Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

19.11.2013

Rangćingar -- Hrunamenn heimsóttir

Rangæingar og Hrunamenn hafa um árabil mæst við bridgeborðið í nóvembermánuði og reynt með sé í íþróttinni.  Rangæingar hafa heldur haft undirtökin síðustu ár og hefur farandbikarinn því haft vetursetu í Rangárþingi.

Í gærkvöldi öxluðu Rangæingar spil sín og sagnbakka og skunduðu á Flúðir.   13 pör lögðu af stað úr Rangárþingi og hittu fyrir 13 pör Hrunamanna.    Í stað hefðbundinnar sveitakeppni var nú bryddað upp á þeirri nýjung að spila tvímenning þar sem 16 eftstu sætin gáfu stig inn í keppni félaganna, þannig að fyrsta sætið gaf 16 stig, annað sætið 15, það þriðja 14 og svo koll af kolli niður í 16. sætið sem gaf 1 stig.

Leikar fóru þannig að Rangæingar skoruðu 99 stig en Hrunamenn 37.   Úrslit tvímenningsins og spilin má sjá hér

Við Rangæingar þökkum kærlega fyrir góðar móttökur og skemmtilega keppni.  


Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag

Bf. Kópavogs Spilamennska hefst kl. 19:00 ,Spilað er í Gjabakka, Fannborg 8. 1.hæð
Bf. Selfoss kl. 19:30 - Selið, Íþróttavallarsvæði
 

Skoða alla daga


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing