Félög
28.3.2014
Briddsfélag Selfoss
Spiluð hafa verið 2 kvöld af þremur í Íslandsbankabarómeter Briddsfélags Selfoss. Þó nokkrar breytingar urðu á toppnum.
28.3.2014
Bridgefélag nýliđa - úrslit 27. mars
Spilað var á 9 borðum og mikil stemning - sjá má úrslit og öll spil hér, myndir væntanlegar.
Sjá einnig heimasíðuna á Facebook... https://www.facebook.com/groups/1395240690728458/
Næst verður spilað mánudaginn fyrir páska, 14. apríl, og þá verða páskaegg í verðlaun og aukaverðlaun! :-)
____________
Bridgefélag nýliða er með spilakvöld fimmtudaginn 27. mars, kl. 19 í Síðumúla 37.
Boðið verður upp á kaffi og snarl á miðju kvöldi og mun spilamennska klárast um kl. 22.
Sérstök aukaverðlaun verða fyrir fyrstu slemmu kvöldsins! :-)
Sjá einnig heimasíðuna á facebook. Endilega gangið í hópinn:
https://www.facebook.com/groups/1395240690728458/
27.3.2014
Feđgar í forystu eftir fyrsta kvöldiđ í BK-Butler
25.3.2014
Ţriggja kvölda BUTLER-tvímenningur ađ hefjast hjá BK
Fimmtudaginn 27 mars hefst þriggja kvölda Butler-tvímenningur hjá Bridgefélagi Kópavogs. Spilað er í Gjábakka, Fannborg 8 og byrjað kl. 19:00. Vinsamlegast mæta fyrir kl. 19:00 til að skrá sig.
25.3.2014
Valsmótiđ - Brynjar Níelsson og Guđmundur Ágústsson sigruđu
26 pör tóku þátt í Valsmótinu og eftir harða baráttu við KR-inga og aðrar vættir þá sigruður Valsmennirnir Brynjar Níelsson og Guðmundur Ágústsson með góðum endaspretti. Öll úrslit og spil má sjá hér
21.3.2014
Bridgefélag Selfoss: Íslandsbankatvímenningur hafinn
Búið er að spila 1 kvöld af 3 í Íslandsbankatvímenningnum. Það mættu til leiks 12 pör og eru Björn Snorrason og Gunnar Þórðarson efstir með +29. Í öðru sæti eru Össur Friðgeirsson og Karl Þ. Björnsson með +19 og í þriðja sæti eru Kristján Már Gunnarsson og Ólöf Heiður Þorsteinsdóttir með +17. Nánar um öll úrslit og spilagjöf á ţessari siðu.
21.3.2014
Björn Halldórsson sigrađi Hrađsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs
Fjórða og síðasta kvöldið í Hraðsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs var spilað í gær. Keppnin var æsispennandi fram á síðasta spil og endaði með því að sveit Börns Halldórssonar sigraði með aðeins sex stiga mun. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.
Næsta fimmtudag hefst þriggja kvölda Butler-tvímenningur
20.3.2014
Meistaratvímenning lokiđ á Suđurnesjum
Garðar Garðarsson og Svavar Jenssen sigruðu meistaratvímenning 2014. Spiluð voru 4 stök kvöld sem voru lögð saman og báru þeir félagar af. Í öðru sæti urðu þeir Gunnar Guðbjörnsson og Garðar Þór Garðarsson og þriðju þeir Dagur Ingimundarson og Bjarki Dagsson en Jóhann Benediktsson spilaði fyrir Bjarka síðasta kvöldið.
Næstu þrjú kvöld verður hraðsveitakeppni þar sem dregið verður í sveitir. Skemmtilegt fyrirkomulag og hvetjum við alla til að mæta.
17.3.2014
Madeira leikur Miđvikudagsklúbbsins byrjar á miđvikudaginn!
Madeiraleikur Miðvikudagsklúbbsins
2 mótspakkar á Madeiramótið 2014 (www.bridge-madeira.com) verða dregnir út af handahófi fyrir þá sem mæta í 7 skipti af 9 mögulegum á milli 19. mars og 14. maí. Þeir sem hafa mætt í 6 skipti verða einnig dregnir út ef þeir hafa mætt 2x eða oftar í Bridgefélag Hafnarfjarðar á sama tímabili
17.3.2014
Suđurnesjafréttir
Núna eru þrjú kvöld af fjóum búin í aðaltvímenning á Suðurnejsum og eru þeir Garðar og Svavar efstir eftir þrjú kvöld.
Eftir tæpar tvær vikur eða þegar aðaltvímenning er lokið ætlum við að hafa tveggja kvölda hraðsveitakeppni. Vonandi koma sem flestir og gaman væri að mynda pínu stemmningu hjá okkur. kaffi á könnunni og fínn spilahraði.
14.3.2014
Dömukvöld BR: Guđný og Arngunnur unnu međ 65,2%!
18 pör mættu til leiks á Dömukvöld BR 14. mars 2014. Guðný Guðjónsdóttir og Arngunnur Jónsdóttir unnu með 65,2% og unnu sér inn passa á Nordica Spa. Í 2. sæti voru Ásdís Matthíasdóttir og Ingibjörg Halldórsdóttir með 58,9% og í 3ja sæti voru Hulda Hjálmarsdóttir og Erla Sigurjónsdóttir með 55,6%.
14.3.2014
Bridgefélag Selfoss: Kristján og félagar meistarar
Aðalsveitakeppni félagsins lauk 13. mars, með sigri sveitarinnar Kristján-Siggi-Kalli-Össur með 60,58 stig. Í öðru sæti varð sveitin Óli-Þröstur-Siggi-Siggi með 55,92 stig og í þriðja sæti varð sveitin Bjössi-Mummi-Kalli-Guðmundur með 52,77 stig. Butlermeistarar urðu Ólafur og Þröstur með 0,78 impa/spil. Nánar má finna um öll úrslit á ţessari síðu .
Næsta mót hjá félaginu er þriggja kvölda Íslandsbankatvímenningur og eru spilarar beðnir um að skrá sig á ţessa síðu hér .
14.3.2014
Högni Friđţjófs og félagar tóku forystuna hjá BK
Ţriðja kvöldið af fjórum í Hraðsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs var spilað í gærkvöldi. Sveit Högna Friðþjófssonar náði efsta sætinu samanlagt með 1726 tig en Sveit Björns Halldórssonar kemur fast á hæla þeim með þremur stigum minna. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.
13.3.2014
Miđvikudagsklúbburinn: Emma og Davíđ unnu 36 para tvímenning! Madeiraleikurinn byrjar 19. mars!
Emma Axelsdóttir og Davíð Lúðvíksson unnu 36 para tvímenning með 63,7% skor! Stefán Freyr Guðmundsson og Bergsteinn Einarsson enduðu í 2. sæti með 60% og jafnir í 3ja sæti voru Hermann Friðriksson og Ingólfur Hlynsson og Eðvarð Hallgrímsson og Magnús Sverrisson
Madeiraleikur Miðvikudagsklúbbsins
2 mótspakkar á Madeiramótið 2014 (www.bridge-madeira.com) verða dregnir út af handahófi fyrir þá sem mæta í 7 skipti af 9 mögulegum á milli 19. mars og 14. maí. Þeir sem hafa mætt í 6 skipti verða einnig dregnir út ef þeir hafa mætt 2x eða oftar í Bridgefélag Hafnarfjarðar á sama tímabili.
Heildarverðmæti hvers pakka er 553 evrur og er hótel í 2ja manna herbergi í viku, keppnisgjöld, ferðir til og frá flugvellinum, 2x kvöldverður og ein útsýnisferð innifalin í pakkanum.
13.3.2014
Opna Borgarfjarđarmótiđ 2014
11.3.2014
Bridgefélag nýliđa - úrslit 10. mars- nćst spilađ 27.mars
Spilað var á 6 borðum og efstu pör urðu:
1. 121 Óskar Ólafsson - Guðfinna Konráðsdóttir
2. 119 Unnur Bjarnadóttir - Valgerður Karlsdóttir
3. 111 Fanney Júlíusdóttir - Eygló Karlsdóttir
4. 110 Kristín Bjarnadóttir - Rán Sturlaugsdóttir
5. 109 Haukur Magnússon - Hrefna Harðardóttir
Hér má sjá úrslit og spil frá spilakvöldi 10. mars
Næsta spilakvöld verður fimmtudaginn 27. mars kl. 19 í Síðumúla 37.
Sjá einnig heimasíðuna á facebook, myndir væntanlegar. Endilega gangið í hópinn:
https://www.facebook.com/groups/1395240690728458/
Heimasíða Bridgefélags nýliða http://bridge.is/felog/reykjavik/bridgefelag-nylida/
Spilakvöld Bridgefélags nýliða er í kvöld, mánudaginn 10. mars kl. 19:00 í Síðumúla 37, sjá nánar hér: https://www.facebook.com/events/1462259120655886/?ref_newsfeed_story_type=regular
Einnig á heimasíðu Bridgefélags nýliða http://bridge.is/felog/reykjavik/bridgefelag-nylida/
10.3.2014
Breyting á dagskrá Bridgefélags Hafnarfjarđar
7.3.2014
Ađaltvímenningur á fullu á Suđurnesjum
Aðaltvímenningur 2014 er hálfnaður. efstir eru þeir Garðar og Svavar með 58% skor. á hæla þeirra koma Gunnar og Garðar Þór með 56.7% skor.
Öll úrslit má sjá hér Því miður erum við ekki með spilagjöf því við handgefum í þessu móti.
7.3.2014
Sveit Ţórđar Jörunds heldur forystunni hjá BK
6.3.2014
Miđvikudagsklúbburinn: Halldór og Halldór efstir í 45 para tvímenning!
Halldór Már Sverrisson og Halldór Guðjónsson urðu efstir af 45 pörum á spilakvöldi Miðvikudagsklúbbsins. Þau leiðu mistök urðu við innslátt úrslita að eftir kvöldið voru þeir í 3ja sæti en eftir leiðréttingu þá sátu þeir uppi sem sigurvegarar með 64,3% skor. Í 2. sæti voru Unnar Atli Guðmundsson og Björn Árnason með 62,2% og 3ja sæti varð hlutskipti Þorgerðar Jónsdóttur og Aðalsteins Jörgenssonar með 61,9%. Þau voru hinsvegar efst fyrir leiðréttingu en hröpuðu um 2 sæti við leiðréttinguna.
4.3.2014
Helgi og Haukur sigruđu Ađaltvímenning BR 2014
4.3.2014
BH: Gunnlaugur og Kristján Már unnu Ađaltvímenning BH 2014
Gunnlaugur Sævarsson og Kristján Már Gunnarsson stóðu uppi sem sigurvegarar í Aðaltvímenningi BH.
Ţeir leiddu mótið frá fyrsta kvöldi og létu aldrei forystuna af hendi.
BH hefur gert breytingu á dagskránni. Næstu 4 mánudaga verða spilaðir einskvölds tvímenningar þar sem sérstök verðlaun verða veitt fyrir 3 bestu kvöldin af 4.