hvetja til þátttöku og láta okkur heyra frá ykkur sem allra fyrst. Þátttökutilkynningar þurfa að berast í síðastalagi fimmtudaginn 2. febrúar 2006

Þátttaka tilkynnist :

                        Ásgrími Sigurbjörnssyni                         sími 453-5030 , gsm 893-1738 eða 

                        Jóni Erni Berndsen                         sími 453-5319 , gsm 862-5319

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar