Félög
10.12.2019
EKKI SPILAĐ Í BR Í KVÖLD VEGNA (Ó)VEĐURS!!!!!!
Spilamennska fellur niður í kvöld hjá Bridgefélagi Reykjavíkur. Lokakvöldið í Hraðsveitakeppninni verður vonandi spilað síðar.
8.12.2019
Haraldur Sverrisson og Reynir Vikar unnu Jólamonrad Breiđfirđinga
Jólamonrad Breiðfirðingafélagsins var spilaður í kvöld. 13 pör mættu og urðu Haraldur Sverrisson og Reynir Vikar hlutdkarpastir með 56,1% skor.
5.12.2019
Briddsfélag Selfoss
Höskuldur og vinnumaður hans sigruðu aðaltvímenning félagsins.
Árinu verður lokið með tveggjakvölda jólaeinmenning, gjaldkerinn og formaðurinn eru byrjaðir að safna vinningum.
5.12.2019
Mr. Vú og félagar eru Kópavogsmeistarar í sveitakeppni
Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs lauk í kvöld með naumum sigri sveitar Mr. Vú sem fékk 185,82 stig, einu stigi meira en Uppsveitir Kópavogs sem fékk 184,82. Eftir 13 umferðir og 182 spil gat það nú varla verið jafnara.
Á eftir var spilaður stuttur tvímenningu, 16 spil og má sjá öll úrslitin á heimasíðunni.
Næsta fimmtudag verður svo Jólatvímenningur BK og allir velkomnir.
3.12.2019
Sveit Málningar efst eftir tvö kvöld í BR
Annað kvöldið af þremur í Hraðsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í kvöld. Sveit Málningar skoraði mest, 663 stig, sem er 123 yfir meðalskor, og náði þannig efsta sætinu af Grant Thornton.
Minnum svo á Jólatvímenninginn sem verður 17 des.
29.11.2019
Jólamót BR 30. desember
Jólamót BR 30. desember
Jólamót BR verður haldið mánudaginn 30. desember 2019
í Síðumúla 37
Mótið hefst kl. 17:00 stundvíslega
Spilaður verður Monrad Barometer - 44 spil
Keppnisgjald 4.000 kr. á mann
Glæsileg peningaverðlaun fyrir 8 efstu sætin
Heildarverðalaunafé 300.000 kr.
1. verðlaun 100.000
2. verðlaun 60.000
3. verðlaun 40.000
4. verðlaun 30.000
5. verðlaun 20.000
6.-8. Verðlaun 10.000
Efsta kvennaparið og mix-parið 10.000
Spilarar eru beðnir um að skrá sig tímanlega
28.11.2019
Mr. Vú og félagar enn efstir í Kópavogi
Ţegar er ein umferð eftir í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs eru aðeins tvær sveitir sem geta hampað titlinum. MR. Vú er efst með 177,10 stig og Úppsveitir Kópavogs með 168,79. Sigurjón Harðar og félagar koma næstir með 153,69.
Síðasta umferðin verður spiluð næsta fimmtudag og á eftir verður léttur tvímenningur, c.a. 15 spil.
26.11.2019
Grant Thornton efstir eftir fyrsta kvöld í BR
Fyrsta kvöldið af þremur í Hraðsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í kvöld. 11 sveitir mættu til leiks og er sveit Grant Thornton efst með 664 stig sem er 124 yfir meðalskor.
21.11.2019
Briddsfélag Selfoss
Félagarnir Þórður og Gísli eru langefstir eftir fyrsta kvöld af þremur í aðaltvímenning félagsins
21.11.2019
Mr. Vú međ góđa forystu í Kópavogi
Ţegar aðeins eru þrjár umferðir eftir af Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs eru Mr. Vú og félagar með 20 stiga forystu. Þeir eru með 153 stig en Uppsveitir Kópavogs og Sigurjón Harðar með 133 stig.
19.11.2019
Hrólfur og Oddur Hjaltasynir unnu Nóvenber-Monrad BR
Hrólfur og Oddur Hjaltasynir voru þéttir í Nóvember-Monrad Bridgefélags Reykjavíkur. Þeir urðu í öðru sæti fyrsta kvöldið og efstir seinni tvö. Þeir urðu líka örugglega efstir samanlag, með 126% samanlagt úr tveimur bestu kvöldunum.
Næsta keppni er þriggja kvölda Hraðsveitakeppni þar sem verður m.a. ÚT AÐ BORÐA í verðlaun. Skráning: Ómar Olgeirs mun setja upp skráningarlink.
Keppnisstjóri mun einnig reikna butler í þessu móti.
14.11.2019
Briddsfélag Selfoss
Kapparnir Eyþór og Björn er illviðráðanlegir þessa dagana og unnu þriggja kvölda butler.
Næsta mót félagsins er aðaltvímenningurinn sem er þriggjakvölda. Gert er ráð fyrir að allir sem skráðir voru í siðasta mót verði með í því næsta.
14.11.2019
Mr. Vú efstur í Ađalsveitakeppni BK
Eftir 8 umferðir af 13 í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs er sveitin Mr. Vú efst með 126,26 stig og 10 stiga forskot á Uppsveitir Kópavogs sem eru í öðru sæti.
13.11.2019
Maggi og Dóri efstir í Miđvikudagsklúbbnum
Spilað var á 20 borðum í Miðvikudagsklúbbnum í kvöld. Efstir urðu Magnús Sverrisson og Halldór Þorvaldsson
12.11.2019
Hrólfur og Oddur efstir eftir tvö kvöld af ţremur hjá BR
Annað kvöldið af þremur í Nóvember-Monrad Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í kvöld. Besta skori kvöldsins náðu Hrólfur og Oddur Hjaltasynir, 63,5%, og eru einnig efstir samanlagt með 119,5% úr kvöldunum tveimur. Öllum er frjálst að mæta síðastakvöldi næsta þriðjudag.
11.11.2019
Minni á ađ EKKI er spila í BH í kvöld
7.11.2019
Briddsfélag Selfoss
Ţeir kappar Eyþór Jónsson og Björn Dúason eru á eldi þessa dagana, eru þeir langefsti eftir 2 kvöld af þremur í butlertvímenningi félagsin.
7.11.2019
Mr. Vú efstur eftir 6 umferđir af 13 í Ađalsveitakeppni BK
Ţriðja kvöldið í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöd. Sveit Mr. Vú er efst með 96,81 stig og Uppsveitir Kópavogs næstir með 92,10 stig.
6.11.2019
Tvö pör jöfn og efst í Miđvikudagsklúbbnum
Spilað var á 15 borðum í kvöld. Soffía Daníelsdóttir-Hermann Friðriksson og Guðlaugur Bessason-Björn Friðþjófsson erðu efst og jöfn með 61,4%
5.11.2019
Gunnlaugur og Kjartan efstir í BR í kvöld
Spilað var á 8 borðum í Bridgefélagi Reykjavíkur í kvöld, fyrsta kvöldið af þremur í Nóvember-Monrad þar sem 2/3 gilda til verðlauna. Gunnlaugur Karlsson og Kjartan Ingvarsson urðu langefstir með 66,7% skor.
Opið er fyrir ný pör að koma inn næstu tvö kvöld.
4.11.2019
BH EKKI spilađađ mánudaginn 4 og 11 nóv Madeira fri
2.11.2019
Eyţór og Björn Dúa Suđurlandsmeistarar í tvímenning
Ţað voru 20 pör sem mættu í suðurlandsmót í tvímenningi að Stóra Ármóti föstudaginn 1. nóv. Sigurvegar urðu þeir Eyþór Jónsson og Björn Dúason.
31.10.2019
Briddsfélag Selfoss
Úrslit eftir 1. kvöld af þremur í butlertvímenningi félagsin.
31.10.2019
Uppsveitir Kópavogs efstar í eftir tvö kvöld í BK
Annað kvöldið af sjö í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld. Uppsveitir Kópavogs náðu forystunni með tveimur stórum sigrum.
30.10.2019
Suđurlandsmót í tvímenning
Suðurlandsmót í tvímenningi verður haldið á Stóra Ármóti föstudaginn 1. nóvember. Hefst spilamennska kl 19:00.
Skráning í mótið
Nánari upplýsingar veitir Höskuldur í síma 897 4766
Mótið er fullt
29.10.2019
Hótel Hamar vann 3ja kv. sveitakeppni hjá BR
Ţriðja og síðasta kvöldið í 3ja kvölda sveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í Kvöld. Sveit Hótels Hamars hafði yfirburði yfir aðrar sveitir og vann með 142,47 stig sem gerir 15,83 stig í leik.
Næstu þrjá þriðjudaga verða spiluð þrjú stök Butler-kvöld og gilda 2/3 til verðlauna. Frjáls mæting og skráning við mætingu.
28.10.2019
Reykjanesmót í sveitakeppni verđur haldiđ 15-16 febrúar 2020
24.10.2019
Briddsfélag Selfoss
Kristján Már og Gísli sigruðu þriggjakvölda tvímenning sem lauk í kvöld.
Næsta mót félagsins er þriggjakvölda butler tvímenningur
Spil og staða kvöldsins (rétt spil kominn inn)
24.10.2019
Sveit Hjördísar efst eftir tvćr umferđir í Kópavogi
Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs hófst í kvöld með tveimur fyrstu umferðunum. Sveit Hjördísar Sigurjónsdóttur er efst með 34,94 stig. Keppnin stendur til 05. des.
22.10.2019
Hótel Hamar efst í sveitakeppni BR
Eftir tvö kvöld af þremur í sveitaskeepni Bridgefélags Reykjavíkur er sveit Hótels Hamars efst með 89,38 stig.
17.10.2019
Björn og Ţórđur unnu Impakeppni Matarhjallans
Impakeppni Matarhjallans lauk í kvöld með öruggum sigri Björns Jónssonar og Þórðar Jónssonar sem fengu 110 impa í plús sem er 34 meira en annað sætið.
Aðalsveitakeppni BK byrjar síðan fimmtudaginn 24. október. Skráningu lokað kl. 18:00 á spiladag. Skráning hjá Þórði s. 862-1794 eða á Facebook.
17.10.2019
Briddsfélag Selfoss
Kapparnir og Eyþór og Björn sigruðu annað kvöldið í þriggjakvölda móti. Búin eru tvö kvöld af þremur en aðeins tvö bestu skorin gilda
15.10.2019
Amorem Ludum efst í Sveitakeppni BR
Fyrsta kvöldið í 3ja kvölda Sveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í kvöld. Sveitin Amorem Ludum er efst með 49,44 stig af 60 mögulegum. Pörin í sveitinni eru líka í öðru og þriðja sæti í butlernum.
10.10.2019
Briddsfélag Selfoss
Fyrsta kvöldið af þremur í suðurgarðstvímenningi var spilað fimmtudagskvöldið 10.október. Enn eru kúbóndinn og vinnumaður hans að gera góða hluti. En þar sem menn mega henda út lélegesta kvöldinu hjá sér er enn allt galopið. Einnig er opið fyrir ný pör í mótið.
10.10.2019
Björn Jónsson og Ţórđur Jónsson efstir í Kópavogi
Annað kvöldið af þremur í Impakeppni Matarhjallans var spilað í kvöld. Hæsta skori kvöldsins náðu Sigurður Sigurjónsson og Ragnar Björnsson með 45 impa í plús, en efstir samanlagt eru Björn Jónsson og Þórður Jónsson með 78 impa í plús.
9.10.2019
Spilađ á 18 borđum hjá Miđvikudagsklúbbnum
Anna Guðlaug Nielsen og Helga Helena Sturlaugsdóttir unnu 36 para tvímenning með tæplega 65% skor. Hægt er að sjá úrslit og öll spil á hlekknum fyrir neðan:
8.10.2019
Gulli Karls og Kjartan Ingvars unnu BR-Butlerinn
Ţriðja og síðasta kvöldið í Butlertvímenningi Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í kvöld. Annað kvöldið í röð urðu Gunnlaugur Karlsson og Kjartan Ingvarsson efstir yfir kvöldið og einnig samanlagt, og eru því Butlermeistarar BR haustið 2019.
Næsta þriðjudag byrjar svo 3ja kv. sveitakeppni, líklega með 10 spila leikjum, (óstaðfest). Allir velkomnir.
3.10.2019
Briddsfélag Selfoss
Veturinn fer vel af stað, 12 pör töku þátt í upphitunartvímenningnum. Áttu kúabóndinn og starfsmaður hans gott start og sigruðu mótið.
Næsta mót félagsins er þriggja kvölda tvímenningur þar sem 2 bestu kvöldin gilda. Gott væri að menn myndu skrá sig fyrir fram hér fyrir neðan.
3.10.2019
Björk og Jón efst í Impakeppni BK
Fyrsta kvöldið af þremur í Impakeppni Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld. Björk Jónsdóttir og Jón Sigurbjörnsson eru efst með 69 impa í plus.
1.10.2019
Gulli Karls og Kjartan Ingvars efstir í BR
Annað kvöldið af þremur í Butlertvímenningi Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í kvöld. Gunnlaugur Karlsson og Kjartan Ingvarsson náðu besta skori kvöldsins með 37 impa í plús og eru einnig efstir samanlagt með 94 impa í plús.
1.10.2019
Björk og Jón unnu í Hafnarfirđi




29.9.2019
Briddsfélag Selfoss
Vetrarstarfið hjá Briddsfélagi Selfoss, venju samkvæmt síðasta föstudag í september með aðalfundi. Briddsarar á Selfossi eru ekki mikið fyrir fyrir breytingar þannig að veturinn fram undan verður með svipuðu sniði og síðast liðinn vetur, spilað verður á fimmtudögum og byrjað stundvíslega kl 19:30. Spilað verður í Selinu á íþróttavellinum.
Að loknum aðalfundarstörfum var gripið í spil. Skarpastir þar voru þeir Þórður og Magnús. Fyrsta mót félagsins verður upphitunartvímenningur sem er einskvölds tvímenningur.
26.9.2019
Esther og Anna Ţóra unnu Hausttvímenning BK
Ţriðja og síðasta kvöldið í Hausttvímenningi Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld. Esther Jakobsdóttir og Anna Þóra Jónsdóttir urðu bæði efstar í kvöld með 60% skor og einnig samanlagt með 115,4% samtals úr kvöldunum tveimur.
Næsta keppni er 3ja kv. Butlertvímenningur sem hefst fimmtudaginn 03. október kl. 19:00
26.9.2019
Suđurlandsmót í tvímenning og sveitakeppni
Búið er að ákveða dagsetningar fyrir Suðurlandsmótið í tvímenning og
verður hann haldinn 1.nóv. 2019 að Stóra Ármóti
Suðurlandsmótið í sveitakeppni fer fram helgina 18-19.janúar 2020
og verður haldið einhversstaðar á Suðurlandi
Nánari upplýsingar síðar
24.9.2019
Alli Jörg og Sverrir Gaukur efstir í BR
Fyrsta kvöldið af þremur í Butlertvímenningi Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í kvöld. Aðalsteinn Jorgensen og Sverrir Gaukur Ármannsson náðu besta skorinu með 83 inpa í plús.
24.9.2019
Gaflara sigur á 2 kvöldi hjá BH
Feðgarnir Friðþjófur og Högni stoðu uppi sem sigurvegarar á 2 kvöldi BH
23.9.2019
Fyrsta keppni vetrarins hjá BR er ađ skella á.
Ţriðjudaginn 24. September hefst þriggja kvölda butler-tvímenningur hjá Bridgefélagi Reykjavíkur. Reiknað er með að spila allir við alla á kvöldunum þremur (kannski tvisvar) en það fer algerlega eftir þátttöku. Stefnt á 3-4 spil á milli para. Mjög æskilegt er ef sem flestir gætu skráð sig fyrir fram á Fb eða skilaboðum á Ómar eða Þórð.
19.9.2019
Eiđur Mar og Júlíus efstir í Kópavogi
Annað kvöldið af þremur í Hausttvímenningi Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld. Efstir urðu Julius Snorrason og Eiður Mar Júlíusson með 59,3% skor. Efstir samanlagt eru hinsvegar Sigurður Sigurjónsson og Ragnar Björnsson með 108,9% samanlagt úr kvöldunum tveimur.
19.9.2019
Hausttvímenningur BK heldur áfram í kvöld.
Annað kvöldið í Hausttvímenningi Bridgefélags Kópavogs verður spiæað í kvöld. Opið er fyrir ný pör að koma inn. Allir velkomnir.
Spilað er í Gjábakka, félagsheimili aldraðra, Fannborg 8.
18.9.2019
Miđvikudagsklúbburinn
26 pör mættu fyrsta kvöldið hjá Miðvikudagsklúbbnum.
Hér er úrslitasíðan fyrir tímabilið 2019-2020: http://bridge.is/felog/reykjavik/midvikudagsklubburinn/urslit/2019-2020/
17.9.2019
Gulli Karls og Hemmi Friđriks efstir í BR
Vetrarstarfsemi Bridgefélags Reykjavíkur hófst í kvöld með upphitunartvímenningi. Gunnlaugur Karlsson og Hermann Friðriksson urðu efstir með 62% skor
Næsta þriðjudag hefst svo 3ja kv. butlertvímenningur.
17.9.2019
Bridgedeild Breiđfirđinga
12.9.2019
Ari og Snorri efstir á fyrsta spilakvöldi BK
Fyrsta kvöldið af þremur í Hausttvímenningi Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld. 10 pör mættu og urðu Aru Gunnarsson og Snorri Markússon efstir með 55,8% skor. Keppnin heldur áfram næstu tvo fimmtudaga. Tvö bestu gilda til verðlauna og er opið fyrir ný pör að koma inn.
3.9.2019
BR byrjar nýjan vetur ţann 17. sepember
Vetrarstarf Bridgefélags Reykjavíkur veturinn 2019-2020 hefst þriðjudaginn 17. september kl. 19:00 með eins kvölds upphitunartvímenningi. Síðan taka við fjórar mismunandi 3ja kvölda keppnir fram að Jólatvímenningnum sem verður þann 17. des.
Og svo auðvitað JÓLAMÓTIÐ sívinsæla á milli jóla og nýárs.
1.9.2019
Bridgefélag Hafnarfjarđar byrjar 16.sept
Bridgefélag Hafnarfjarðar ætlar að hefja spilamennsku mánudaginn 16.september
Dagskráin er efirfarandi
29.8.2019
Dagskrá BK haustiđ 2019 komin á heimasíđuna
Nú styttist í að vetrarstarfsemi bridgefélaganna taki við af Sumarbriddsinu. Bridgefélag Kópavogs ætlar að hefja vetrarstarfið fimmtudaginn 12. September. Bjóðum alla velkomna, jafnt þá sem spiað hafa hjá okkur sem og nýja félaga.
31.7.2019
Eđvarđ Hallgríms og Brynjar Jóns efstir í Sumarbridge
Spilað var á 20 borðum í Sumarbridge í kvöld og urðu Eðvarð Hallgrímsson og Brynjar Jónsson efstir með 65,4% skor.
29.7.2019
Kristján Snorra og Gulli Bessa efstir í kvöld
Mánudagsmætingarmet var sett í kvöld þegar 24 pör mættu og spiluðu. Kridtján Snorrason og Guðlaugur Bessason urðu efstir með 60,2% og einu stigi meira en parið í öðru sæti.
24.7.2019
Hlynur Angantýsson og Karl G Karlsson efstir í Sumarbridge
Spilað var á 21 borði í Sumarbridge í kvöld. Hlynur Angantýsson og Karl Grétar Karlsson urðu hlutskarpastir með 63,1% skor.
22.7.2019
Sigurđur Ólafsson og Jón Sigtryggsson efstir í kvöld
Spilað var á 11 borðum í Sumarbridge í kvöld og urðu Sigurður Ólafsson og Jón Sigtryggsson efstir með 63,5% skor
17.7.2019
Stefán Jóhannsson og Ómar Olgeirsson efstir í Sumarbridge
Spilað var á 20 borðum í Sumarbridge í kvöld. Efstir urðu Ómar Olgeirsson og Stefán Jóhannsson með 62,8% skor.
8.7.2019
Guđlaugur Sveinsson og Magnús G Magnússon erstir í kvöld
Sautján pör mættu í Sumarbridge í kvöld og urðu Guðlaugur Sveinsson og Magnús G Magnusson efstir með 60,7% skor.
4.7.2019
90 ára afmćli 13.júlí
Hún Guðrún okkar Jörgensen fagnar 90. ára afmæli sínu laugardaginn 13. júlí með flottu bridgemóti þann sama dag,
við komum til með að spila 28-32 spil
Allir eru hjartanlega velkomnir í mótið á meðan húsrúm leyfir.
Endilega skráið ykkur fyrirfram svo hægt sé að áætla veitingarnar
Ţað verður rukkað inn 1000 kr. á mann og rennur sá peningur til
Barnaspitala Hringsins að ósk afmælisbarnsins en hún afþakkar allar gjafir
Skráning hér
3.7.2019
Hermann Friđriks og Stefán Jóns efstir í Sumarbridds
42 pör mættu í Sumarbridge í kvöld og enduðu Hermann Friðriksson og Stefán Jónsson í efsta sætinu með 63,8% skor.
1.7.2019
Drćm ţátttaka í Sumarbridge í kvöld.
Aðeins var spilað á 6 borðum í kvöld. Ég er búinn að panta rigningu næsta mánudag. Annars urðu Halldór Þorvaldsson og Magnús Sverrisson efstir.
26.6.2019
Spilađ á 21 borđi í Sumarbridds í kvöld
Metþátttaka var í Sumarbridge í kvöld en 41 par mætti til leiks. Árni Indriðason og Pétur Reimarsson urðu efstir með 65,9% skor.
7.5.2019
Ómar Olgeirsson vann einmenning BR og Jón Bald er Bronsstigameistari
Lokakvöldið hjá Bridgefélagi Reykjavíkur var spilað í kvöld. Spilað var á sex borðum og sigraði formaðurinn en keppnisstjórinn varð í öðru sæti. Bronsstigameistari BR 2018-2019 er Jón Baldursson með 280 bronsstig.
Stjórn BR þakkar öllum sem komu og spiluðu í vetur og hlakkar til að sjá ykkur öll og fullt af nýjum spilurum að hausti.
6.5.2019
Einmenningur í BR annađ kvöld. Lokakvölk vetrarins.
Vetrarstarfsemi Bridgefélags Reykjavíkur lýkur annað kvöld, þriðjudagskvöld, með hinum árlega og bráðskemmtilega einmenningi. Allir veokomnir. Byrjum um kl. 19:00
4.5.2019
Gróa Eiđsdóttir og Valgerđur Eiríksdóttir unnu Árshátíđ kvenna
3.5.2019
Guđbrandur Sigurbergsson er Bronsstigameistari BK
Öll bronsstig vetrarins eru komin inn á heinmasíðu Bridgefélags Kópavogs. Bronsstigameistari BK 2018-2019 er Hafnfirðingurinn Guðbrandur Sigurbergsson. Hann vann sér inn 296 stig en feðgarnir Julius Snorrason og Eiður Júlíusson komu næstir með 262.
2.5.2019
Hjálmar og Diddi unnu Vortvímenning BK
Síðasta keppni vetrarins hjá Bridgefélagi Kópavogs var tveggja kvölda Vortvímenningur. Ásmundur Örnólfsson og Gunnlaugur Karlsson náðu besta skori kvöldsins með 64,3% en Sigurður Steingrímsson og Hjalmar S Pásson sigruðu samanlagt með 110% úr kvöldunum tveimur.
Bridgefélag Kópavogs þakkar öllum þeim er komu og spiluðu sér til árangurs og ánægju í vetur og hlakkar til að sjá ykkur öll að hausti.
30.4.2019
Síđasta spilakvöldiđ í BK + Ađalfundur á föstudaginn.
Seinna kvöldið í Vortvímenningi Bridgefélags Kópavogs verður spilað fimmtudaginn 02. maí kl. 19:00
Aðalfundur félagsins fer síðan fram föstudaginn 03. maí kl. 20:00 að Fjallalind sjö, heimili Þorsteins Berg.
28.4.2019
Guđjón Sigurjónsson og Helgi Bogason unnu Davíđsmótiđ
Hið árlega Davíðsmót sem haldið er í Saurbæ í Dalasýslu í lok apríl ár hvert var haldið í gær. Allnokkur pör lögðu leið sína af Höfuðborgarsvæðinu vestur í sveitasæluna sem er mikið ánægjuefni. Eitt þeirra, Guðjón Sigurjónsson og Helgi Bogason stóðu uppi sem sigurvegarar með 63,4% skor.
23.4.2019
Davíđsmótiđ í Dölum vestur er á laugardaginn 27. apríl
Davíðsmótið, til heiðurs Davíðs Stefánssonar heitins, verður haldið laugardaginn 27. apríl. Spilastaður er Tjarnarlundur í Saurbæ. Byrjað að spila kl. 13:00 en frá kl. 12 er boðið uppá súpu og brauð og einnig verða kaffiveitingar síðdegis. Spiluð verða 28 spil, 4 spil í hverri umferð.
Skráning hjá Guðmundi Gunnarsyni s. 893-3593 sms eða messenger á Facebook.
23.4.2019
Vortvímenningur í Kópoavogi á sumardaginn fyrsta
Vorið er komið í Kópavogi og því munum við ljúkla vetrarstarfi Bridgefélags Kópavogs með tveggja kvölda Vortvímenningi næstu tvo fimmtudaga, 25. apríl og 02. maí. Þetta verður Matchpoint-útreikningur(ekki butler).
Ágúst Þorsteinsson mun hlaupa í skarðið sem keppnisstjóri á Sumardaginn fyrsta og þá er áríðandi að allir skrái sig við mætingu svo ekkert vesen verði.
SKRÁNING Á STAÐNUM
19.4.2019
Páskamót BSÍ - Stađa og öll spil í rauntíma
Páskamót BSí, föstudaginn langa 19. apríl 2019
http://www.bridge.is/meistarastig/midvikudagsklubburinn/2019-04-19.htm
16.4.2019
Hermann Friđriksson og Páll Bergsson unnu Páskatvímenning BR
Í kvöld var spilaður Páskatvímenningur Bridgefélags Reykjavíkur, sem jafnframt var silfurstigamót. Hermann Friðriksson og Páll Bergsson sigruðu nokkuð örugglega með 62,5% skor.
Nú verður hlé vegna Úrslita Íslandsmótsins í sveitakeppni sem verða 25-28 apríl. Spilaður verður einmenningur þriðjudaginn 07. maí. Allir velkomnir.
15.4.2019
Unnar Atli og Guđmundur Sigursteins unnu Páskamót Breiđfirđinga
Páskanót Briddsdeildar Breiðfirðingafélagsins var spilað í kvöld. 16 pör mættu og urðu Unnar Atli Guðmundsson og Guðmundur Sigursteinsson hlutskarpastir og fengu stærstu páskaeggin að launum.
11.4.2019
Ólafur Steinason og Helgi Bogason/Gunnar Björn eru Bakarameistarameistarar
Ţriðja og síðasta kvöldið í Impakeppni Bakarameistarans var spilað í kvöld. Ólafur Steinason og Helgi Bogason/Gunnar Björn Helgason höfðu mikla yfirburði og sigruðu með 59 impa mun. Næsta og jafnframt síðasta keppni vetrarins er tveggja lvölda Vortvímenningur, 25. apríl og 02. maí. Allir velkomnir og skráning á staðnum.
9.4.2019
Grant Thornton vann Ađalsveitakeppni BR
Aðalsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur lauk í kvöld. Sveit Grant Thornton sigraði með nokkrum yfirburðum, fékk 217,53 stig, sem er 29 stigum meira en sveit Kjaran sem fékk 188,7 stig.
Ţriðjudaginn fyrir páska verður spilaður SILFURSTIGATVÍMENNINGUR, 8 umferðir, 32 spil alls. Góð verðlaun.
4.4.2019
Ólafur Steinason og Helgi Bogason tóku forystuna í Kópavogi
Annað kvöldið af þremur í Impakeppni Bakarameistarans var spilað í kvöld. Ólafur Steinason og Helgi Bogason náðu risaskori með 102 impa í plus pg eru efstir samanlagt með 89 impa í plus.
2.4.2019
Sveit Grant Thornton međ 29 stiga forystu í BR
Fjórða og næstsíðasta kvöldið í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í kvöld. Liðsmenn Grant Thornton komu sér enn betur fyrir á toppnum og hafa nú 28,67 stiga forystu á sveit Wise sem er í öðru sæti.
Keppninni lýkur næsta þriðjudag en þriðjudaginn 16. apríl verður spilaður Silfurstiga-páskatvímenningur, 32 spil. Allir velkomnir þá og skráning á staðnum.
31.3.2019
BH einskvölda sveitakepppni hjá BH
Spilaður verður einskvolda sveitakeppni hjá BH
spilaðir verpa 5-6 spila leikir
Frábær æfing fyrir íslandsmót í sveitakeppni :)
31.3.2019
Ţá fer ađ líđa ađ ađ kjördćmakeppninni og ....
Lambafillé m. bakaðri kartöflu og tilbehör
volg súkulaðikaka með íssigurjon@munus.is jorundurt@gmail.com
31.3.2019
Briddsfélag Selfoss
Loka tvímenningur vetarins er í gangi og er lokið 2 spilakvöldurm
31.3.2019
Ţórđur Sigurđsson og Gísli Ţórarinsson unnu Halamótiđ
Halamótið var spilað nú um helgina. Sigurvegarar urðu Gísli Þórarinsson og Þórður Sigurðsson
30.3.2019
Ómar og Benni unnu Bjórmótiđ á Hala
Bjórmótið á Hala fór fram í gærkvöldi. 22 por spiluðu og sigruðu Ómar Óskarsson og Bernódus Kristinsson með yfirburðum.
28.3.2019
Hermann Friđriks og Kjartan Ingvars efstir í Kópavogi
Fyrsta kvöldið af þremur í Impakeppni Bakarameistarans var spilað í kvöld. 18 pör mættu til leiks og urðu Hermann Friðriksson og Kjartan Ingvarsson efstir með 47 impa í plus.
27.3.2019
Halamótiđ nćstu helgi. Skráningu líklega lokiđ
Hrossakjetsmótið á Hala Í Suðursveit verður nú um helgina, 30-31 mars. 32 pör eru skráð og ekki víst hvort hægt er að taka við fleirum. Reiknað er með að spilaðar verði 21 umferð með 4 spilum í umferð.
Ţetta er frábært tækifæri til að dvelja eina helgi í sveitasælunni á Hala í Suðursveit. Þar er Þórbergssetur, safn til heiðurs Þórbergi Þórðarsyni heitnum. Alveg magnað safn. Einnig hægt að stoppa á á Hvolsvelli og kíkja á LAVA-safnið í leiðinni.
26.3.2019
Impakeppni Bakarameistarans byrjar á fimmtudaginn
Næsta keppni hjá Bridgefélagi Kópavogs er Impakeppni Bakarameistarans. Hún er spiluð fimmtudagana 28. mars, 04. og 11. apríl. Spiluð verða þrjú stök butler-spilakvöld en spila þarf öll kvöldin til að hljóta verðlaun. SKRÁNING Á STAÐNUM
26.3.2019
Grant Thornton nú međ 15,5 stiga forsystu í BR
Eftir níu umferðir af fimmtán í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur er sveit Grant Thornton enn efst, nú með 15,5 stiga forskot á Betri Ferðir. Síðustu tvö kvöldin í keppninni verða spiluð 2. og 09. mars.
Eftir er að ákveða hvað verður spilað þriðjudaginn 16. mars.
22.3.2019
Kópsvogur vann Bćjakeppnina viđ Hafnarfjörđ
Bæjakeppni Hafnarfjarðar og Kópavogs var spiluð í gærkvöldi að Flatahrauni 3 í Hafnarfirði. Spilaður var opinn butlertvímenningur og var skor fimm efstu para í hvoru liði látið gilda til úrslita í bæjarkeppninni. Kópavogsmenn höfðu góða forystu allt þar til í síðustu umferðinni, en þá var átta efstu pörunum úr hvoru liða raðað saman og við það jafnaðist keppnin verulega. Kópavogsbriddsarar höfðu þó sigur með 109 ipmum gegn 101 ipma Hafnfirðinga. Ákveðið var að þessi keppni yrði árlegur viðburður her eftir.
19.3.2019
Grant Thornton efstir í BR
Eftir tvö kvöld af fimm í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur er sveit Grant Thornton efst með 90,43 stig af 120 mögulegum. Stutt er í næstu sveitir á eftir og enn níu umferðir óspilaðar.,
19.3.2019
Bćjakeppni Hafnarfjarđar og Kópavogs á fimmdudaginn
Bæjakeppni Kópavogs og Hafnarfjarðar fer fram fimmtudagskvöldið 21. mars kl. 19:00 Spilaður verður butler-tvímenningur, sjö umferðir eftir monrad, fjögur spil í umferð. Fimm efstu pör frá hvoru félagi munu gilda í Bæjakeppninni. Nýr farandbikar verður afhentur í fyrsta skipti og auk þess góð verðlaun fyrir efstu pör.
Keppnin fer fram á spilastað Hafnfirðinga, Hraunseli, Flatahrauni 3.
Öllum frjálst að mæta en keppnisstjóri mun merkja þau pör sem tilheyra hvoru félagi fyrir sig.
17.3.2019
Briddsfélag Selfoss
Garðar Garðarsson ásamt meðreiðarsveinum sínum sigraði þriggja kvölda tvímenning sem lauk síðast liðin fimmtudag.
Næsta mót félagsins er jafnframt loka mót vetrarins.
15.3.2019
Sveit Hjálmars vann Hrađsveitakeppni BK nokkuđ örugglega
Ţriðja og síðasta kvöldið í Hraðsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs var spilað í gærkvöldi. Sveit Hjálmars Pálssonar sigraði með 1792 stig, 81 stigi meira en næsta sveit.
Ţar sem salurinn í Gjábakka verður upptekinn næsta fimmtudag verður spilað í Flatahrauni 3 í Hafnarfirði. Byrjað kl. 19:00 eins og venjulega. Spilaður verður Butler-tvímenningur, 7 umferðir, 28 spil alls. Efstur pörin sem skráð eru í BK og BH munu síðan skera úr um það hvor Bærinn er betri í bridds.
12.3.2019
Sveit Vestra efst eftir fyrsta kvöld í Ađalsveitakeppni BR
10.3.2019
Briddsfélag Selfoss
Tvö kvöld af þremur er lokið í þriggjakvölda tvímenningi. Staðan á toppnum er þétt og verður hart barist á lokakvöldinu.
8.3.2019
Ađalsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur ađ byrja.
Aðalsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur hefst þriðjudaginn 12. mars og stendur væntanlega til 16. apríl. Reiknað er með að keppnin standi yfir í sex þriðjudaga en fjöldi leikja á kvöldi ræðst af þátttöku. Ef t.d. mæta 12 sveitir verða tveir leikir á kvöldi. Skráningu lýkur kl. 18:00 á þriðjudaginn.
8.3.2019
2 kvölda sveitakeppni hjá BH (Stuttir leikir) byrjar 11.mars
Næsta mánudag stefnum við á að hafa 2 kvölda sveitakeppni með stuttum leikum 6-7 spila leikjum 4 eða 5 leikir um kvöldið
gott væri að skrá þannig að maður vissi ca. fjöldan :)
Skráning hér
ef einhverjum vantar aðstoð að mynda sveitir þá endilega senda mér línu :)
8.3.2019
Sveit Hjálmars áfram efst í Kópavogi
Annað kvöldið af þremur í Hraðsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs var spilað í gærkvöldi. Sveit Helga Viborg náði hæsta skori kvöldsins með 616 stig en sveit Hjálmars er áfram efst með 1203 stig samtals. Keppninni lýkur næsta fimmtudag þar sem spilamennska fellur niður fimmtudaginn 21 mars.
5.3.2019
Hrólfur og Oddur Hjaltasynir unnu Ađaltvímenning BR
Aðaltvímmenningi Bridgefélags Reykjavíkur lauk í kvöld. Harpa Fold Ingólfsdóttir og Sigþrúður Blöndal náðu besta skori kvöldsins með 61,1% en bræðurnir Oddur og Hrólfur Hjaltasynir héldu efsta sætinu samanlagt og eru verðskuldaðir sigurvegarar með 59,2% skor.
Næsta kepnni ef Aðalsveitakeppnin sem er auglýst sem sex kvölda keppni. Skráning hjá Ómari og Dennu. Skráningu lýkur kl. 18:00 þann 12. mars
28.2.2019
Sveit Hjálmars efst í Hrađsveitakeppni BK
Fyrsta kvöldið af fjórum í Hraðsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld. Tólf sveitir mættu til leiks og var skipt í tvo riðla. Sveitir Hjálmars og Jörundar eru í tveimur efstu sætunum með 594 og 592 stig.
26.2.2019
Hrólfur og Oddur Hjaltasynir međ 2,5 prósentu forystu í BR
26.2.2019
Hrađsveitakeppni ađ byrja í BK
24.2.2019
Gestasveit Gosa vann Reykjanesmótiđ en liđsmenn Mercury eru Reykjanesmeistarar
Reykjanesmótið í sveitakeppni var spilað nú um helgina. Níu sveitir kepptu um átta sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins en alls mættu ellefu sveitir til leiks. Gestasveit Gosa vann mótið nokkuð örugglega en sveit Mercury er Reykjanesmeistari þar sem 2/3 eða fleiri spilara í þeirri sveit eru í skráðir í briddsfélög á svæðinu. Reykjanesmeistarar eru þeir Július Snorrason, Eiður Mar Júlíusson, Bernódus Kristinsson, Ingvaldur Gústafsson og Ragnar Björnsson.
Silfurstigin koma á heimasíðuna á morgun.
23.2.2019
Briddsfélag Selfoss
Aðalsveitakeppninni lauk síastliðið fimmtudagskvöld. Formaðurinn hafði skipað mönnum í sveitir og það gekk nokkuð vel hjá honum því hann sigraði nokkuð örugglega með sínum sveitafélögum.
