Félög
31.10.2014
Briddsfélag Selfoss
Eftir tvö kvöld af þremur í málarabutler félagsins er Anton Hartmannsson lang efstur, að þessu sinni var hann með Ríkharði Sverrissyni. Í öðru sæti eru þeir Kristján Már og Karl Hermannsson. En töku þessi pör alla impana sem í boði voru þetta kvöld. Mótinu verður framhaldið næstkomandi fimmtudag. Alltaf er hægt að bæta við spilurum.
31.10.2014
Sveit Björns Halldórssonar tók forystuna í Kópavogi
Sveit Björns Halldórssonar hefur 6 stiga forystu eftir tvær fyrstu umferðirnar í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs. Öll úrslit má sjá á heimasíðunni
30.10.2014
Bridgefélag nýliða-úrslit 30.okt
Öll úrslit og spil hér http://bridge.is/files/2014-10-30_112751872.htm
Staðan í stigakeppninni uppfærð á morgun...Sjá einnig heimasíðuna á Facebook https://www.facebook.com/groups/1395240690728458/
29.10.2014
Rangæingar -- Landsliðsmenn?
Sl. þriðjudagskvöld komu Rangæingar að vanda saman að Heimalandi. Ekki til að spila framsóknarvist, nema ef vera skyldi spilastjórinn, sem virðist liðtækari í vist en því göfuga spili BRIDGE, ef marka má spilamennsku hans þetta kvöldið.
"Við spiluðum eins og landsliðsmenn" sagði hróðugur hótelstjórinn og klappaði makker sínum á bakið. Þeir félagar áttu enda stjörnukvöld og voru með yfir 71% skor lungann úr kvöldinu, allt fram undir það síðasta. Heldur dró af þeim félögum í restina, enda komnir af léttasta skeiði, svo þeir enduðu með 61,1% skor. Glæsilegt hjá þeim félögum, ekki síst í ljósi þess að þeir félagar komu til liðs við okkur um síðustu áramót og höfðu ekki spilað bridge um nokkurn tíma og aldrei saman fyrr en þá. Næstir í mark komu öðlingarnir Örn og Birgir með 56,8% skor og þriðju urðu sýslumennirnir Sigurður Jakob og Sigurjón með 55,4%. Af tillitssemi við spilastjóra verður þess ekki getið hér, hvar hann endaði.
Úrslit og spil má sjá hér
28.10.2014
Afmælisfagnaður B.A. og Hraðsveitakeppnin
Bridgefélag Akureyrar er jafn gamalt lýðveldinu, stofnað 1944, og varð því 70 ára í sumar!
Við munum halda upp á það með spilamennsku og mat laugardaginn 1.nóv. Stuttur tvímenningur verður frá 14- 17:30 og er í boði B.A. en svo er matur á Strikinu sem við styrkjum en kostar þó 4000kr. Eftir hann er kaffi og a.m.k. konfekt í spilasal og spil og samvera þar. Það væri gaman að sjá sem flesta félaga mæta, bæði virka og óvirka :)
Skráning hjá Frímanni, 8678744
Lokið er fyrsta kvöldinu í hraðsveitakeppninni og leiðir sveit Pétur Guðjónssonar. Allt um það má sjá hér
24.10.2014
Haraldur og Þórir unnu FRESCO-impakeppnina
FRESCO-impakeppni Bridgefélags Kópavogs lauk í gærkvöldi með yfirburðasigri Haraldar Ingasonar og Þóris Sigursteinssonar. sigurður Jón Björgvinsson og Baldur Bjartmarsson náðu besta skori kvöldsins með 61 impa í plús sem dugði þeim þó aðeins í fjórða sætið. Öll úrslit má sjá á heimasíðunni.
Næsta fimmtudag hefst svo Aðalsveitakeppni BK og er skráningarfrestur til kl. 16:00 á spiladag. Nokkur pör eru enn að leita að "væng" og geta áhugasamir haft samband við Jörund í s. 699-1176
24.10.2014
Briddsfélag Selfoss
Málarabutler Briddsfélags Selfoss hófst fimmtudaginn 23. október. Aðeins 8 pör mættu til leiks og er það mikið áhyggju efni hve fáir sjá sér fært að mæta á spilakvöld. Er ekki kominn tími til að rífa sig uppúr sófanum og mæta í spilamennsku. Ekki þarf að taka þátt í öllum spilakvöldum mótanna. Þannig að óreglulegur vinnutími er ekki afsökun fyrir því að mæta ekki.
Jafnir í efsta sæti eru bændurnir Magnús og Gísli ásamt Antoni og Gunnari.
21.10.2014
Spilakvöld nýliða 20. okt
Kristín Marinósdóttir og Gyða Bjarkadóttir urðu hlutskarpastar í kvöld og Kristín Orradóttir og Sóley Jakobsdóttir stutt á eftir.
Hér má sjá öll úrslit og spil
Staðan í stigakeppninni er þannig að Kristín Orradóttir og Sóley Jakobsdóttir eru efstar með 54 stig og Ingveldur Bragadóttir og Inga Dóra Sigurðardóttir næstar með 40 stig. Heildarstöðuna má sjá hér
Verðlaun fyrir 8 efstu spilarana verða afhent 15. desember - minnt er á að nóg af stigum í pottinum!
17.10.2014
Briddsfélag Selfoss
Kristján Már ásamt makkerum stóð uppi sem siguvegari í Suðurgarðstvímenning Briddsfélagsselfoss. Næstir á eftir honum komu bræðurnir Anton og Pétur.
Næsta mót félagsins er þriggjakvölda butler tvímenningur, hvetjum við sem flesta félagsmenn til að mæta. Þó að menn geti ekki spilað öll þrjú kvöldin geta menn samt sem áður verið með. Hægt er að skrá sig í mótið hér.
16.10.2014
Ómar Jón og Björn með nauma forystu í FRESCO-impakeppninni
Ómar Jón Jónssson og Björn Halldórsson eru með tveggja impa forystu eftir tvö kvöld af þremur í FRESCO-impakeppninni hjá Bridgefélagi Kópavogs. Öll úrslit má sjá á heimasíðunni.
13.10.2014
Bridgefélag nýliða
Allir að mæta
10.10.2014
Briddsfélag Selfoss
Annað spila kvöld af þremur í suðurgarðstvímenningi félagsins var spila s.l. fimmtudagskvöld. Þar urðu hlutskarpastir þeir bræður Anton og Pétur í hælana á þeim nörtuðu svo þeir Ólafur og Vigfús. Mótinu líkur næstkomandi fimmtudagskvöld.
9.10.2014
Sigmundur og Eyþór efstir í FRESCO-impakeppninni
Fyrsta kvöldið í FRESCO-impakeppninni hjá Bridgefélagi Kópavogs var spilað í kvöld. Sigmundur Stefánsson og Eyþór Hauksson náðu besta skorinu með 64 impa í plús. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs
8.10.2014
Spilamennska fellur niður næsta mánudagskvöld hjá BH
Við viljum koma því á framfæri að ekki verður spilað næsta mánudagskvöld vegna landsleiksins við Hollendiga í fótbolta. Síðasta kvöldið í Gamla-Vínhúss tvímenningnum frestast því um viku.
Beðist er velvirðingar gagnvart þeim sem hefðu viljað spila, en þetta er gert vegna fjölda áskoranna frá félagsmönnum í BH.
3.10.2014
Briddsfélag Selfoss
Fyrsta kvöldið af þremur í suðurgarðstvímenningnum fór fram síðastliðin fimmtudag með þátttöku 9 para. Efst eru Kristján Már og Ólöf og skammt á hæla þeirra eru þeir Höskuldur og Eyþór. Mótinu verður framhaldið næstkomandi fimmtudag og enn er hægt að skrá sig í það.
2.10.2014
Björn og Þórður unnu Haust-Monradinn hjá BK
Björn Jónsson og Þórður Jónsson sigruðu í þriggja kvölda Haust-Monrad sem lauk hjá Bridgefélagi Kópavogs í kvöld. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.
Næsta keppni er FRESCO-impakeppnin sem er þriggja kvölda Butler tvímenningur og þarf að spila öll kvöldin til að ná í verðlaun. Spilað er í Gjábakka, félagsheimili aldraðra að Fannborg 8, á bak við Landsbankann og byrjað kl. 19:00 alla fimmtudaga.
1.10.2014
Bridgefélag Selfoss
Minni á fyrsta spilakvöld briddsfélags Selfoss fimmtudaginn 2. október. Byrjað er á þriggjakvölda tvímenningi þar sem tvö bestu kvöldin telja til úrslita.
Sú nýbreytni verður tekin upp í vetur að ekki er nauðsynlegt að spila öll kvöld í keppnum okkar, er það gert til að mæta þeim sem eru í óreglulegri vinnu en vilja spila þegar þeir eru í fríi. Vonandi mælist þetta vel fyrir og sem flestir sjái sér fært að mæta sem oftast.