Næsta mót félagsins er þriggjakvölda tvímenningur.
21.2.2019
Gunnlaugur Karlsson og Kjartan Ingvarsson Kópavogsmeistarar 2019
Fjórða og síðasta kvöldið í Aðaltvímenningi Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld. Gunnlaugur Karlsson og Kjartan Ingvarsson, (Kjartani Ásmundsson) urðu hlutskarpastir með 1449,1 stig sem er 57,3% skor og í öðru sætinu urðu Jón Steinar Ingólfsson og Helgi Viborg með 56,5% skor, en þeir náðu besta skori kvöldsins með risaskori, 68,5%.
Næsta fimmtudag byrjar svo fjögurra kvölda hraðsveitakeppni. Skráning hjá Jörundi s. 699-1176 og Þórði Ingólfs á FB messenger.
19.2.2019
Hrólfur og Oddur Hjaltasynir orđnir efstir í BR
Annað kvöldið af fjórum í Aðaltvímenningi Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í kvöld. Besta skori kvöldsins náðu Hrannar Erlingsson og Sverrir G Kristinsson með 62,3% skor en efstir samanlagt eru Hrólfur og Oddur Hjaltasynir með 756 stig sem er 57,3% skor.
17.2.2019
Reykjanesmót í sveitakeppni
16.2.2019
Íslandsmót kvenna í sveitakeppni
Sveitin Amorem Ludum með þeim Önnu G. Nielsen, Helgu Sturlaugsdóttur,
Sigþrúði Blöndal og Hörpu F. Ingólfsdóttur urðu Íslandsmeistarar
í sveitakeppni kvenna 2019
2. sæti sveit Arion banka
3. sæti sveitin Bóma
Heimasíða mótsins.
15.2.2019
Briddsfélag Selfoss
Aaðalsveitakeppni félagsins er í gangi, lokið er tveimur kvöldum af þremur. Símon formaður og félagar leiða eftir tvö kvöld
14.2.2019
Krartan Ingvars og Gunnlaugur Karls/Kjrtan Á efstir í Kópavogi
Ţriðja kvöldið af fjórum í Aðaltvímenningi Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld. Besta skori kvöldsins náðu Kjartan Ingvarsson og Kjartan Ásmundsson með 62,4% skor og eru líka efstir samanlagt ásamt Gunnlaugi Karlssyni með 58,1% skor. Næstir eru feðgarnir Julius Snorrason og Eiður Júlíusson með 57% skor.
12.2.2019
Jón Baldursson og Sigurbjörn Haraldsson efstir í BR
Fyrsta kvöldið af fjórum í Aðaltvímenningi Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í kvöld. Jón Baldursson og Sigurbjörn Haraldsson náðu besta skori kvöldsins með 62,1% skor en Sigurjón Björnsson og Kjartan Ingvarsson eru með 62% skor í öðru sætinu.
8.2.2019
Ađaltvímenningur BH ađ hefjast nćsta mánudag 11.feb
3-kvölda aðaltvímenningur BH hefst á mánudaginn 11.febrúar
7.2.2019
Ásmundur Örnólfsson og Guđmundur Skúlason efstir í Kópavogi
Annað kvöldið af fjórum í Aðaltvímenningi Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld. Hjördís Sigurjónsdóttir og Kristjan Blöndal náðu besta skori kvöldsins með 58,5% skori en Guðmundur Skúlason og Ásmundur Örnólfsson eru efstir samanlagt með 57,2% skor. Allt um það á HEIMASÍÐUNNI
4.2.2019
Briddsfélag Selfoss
Minnum á aðalsveitakeppnina sem hefst næstkomandi fimmtudag.
Skráning fer fram hér á síðunni
27.1.2019
Briddsfélag Selfoss
Stórbændurnir Magnús og Gísli sigruðu janúarbutlerinn örugglega. Eftir að þeir tilltu sér í efsta sætið var ekki aftur snúið.
Ekki verður spilað næstkomandi fimmtudag vegna Briddshátíðar, en fimmtudaginn 7. febrúar hefst svo aðalsveitakeppnin. Mun formaðurinn sjá um að skipa mönnum í sveitir.
25.1.2019
Föstudagsbridge - HEIMASÍĐA
Hægt er að sjá öll úrslit og spil hjá Föstudagsbridge á HEIMASÍÐU félagsins
24.1.2019
Júlíus og Eiđur Mar efstir á fyrsta kvöldi í Ađaltvímenningi BK
Fyrsta kvöldið af fjórum í Aðaltvímenningi Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld og eru Július Snorrason og Eiður Mar Júlíusson efstir með 62,7% skor. Annað kvöldið í keppnninni verður spilað eftir tvær vikur, fimmtudaginn 07. febrúar.
24.1.2019
HSK mótiđ í sveitakeppni verđur haldiđ 23. febrúar nk.
23.1.2019
Föstudagsbridge 25. janúar 2019
1. verðlaun er ferðapakki til Færeyja fyrir 2
2-3. sæti fá verðlaun, sigurvegarar í miðnætursveitakeppni og svo verða dregnir út aukavinningar að handahófi.
2 spilarar verða dregnir út og fá keppnisgjaldið á tvímenning Bridgehátíðar 2019.
Um mitt kvöld verður gert hlé á spilamennsku og boðið upp á kaffi og kökur.
Keppnisgjald er 2000 kr. á spilara.
22.1.2019
Hótel Hamar vann Patton-Sveitakeppni BR
Ţriðja og síðasta kvöldið í Patton-Sveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur var spilað í kvöld. Sveit Hótels Hamars sigraði með nokkrum yfirburðum, fékk 281,77 en Kjaran fékk 237,9 stig í öðru sæti. Það kom upp dálítið frost í heildarbutlernum og vantar imferðir 9-12 inn í hann. Tekst vonandi að laga það fljótlega.
Næsta keppni hjá BR er Aðaltvímenningurinn sem hefst að loknu Briddshátíðarhléinu, þriðjudaginn 12. febrúar. Skráning á staðnum nema annað verði aulýst.
21.1.2019
Ađaltvímenningur Bridgefélags Kópavogs hefst á fimmtudaginn
Aðaltvímenningur Bridgefélags Kópavogs fer fram fimmtudagana 24. jan. 07. 14. og 21. febrúar. Byrjar s.s. nú á fimmtudaginn. Spilaður verður Barómeter, allir við alla á kvöldunum fjórum. Mjög gott væri ef sem allra flestir myndu skrá sig fyrir fram. Ekki verður spilað 31. jan vegan Bridgehátíðar.
Skráning hjá Jörundi s. 699-1176 og hjá Þórði s. 862-1794 + messenger.
20.1.2019
Hótel Hamar er Reykjavíkurmeistari 2019
Reykjavíkurmótið í sveitakeppni fór fram nú um helgina. Eftir æsispennandi lokaumferðir stóð sveit Hótels Hamars uppi sem sigurvegari en tvær efstu sveitirnar mættust í síðustu umferðinni. Þeirri viðureign lauk með naumum sigri Hamarsmanna, 12,18 gegn 7,82 stigum J.E. Skjanna. Grant Thornton endaði svo í þriðja sæti. Fimmtán sveitir spiluðu, þar af tvær gestasveitir, og því komust hinar 13 allar áfram í undanúrslitin.
19.1.2019
Briddsfélag Selfoss
Gísli og Magnús leiða janúarbutlerinn fyrir síðasta spilakvöldið. Hart verður sótta að stórbændunum. Mótinu líku næstkomandi fimmtudag, spilað verðu venju samkvæmt í Selinu á íþróttavelli og hefst spilamennsa stundvíslega kl 19:30
17.1.2019
Björk og Jón unnu Janúarmonrad BK
Ţriðja og síðasta kvöldi í Janúarmonrad Bridgefélags Kópoavogs var spilað í kvöld. Julius Snorrason og Eiður Jíulíusson náðu 68,5% skori sem dugði þó aðeins í annað sætið því Björk Jónsdóttir og Jón Sigurbjörnsson urðu efst samanlagt með 175 stig sem er samanlögð prósentuskor úr kvöldunum þremur.
Aðaltvímenningur BK hefst svo næsta fimmtudag kl. 19:00. Skráning hjá Jörundi s. 699-1176 og Þórði á messenger.
15.1.2019
Hótel Hamar međ góđa forystu í BR-Patton
Eftir tvö kvöld af þremur í Patton-sveitakepni Bridgefélags Reykjavíkur er sveit Hótel Hamars efst með 184,71 stig, sem er 23 stigum meira en Betri Ferðir sem eru í öðru sætinu. Keppninni lykur næsta þriðjudag, en þá verða spilaðar umferðir 9-12 en umferð 13 verður slept.
SMÁ SKÝRINGAR. Vopnabræður 2 komu inn í yfirsetuna í kvöld. Þeirra leikir í umferðum 1-4 eru handskráðir 10-10 og þeir fá síðan 7 patton-stig fyrir umferðir 1-4 og 28 stig í "extra"
Ţær sveitir sem sátu yfir fyrsta kvöldið fá 10 stig í umferðum 1-4. Auk þess fá þær 10,4 stig í "extra". 8,4 stig (60%) fyrir Patton-stigin og tvö til viðbótar vð 10 stigin sem eru skráð á móti Vopnabræðrum 2.
11.1.2019
Briddsfélag Selfoss
Ţar sem skrásetjari tók sér smá vetrarfrí til að ná sér í sól og sumar hefur verið lítið um að úrslit hafi verið birt. Þó svo að menn hafi ekki verið að auglysa úrslit um víða veröld hefur samt verið spilað helling á Selfossi síðastliðinn mánuð.
Spilaður hefur verið jólaeinmenningur, HSK mót í tvímenning og nú síðast byrjaði þriggja kvölda janúar butler sem verður framhaldið næstkomandi fimmtudag.
10.1.2019
Björk og Jón langefst eftir tvö kvöld í Kópavogi
Eftir tvö kvöld af þremur í Janúar-Monrad Bridgefélags Kópavogs eru Björk Jónsdóttir og Jón Sigurbjörnsson með góða forystu á næsta par, svo munar 7,5 prósentustigum. Í kvöld voru þau í öðru sæti á eftir Jóni Alfreðssyni og Guðbrandi Sigurbergssyni sem fengu 59,9% skor.
8.1.2019
Hótel Hamar efstir á fyrsta Patton-kvöldi BR
Sveit Hótels Hamars er efst eftir fjórar umferðir af tólf í Patton-sveitakeppni Briegefélags Reykjavíkur. Staðan á heimasíðunni er ekki alveg rétt því tvær sveitir eru með of mikið fyrir yfiesetuna og Patton-stig í tveimur leikjum í fjórðu umferð uppfærast ekki á netið. Reyni að fá þetta í lag sem fyrst.
6.1.2019
Ađalsveitakeppni BH ađ hefjast 7.jan
Aðalsveitakeppni BH er að hefjast mánudaginn 7.jan , Keppnin verður að hámarki 4 kvöld en fyrikomulag fer eftir fjölda sveita (búinn fyrir Bridgehátíð)
Hægt er að astoða við að mynda sveitir (Sigurjón 6699781)
Flott tækifæri við að æfa sig fyrir Bridgehátíð :)
Koma svo og fjölmenna á þetta skemmtilega mót
4.1.2019
Suđurlandsmót í sveitakeppni 2019
Suðurlandsmót í sveitakeppni 2019
Suðurlandsmótið í sveitakeppni verður haldið helgina 12-13 janúar á Hvolsvelli spilað laugardag 10:00-18:00 Sunnudag 10:00- 1700 nákvæmari tímasetning þegar nær dregur. kveðja úr sunnlennskri blíðu
4.1.2019
Reykjanesmót í sveitakeppni
3.1.2019
Björk og Jón efst á fyrsta spilakvöldi ársins í BK
Fyrsta kvöldið af þremur í Janúarmonrad Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld. Björk Jónsdóttir og Jón Sigurbjörnsson urðu efst með 61% skor, en næstir komu Bernódus Kristinsson og Ingvaldur Gústafsson með 57,9%
Allt um það á HEIMASÍÐUNNI
3.1.2019
Svćđamót Vesturlands
Spilað verður í sal eldri borgara á Akranesi, Kirkjubraut 40, föstudaginn 4. jan og laugardaginn 5. jan.
2.1.2019
HSK mótiđ í tvímenning 3.janúar 2019
Spilamennsk hefst kl. 18:00 og verður spilað í Selinu á Selfossi
Skráning hjá Garðari í s. 893-2352 og á ţessari síðu hér
Ath. skráningu lýkur við 16 pör
Viđburđadagatal
Flýtileiđir
Hverjir spila í dag
Miðvikudagsklúbburinn
Síðumúla 37 - kl: 19:00
Einskvölds tvímenningar - ALLIR velkomnir